Um málfar Þór Stefánsson skáld og framhaldsskólakennari skrifar 15. júlí 2010 06:00 Um daginn skrifaði Ásgrímur Angantýsson óvenju yfirvegaða grein um íslenskt mál í Fréttablaðið. Ekki stóð á að Þorgrímur Gestsson svaraði honum og Ásgrímur svaraði honum o.s.frv. Slíkt orðaskak um íslenskt mál er ekki óalgengt. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur umræða um málfar verið áberandi í fjölmiðlum og oftast einkennst af hneykslun á vondu og röngu máli annarra. Andstæðir kraftar takast í sífellu á um tungumálið. Er þar ýmist um að ræða utanaðkomandi öfl eins og áhrif aðsópsmikillar erlendrar tungu eða togstreitu innan tungunnar sjálfrar. Í fyrra sambandinu var í mínu ungdæmi aðallega barist við að kveða niður tökuorð úr dönsku og tókst það býsna vel þannig að unga fólkið núna kannast ekki við mörg orð sem voru algeng í daglegu tali fyrir nokkrum áratugum og kann sumum að þykja eftirsjá í þeim. Þar hefur þjóðræknin farið með sigurorð. Nú á dögum óttast málvöndunarmenn helst ensk áhrif í orðaforða og setningargerð og skal engan undra þar sem veigamiklir hlutar skemmtanaiðnaðar nútímans fara fram á ensku. Innan íslenska málkerfisins sjálfs er flámælið ádeiluatriði sem vel hefur gengið að útrýma úr íslensku. Þetta sérhljóðabrengl varðar svo mikinn orðaforða og veldur svo miklum ruglingi að ég gæti best trúað að hann hefði jafnað sig sjálfur þótt enginn málvöndunarmaður hefði mótmælt honum. Það virðist reyndar sífellt vera þrýstingur á meiri opnun sérhljóða og undanfarið virðist hann þrýsta e niður í a þannig að „ekki" verður til dæmis að „akki". Einn meginkraftur tungumálsins miðar að einföldun þess. Ópersónulegar sagnir hafa lengi verið mönnum erfiðar. Sumar þeirra hafa frumlagsígildi í þolfalli og aðrar í þágufalli. Þannig segjum við „mig langar til" en „mér líður vel". Hafa margir tilhneigingu til að samræma þetta og nota þágufall með þeim öllum og gefa þannig málvöndunarmönnum sífellt tilefni til leiðréttinga. Ekki bætir úr skák að margir vilja hafa algengar sagnir eins og „hlakka til" og „kvíða fyrir" líka ópersónulegar. Meginhluti þjóðarinnar tekur þátt í þessu stríði. Ekki er óalgengt að heyra foreldra leiðrétta börnin sín, „þú átt að segja ég hlakka til", en segja svo sjálf, „honum hlakkar til". Þágufallssýkin virðist alltaf jafn þrálát. Ætli hún sé ólæknandi? Annað eilífðarvandamál er spurningin um eintölu eða fleirtölu. Þar er mönnum tíðrætt um eitt orð, „verð". Það má ekki nota í fleirtölu þótt auðvelt sé að mynda hana samkvæmt réttum reglum og verðbólga og verðstríð knýi á um slíka notkun. Ég varð vitni að skoti í hina áttina í þriggja ára afmæli í gær þar sem afmælisbarnið tók í hönd afa síns og sagði, „við ætlum út á svöl" um leið og hún dró hann út á svalir. Oft er gaman að máli barna sem eru að ná tökum á kerfinu og alhæfa það of mikið til þess að slétta út alla óreglu. Hér er auðvitað alveg sams konar orð og „fjöl, fjalir" og kannski er hér komið umkvörtunarefni handa málvöndunarmönnum framtíðarinnar. Annar meginkraftur tungumálsins miðar að fjölbreytni þess. Þannig leitast menn ávallt við að láta sér detta í hug nýtt orðalag og nýjar samlíkingar um alla skapaða hluti. Oft ganga nýjungar í bylgjum og verða tíska sem allir verða leiðir á að endingu og finna upp á einhverju nýju, jafnvel áður en málvöndunarmenn fá ráðrúm til að amast við þeim. Mig langaði með þessu greinarkorni að taka undir þá skoðun Ásgríms að í málfarsefnum eins og öllum öðrum efnum sé betra að ræða málin af skilningi heldur en að ganga fram með boð og bönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn skrifaði Ásgrímur Angantýsson óvenju yfirvegaða grein um íslenskt mál í Fréttablaðið. Ekki stóð á að Þorgrímur Gestsson svaraði honum og Ásgrímur svaraði honum o.s.frv. Slíkt orðaskak um íslenskt mál er ekki óalgengt. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur umræða um málfar verið áberandi í fjölmiðlum og oftast einkennst af hneykslun á vondu og röngu máli annarra. Andstæðir kraftar takast í sífellu á um tungumálið. Er þar ýmist um að ræða utanaðkomandi öfl eins og áhrif aðsópsmikillar erlendrar tungu eða togstreitu innan tungunnar sjálfrar. Í fyrra sambandinu var í mínu ungdæmi aðallega barist við að kveða niður tökuorð úr dönsku og tókst það býsna vel þannig að unga fólkið núna kannast ekki við mörg orð sem voru algeng í daglegu tali fyrir nokkrum áratugum og kann sumum að þykja eftirsjá í þeim. Þar hefur þjóðræknin farið með sigurorð. Nú á dögum óttast málvöndunarmenn helst ensk áhrif í orðaforða og setningargerð og skal engan undra þar sem veigamiklir hlutar skemmtanaiðnaðar nútímans fara fram á ensku. Innan íslenska málkerfisins sjálfs er flámælið ádeiluatriði sem vel hefur gengið að útrýma úr íslensku. Þetta sérhljóðabrengl varðar svo mikinn orðaforða og veldur svo miklum ruglingi að ég gæti best trúað að hann hefði jafnað sig sjálfur þótt enginn málvöndunarmaður hefði mótmælt honum. Það virðist reyndar sífellt vera þrýstingur á meiri opnun sérhljóða og undanfarið virðist hann þrýsta e niður í a þannig að „ekki" verður til dæmis að „akki". Einn meginkraftur tungumálsins miðar að einföldun þess. Ópersónulegar sagnir hafa lengi verið mönnum erfiðar. Sumar þeirra hafa frumlagsígildi í þolfalli og aðrar í þágufalli. Þannig segjum við „mig langar til" en „mér líður vel". Hafa margir tilhneigingu til að samræma þetta og nota þágufall með þeim öllum og gefa þannig málvöndunarmönnum sífellt tilefni til leiðréttinga. Ekki bætir úr skák að margir vilja hafa algengar sagnir eins og „hlakka til" og „kvíða fyrir" líka ópersónulegar. Meginhluti þjóðarinnar tekur þátt í þessu stríði. Ekki er óalgengt að heyra foreldra leiðrétta börnin sín, „þú átt að segja ég hlakka til", en segja svo sjálf, „honum hlakkar til". Þágufallssýkin virðist alltaf jafn þrálát. Ætli hún sé ólæknandi? Annað eilífðarvandamál er spurningin um eintölu eða fleirtölu. Þar er mönnum tíðrætt um eitt orð, „verð". Það má ekki nota í fleirtölu þótt auðvelt sé að mynda hana samkvæmt réttum reglum og verðbólga og verðstríð knýi á um slíka notkun. Ég varð vitni að skoti í hina áttina í þriggja ára afmæli í gær þar sem afmælisbarnið tók í hönd afa síns og sagði, „við ætlum út á svöl" um leið og hún dró hann út á svalir. Oft er gaman að máli barna sem eru að ná tökum á kerfinu og alhæfa það of mikið til þess að slétta út alla óreglu. Hér er auðvitað alveg sams konar orð og „fjöl, fjalir" og kannski er hér komið umkvörtunarefni handa málvöndunarmönnum framtíðarinnar. Annar meginkraftur tungumálsins miðar að fjölbreytni þess. Þannig leitast menn ávallt við að láta sér detta í hug nýtt orðalag og nýjar samlíkingar um alla skapaða hluti. Oft ganga nýjungar í bylgjum og verða tíska sem allir verða leiðir á að endingu og finna upp á einhverju nýju, jafnvel áður en málvöndunarmenn fá ráðrúm til að amast við þeim. Mig langaði með þessu greinarkorni að taka undir þá skoðun Ásgríms að í málfarsefnum eins og öllum öðrum efnum sé betra að ræða málin af skilningi heldur en að ganga fram með boð og bönn.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar