Fréttir af ranghverfunni á Vestfjörðum Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 22. júlí 2010 06:00 Sagt var frá því með mikilli vandlætingu að búið væri að keyra á 75 kindur það sem af er sumri og flestir keyrðu bara burt frá slysstað. Er að undra. Þar til fyrir nokkrum árum urðu menn að borga bóndanum fyrir skepnuna sem var á þjóðveginum og olli slysinu en bar enga ábyrgð sjálfur. Ökumaðurinn, sem oft slasaðist fyrir utan tjón á bílnum og tilfinningasjokkið, varð að bera allan skaðann, og borga fyrir trakteringarnar. Eini munurinn í dag, á tuttugustu og fyrstu öldinni, er sá að tryggingarnar (við) borga bóndanum skepnuna. Burtséð frá því hvort við værum búin að borga girðingar báðum megin vegarins fyrir ótalda milljarða bara til að halda skepnunum frá þjóðvegunum. Þegar ég var formaður landverndarfélagsins Lífs og lands fyrir mörgum árum hringdi í mig maður sem var undrandi á þessu fyrirkomulagi og spurði hvort félagið gæti ekki haft einhver áhrif á þetta óréttlæti. Vinur sinn hefði verið að keyra í Noregi og lent í því að keyra á kind sem hljóp yfir veginn. Samkvæmt íslenskum lögum fór hann á næstu lögreglustöð og bauðst til að borga skepnuna. Þeir spurðu bara hvort hann væri ruglaður, það væri eigandi skepnunnar sem bæri ábyrgð á því að hún ylli ekki slysi á þjóðveginum. Ég talaði við lögfræðing sem sagði að nokkrir sem höfðu orðið fyrir alvarlegu tjóni, hefðu farið í dómstóla en alltaf tapað málunum. Sauðkindin virðist alltaf hafa fyrsta rétt á landinu. Enn þann dag í dag ráfar hún um friðlönd, fólkvanga, verndarsvæði og útivistarsvæði og hreinsar upp blómgróðurinn sem er þeirra fyrsta val, áður en við förum í sumarfríið. Við þurfum að fara eftir alls konar reglum um umgengni á svæðunum, en plágan á þessu landi okkar, lausaganga búfjár, veldur því að hvergi er ósnortið eða óskemmt land fyrir okkur, nema innan fáeinna svæða sem hafa verið afgirt frá bitvarginum. Þetta ætti auðvitað að vera öfugt, skepnurnar í girðingum á ábyrgð eigenda sinna. Þá gæti gróður landsins loksins farið að rétta úr kútnum og girðingafárið með öllum sínum kostnaði næstum horfið. Sauðkindin virðist alltaf hafa fyrsta rétt á landinu. Enn þann dag í dag ráfar hún um friðlönd, fólkvanga, verndarsvæði og útivistarsvæði og hreinsar upp blómgróðurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sagt var frá því með mikilli vandlætingu að búið væri að keyra á 75 kindur það sem af er sumri og flestir keyrðu bara burt frá slysstað. Er að undra. Þar til fyrir nokkrum árum urðu menn að borga bóndanum fyrir skepnuna sem var á þjóðveginum og olli slysinu en bar enga ábyrgð sjálfur. Ökumaðurinn, sem oft slasaðist fyrir utan tjón á bílnum og tilfinningasjokkið, varð að bera allan skaðann, og borga fyrir trakteringarnar. Eini munurinn í dag, á tuttugustu og fyrstu öldinni, er sá að tryggingarnar (við) borga bóndanum skepnuna. Burtséð frá því hvort við værum búin að borga girðingar báðum megin vegarins fyrir ótalda milljarða bara til að halda skepnunum frá þjóðvegunum. Þegar ég var formaður landverndarfélagsins Lífs og lands fyrir mörgum árum hringdi í mig maður sem var undrandi á þessu fyrirkomulagi og spurði hvort félagið gæti ekki haft einhver áhrif á þetta óréttlæti. Vinur sinn hefði verið að keyra í Noregi og lent í því að keyra á kind sem hljóp yfir veginn. Samkvæmt íslenskum lögum fór hann á næstu lögreglustöð og bauðst til að borga skepnuna. Þeir spurðu bara hvort hann væri ruglaður, það væri eigandi skepnunnar sem bæri ábyrgð á því að hún ylli ekki slysi á þjóðveginum. Ég talaði við lögfræðing sem sagði að nokkrir sem höfðu orðið fyrir alvarlegu tjóni, hefðu farið í dómstóla en alltaf tapað málunum. Sauðkindin virðist alltaf hafa fyrsta rétt á landinu. Enn þann dag í dag ráfar hún um friðlönd, fólkvanga, verndarsvæði og útivistarsvæði og hreinsar upp blómgróðurinn sem er þeirra fyrsta val, áður en við förum í sumarfríið. Við þurfum að fara eftir alls konar reglum um umgengni á svæðunum, en plágan á þessu landi okkar, lausaganga búfjár, veldur því að hvergi er ósnortið eða óskemmt land fyrir okkur, nema innan fáeinna svæða sem hafa verið afgirt frá bitvarginum. Þetta ætti auðvitað að vera öfugt, skepnurnar í girðingum á ábyrgð eigenda sinna. Þá gæti gróður landsins loksins farið að rétta úr kútnum og girðingafárið með öllum sínum kostnaði næstum horfið. Sauðkindin virðist alltaf hafa fyrsta rétt á landinu. Enn þann dag í dag ráfar hún um friðlönd, fólkvanga, verndarsvæði og útivistarsvæði og hreinsar upp blómgróðurinn.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar