Lúpínuþráhyggjan Einar Gunnar Birgisson áhugamaður um umhverfisvernd skrifar 17. júlí 2010 06:00 Það er til fólk sem er haldið þráhyggju vegna lúpínu og finnst lúpínan vera að taka yfir landið og talar um innrás framandi tegundar, þó að elstu heimildir um notkun hennar á Íslandi séu frá árinu 1885. Nú er mikil vá fyrir dyrum segir þetta fólk og grípa þarf til varna. Hagsmunaaðilar hafa verið að hvísla þessu í eyra umhverfisráðherra og svo auðvitað hvísla þeir líka sem er illa við lúpínu eingöngu vegna þess að hún er „útlensk" planta. Stórtæk, rándýr og mannaflsfrek útrýmingarherferð með illgresiseyði stendur fyrir dyrum. Óvinurinn er lúpínan, vígvöllurinn er villt náttúra Íslands og herkostnaðinn borga skattborgararnir. Roundup er illgresiseyðir sem nota á í stórum stíl í villtri náttúru Íslands og það með náttúruvernd að yfirskyni. Það er þá ekki í fyrsta sinn sem Roundup er notað undir slíku yfirskini því Monsanto fyrirtækið sem framleiðir Roundup hefur erlendis ítrekað verið ásakað um að fjármagna áróður gegn framandi plöntum með það að augnamiði að selja eitrið. Ég hvet lesendur til að kynna sér skýrslu Þrastar Eysteinssonar og félaga þar sem þetta kemur skýrt fram og einnig hörð gagnrýni á fyrirætlanir stjórnvalda. Hún er aðgengileg á netinu. Skýrslan heitir: Athugasemdir til umhverfisráðherra um skýrsluna „Alaskalúpína og skógarkerfill á Íslandi: Útbreiðsla, varnir og nýting." Þau gögn sem lögð eru fram til grundvallar og réttlætingar hernaðinum eru meingölluð og það skín í gegn hagsmunapot og illska út í lúpínu því hún er „útlensk" planta. Umhverfisráðherra hefur kokgleypt áróðurinn og vitleysuna og hefur ekki bein í nefinu til að viðurkenna mistök sín. Við að dreifa eitrinu stendur til að nota stórvirkar vinnuvélar með úðadælu þar sem land er véltækt og alaskalúpínan þétt, en fjórhjól þar sem stærri vélar komast ekki að svo vitnað sé í skýrslu til umhverfisráðherra frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Landgræðslu ríkisins. Þessi skýrsla er full af vitleysu og hindurvitnum og eru mér lærðari aðilar betur fallnir til að hrekja það sem þar stendur og bendi ég aftur á skýrslu Þrastar Eysteinssonar og félaga. Lúpínan hefur verið hér í meira enn 100 ár og er engin ógn við lífríkið heldur gríðarlega öflug landgræðsluplanta sem byggir upp jarðveginn, veitir öðrum gróðri skjól og klæðir örfoka land. Það er furðulegt að umhverfisráðherra skuli falla í gildruna og láta blekkja sig upp úr skónum. Sóun almannafjár og stórfelld eiturefnaherferð í villtri náttúru landsins er framundan og er í boði Monsanto og Vinstri grænna, flokksins sem kennir sig við náttúruvernd. Ég hvet alla sem annt er um náttúru Íslands til að taka höndum saman og berjast gegn þessum hörmulegu áformum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er til fólk sem er haldið þráhyggju vegna lúpínu og finnst lúpínan vera að taka yfir landið og talar um innrás framandi tegundar, þó að elstu heimildir um notkun hennar á Íslandi séu frá árinu 1885. Nú er mikil vá fyrir dyrum segir þetta fólk og grípa þarf til varna. Hagsmunaaðilar hafa verið að hvísla þessu í eyra umhverfisráðherra og svo auðvitað hvísla þeir líka sem er illa við lúpínu eingöngu vegna þess að hún er „útlensk" planta. Stórtæk, rándýr og mannaflsfrek útrýmingarherferð með illgresiseyði stendur fyrir dyrum. Óvinurinn er lúpínan, vígvöllurinn er villt náttúra Íslands og herkostnaðinn borga skattborgararnir. Roundup er illgresiseyðir sem nota á í stórum stíl í villtri náttúru Íslands og það með náttúruvernd að yfirskyni. Það er þá ekki í fyrsta sinn sem Roundup er notað undir slíku yfirskini því Monsanto fyrirtækið sem framleiðir Roundup hefur erlendis ítrekað verið ásakað um að fjármagna áróður gegn framandi plöntum með það að augnamiði að selja eitrið. Ég hvet lesendur til að kynna sér skýrslu Þrastar Eysteinssonar og félaga þar sem þetta kemur skýrt fram og einnig hörð gagnrýni á fyrirætlanir stjórnvalda. Hún er aðgengileg á netinu. Skýrslan heitir: Athugasemdir til umhverfisráðherra um skýrsluna „Alaskalúpína og skógarkerfill á Íslandi: Útbreiðsla, varnir og nýting." Þau gögn sem lögð eru fram til grundvallar og réttlætingar hernaðinum eru meingölluð og það skín í gegn hagsmunapot og illska út í lúpínu því hún er „útlensk" planta. Umhverfisráðherra hefur kokgleypt áróðurinn og vitleysuna og hefur ekki bein í nefinu til að viðurkenna mistök sín. Við að dreifa eitrinu stendur til að nota stórvirkar vinnuvélar með úðadælu þar sem land er véltækt og alaskalúpínan þétt, en fjórhjól þar sem stærri vélar komast ekki að svo vitnað sé í skýrslu til umhverfisráðherra frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Landgræðslu ríkisins. Þessi skýrsla er full af vitleysu og hindurvitnum og eru mér lærðari aðilar betur fallnir til að hrekja það sem þar stendur og bendi ég aftur á skýrslu Þrastar Eysteinssonar og félaga. Lúpínan hefur verið hér í meira enn 100 ár og er engin ógn við lífríkið heldur gríðarlega öflug landgræðsluplanta sem byggir upp jarðveginn, veitir öðrum gróðri skjól og klæðir örfoka land. Það er furðulegt að umhverfisráðherra skuli falla í gildruna og láta blekkja sig upp úr skónum. Sóun almannafjár og stórfelld eiturefnaherferð í villtri náttúru landsins er framundan og er í boði Monsanto og Vinstri grænna, flokksins sem kennir sig við náttúruvernd. Ég hvet alla sem annt er um náttúru Íslands til að taka höndum saman og berjast gegn þessum hörmulegu áformum.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar