Sömu mistökin aftur? Björn B. Björnsson skrifar 21. júlí 2010 06:00 Við gerð síðustu fjárlaga gerðu mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjárlaganefnd alvarleg mistök þegar framlög ríkisins til kvikmyndasjóða voru skorin niður um 250 milljónir króna. Ætlunin var að lækka útgjöld ríkisins en ný rauð skýrsla um fjármögnun íslenskra kvikmynda sýnir ljóslega að tekjur ríkisins lækkuðu a.m.k. jafn mikið niðurskurðinum. Sparnaðurinn var því minni en enginn – en skaðinn verulegur. Samkvæmt rauðu skýrslunni hefði kvikmyndaframleiðsla á Íslandi verið um 1600 milljónum króna meiri á þessu ári ef niðurskurðurinn hefði ekki komið til. Þessar kvikmyndir hefðu fengið um 100 milljónir króna í endurgreiðslu frá iðnaðarráðuneytinu (til viðbótar við þær 250 sem komið hefðu úr kvikmyndasjóðum) svo þessi fjárfesting ríkisins í kvikmyndaiðnaðinum hefði numið 350 milljónum króna. Launaskattar af þessari starfsemi hefðu numið 360 milljónum eða aðeins hærri upphæð en framlög ríkisins. Eru þá ótaldar aðrar beinar og óbeinar tekjur hins opinbera af þessari atvinnustarfsemi. Sparnaður ríkisins af þessum „niðurskurði“ er með öðrum orðum minni en enginn! Skaðinn sem niðurskurðurinn hefur valdið er hins vegar margvíslegur; í efnahagslegu tilliti höfum við misst af um 600 hundruð milljónum í erlendum fjárfestingum sem þessi kvikmyndaframleiðsla hefði dregið til landsins. Launagreiðslur upp á um 1200 milljónir eru farnar út um gluggann sem jafngildir um 200 störfum. Auk þess mun draga úr landkynningu á næstu misserum því íslenskar kvikmyndir gegna veigamiklu hlutverki á því sviði. Menningarlegi skaðinn er sá að við höfum nú tapað tveimur íslenskum bíómyndum, fimm til tíu heimildarmyndum og tveimur leiknum íslenskum sjónvarpsþáttaröðum, sem nýlega var farið að framleiða hérlendis – og við höfum ekki sparað eina krónu! Vissulega kemur niðurskurður kvikmyndasjóða fram sem sparnaður í menningar- og iðnaðarráðuneytum, en tekjutapið í fjármálaráðuneytinu er a.m.k. jafn mikið og því er ekki um neinn sparnað að ræða – aðeins fjárhagslegan og menningarlegan skaða. Við fjárlagagerð á Írlandi á síðasta hausti gerði ríkisstjórnin þar tillögu um mikinn niðurskurð til kvikmyndasjóða líkt og gert var hér á landi. Munurinn er sá að þar á bæ var þingnefnd falið að skoða málið og niðurstaðan var sú að hætt var við að skera kvikmyndasjóðina niður eins og tillagan gerði ráð fyrir. Á Íslandi var hins vegar flanað út í þennan „niðurskurð“ að óathuguðu máli með hörmulegum afleiðingum fyrir atvinnugrein sem getur skilað þjóðarbúinu góðum tekjum og skapað skemmtileg störf við framleiðslu á íslenskum menningarafurðum. Rauða skýrslan sýnir staðreyndir málsins svart á hvítu svo spurningin sem við stöndum frammi fyrir núna er þessi: Getur áhugafólk um vitræn vinnubrögð í stjórnsýslunni, unnendur íslenskrar menningar og fólkið sem starfar í kvikmyndaiðnaðinum treyst því að sömu mistökin verði ekki gerð aftur í haust? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við gerð síðustu fjárlaga gerðu mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjárlaganefnd alvarleg mistök þegar framlög ríkisins til kvikmyndasjóða voru skorin niður um 250 milljónir króna. Ætlunin var að lækka útgjöld ríkisins en ný rauð skýrsla um fjármögnun íslenskra kvikmynda sýnir ljóslega að tekjur ríkisins lækkuðu a.m.k. jafn mikið niðurskurðinum. Sparnaðurinn var því minni en enginn – en skaðinn verulegur. Samkvæmt rauðu skýrslunni hefði kvikmyndaframleiðsla á Íslandi verið um 1600 milljónum króna meiri á þessu ári ef niðurskurðurinn hefði ekki komið til. Þessar kvikmyndir hefðu fengið um 100 milljónir króna í endurgreiðslu frá iðnaðarráðuneytinu (til viðbótar við þær 250 sem komið hefðu úr kvikmyndasjóðum) svo þessi fjárfesting ríkisins í kvikmyndaiðnaðinum hefði numið 350 milljónum króna. Launaskattar af þessari starfsemi hefðu numið 360 milljónum eða aðeins hærri upphæð en framlög ríkisins. Eru þá ótaldar aðrar beinar og óbeinar tekjur hins opinbera af þessari atvinnustarfsemi. Sparnaður ríkisins af þessum „niðurskurði“ er með öðrum orðum minni en enginn! Skaðinn sem niðurskurðurinn hefur valdið er hins vegar margvíslegur; í efnahagslegu tilliti höfum við misst af um 600 hundruð milljónum í erlendum fjárfestingum sem þessi kvikmyndaframleiðsla hefði dregið til landsins. Launagreiðslur upp á um 1200 milljónir eru farnar út um gluggann sem jafngildir um 200 störfum. Auk þess mun draga úr landkynningu á næstu misserum því íslenskar kvikmyndir gegna veigamiklu hlutverki á því sviði. Menningarlegi skaðinn er sá að við höfum nú tapað tveimur íslenskum bíómyndum, fimm til tíu heimildarmyndum og tveimur leiknum íslenskum sjónvarpsþáttaröðum, sem nýlega var farið að framleiða hérlendis – og við höfum ekki sparað eina krónu! Vissulega kemur niðurskurður kvikmyndasjóða fram sem sparnaður í menningar- og iðnaðarráðuneytum, en tekjutapið í fjármálaráðuneytinu er a.m.k. jafn mikið og því er ekki um neinn sparnað að ræða – aðeins fjárhagslegan og menningarlegan skaða. Við fjárlagagerð á Írlandi á síðasta hausti gerði ríkisstjórnin þar tillögu um mikinn niðurskurð til kvikmyndasjóða líkt og gert var hér á landi. Munurinn er sá að þar á bæ var þingnefnd falið að skoða málið og niðurstaðan var sú að hætt var við að skera kvikmyndasjóðina niður eins og tillagan gerði ráð fyrir. Á Íslandi var hins vegar flanað út í þennan „niðurskurð“ að óathuguðu máli með hörmulegum afleiðingum fyrir atvinnugrein sem getur skilað þjóðarbúinu góðum tekjum og skapað skemmtileg störf við framleiðslu á íslenskum menningarafurðum. Rauða skýrslan sýnir staðreyndir málsins svart á hvítu svo spurningin sem við stöndum frammi fyrir núna er þessi: Getur áhugafólk um vitræn vinnubrögð í stjórnsýslunni, unnendur íslenskrar menningar og fólkið sem starfar í kvikmyndaiðnaðinum treyst því að sömu mistökin verði ekki gerð aftur í haust?
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar