Um málfar Þór Stefánsson skáld og framhaldsskólakennari skrifar 15. júlí 2010 06:00 Um daginn skrifaði Ásgrímur Angantýsson óvenju yfirvegaða grein um íslenskt mál í Fréttablaðið. Ekki stóð á að Þorgrímur Gestsson svaraði honum og Ásgrímur svaraði honum o.s.frv. Slíkt orðaskak um íslenskt mál er ekki óalgengt. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur umræða um málfar verið áberandi í fjölmiðlum og oftast einkennst af hneykslun á vondu og röngu máli annarra. Andstæðir kraftar takast í sífellu á um tungumálið. Er þar ýmist um að ræða utanaðkomandi öfl eins og áhrif aðsópsmikillar erlendrar tungu eða togstreitu innan tungunnar sjálfrar. Í fyrra sambandinu var í mínu ungdæmi aðallega barist við að kveða niður tökuorð úr dönsku og tókst það býsna vel þannig að unga fólkið núna kannast ekki við mörg orð sem voru algeng í daglegu tali fyrir nokkrum áratugum og kann sumum að þykja eftirsjá í þeim. Þar hefur þjóðræknin farið með sigurorð. Nú á dögum óttast málvöndunarmenn helst ensk áhrif í orðaforða og setningargerð og skal engan undra þar sem veigamiklir hlutar skemmtanaiðnaðar nútímans fara fram á ensku. Innan íslenska málkerfisins sjálfs er flámælið ádeiluatriði sem vel hefur gengið að útrýma úr íslensku. Þetta sérhljóðabrengl varðar svo mikinn orðaforða og veldur svo miklum ruglingi að ég gæti best trúað að hann hefði jafnað sig sjálfur þótt enginn málvöndunarmaður hefði mótmælt honum. Það virðist reyndar sífellt vera þrýstingur á meiri opnun sérhljóða og undanfarið virðist hann þrýsta e niður í a þannig að „ekki" verður til dæmis að „akki". Einn meginkraftur tungumálsins miðar að einföldun þess. Ópersónulegar sagnir hafa lengi verið mönnum erfiðar. Sumar þeirra hafa frumlagsígildi í þolfalli og aðrar í þágufalli. Þannig segjum við „mig langar til" en „mér líður vel". Hafa margir tilhneigingu til að samræma þetta og nota þágufall með þeim öllum og gefa þannig málvöndunarmönnum sífellt tilefni til leiðréttinga. Ekki bætir úr skák að margir vilja hafa algengar sagnir eins og „hlakka til" og „kvíða fyrir" líka ópersónulegar. Meginhluti þjóðarinnar tekur þátt í þessu stríði. Ekki er óalgengt að heyra foreldra leiðrétta börnin sín, „þú átt að segja ég hlakka til", en segja svo sjálf, „honum hlakkar til". Þágufallssýkin virðist alltaf jafn þrálát. Ætli hún sé ólæknandi? Annað eilífðarvandamál er spurningin um eintölu eða fleirtölu. Þar er mönnum tíðrætt um eitt orð, „verð". Það má ekki nota í fleirtölu þótt auðvelt sé að mynda hana samkvæmt réttum reglum og verðbólga og verðstríð knýi á um slíka notkun. Ég varð vitni að skoti í hina áttina í þriggja ára afmæli í gær þar sem afmælisbarnið tók í hönd afa síns og sagði, „við ætlum út á svöl" um leið og hún dró hann út á svalir. Oft er gaman að máli barna sem eru að ná tökum á kerfinu og alhæfa það of mikið til þess að slétta út alla óreglu. Hér er auðvitað alveg sams konar orð og „fjöl, fjalir" og kannski er hér komið umkvörtunarefni handa málvöndunarmönnum framtíðarinnar. Annar meginkraftur tungumálsins miðar að fjölbreytni þess. Þannig leitast menn ávallt við að láta sér detta í hug nýtt orðalag og nýjar samlíkingar um alla skapaða hluti. Oft ganga nýjungar í bylgjum og verða tíska sem allir verða leiðir á að endingu og finna upp á einhverju nýju, jafnvel áður en málvöndunarmenn fá ráðrúm til að amast við þeim. Mig langaði með þessu greinarkorni að taka undir þá skoðun Ásgríms að í málfarsefnum eins og öllum öðrum efnum sé betra að ræða málin af skilningi heldur en að ganga fram með boð og bönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Um daginn skrifaði Ásgrímur Angantýsson óvenju yfirvegaða grein um íslenskt mál í Fréttablaðið. Ekki stóð á að Þorgrímur Gestsson svaraði honum og Ásgrímur svaraði honum o.s.frv. Slíkt orðaskak um íslenskt mál er ekki óalgengt. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur umræða um málfar verið áberandi í fjölmiðlum og oftast einkennst af hneykslun á vondu og röngu máli annarra. Andstæðir kraftar takast í sífellu á um tungumálið. Er þar ýmist um að ræða utanaðkomandi öfl eins og áhrif aðsópsmikillar erlendrar tungu eða togstreitu innan tungunnar sjálfrar. Í fyrra sambandinu var í mínu ungdæmi aðallega barist við að kveða niður tökuorð úr dönsku og tókst það býsna vel þannig að unga fólkið núna kannast ekki við mörg orð sem voru algeng í daglegu tali fyrir nokkrum áratugum og kann sumum að þykja eftirsjá í þeim. Þar hefur þjóðræknin farið með sigurorð. Nú á dögum óttast málvöndunarmenn helst ensk áhrif í orðaforða og setningargerð og skal engan undra þar sem veigamiklir hlutar skemmtanaiðnaðar nútímans fara fram á ensku. Innan íslenska málkerfisins sjálfs er flámælið ádeiluatriði sem vel hefur gengið að útrýma úr íslensku. Þetta sérhljóðabrengl varðar svo mikinn orðaforða og veldur svo miklum ruglingi að ég gæti best trúað að hann hefði jafnað sig sjálfur þótt enginn málvöndunarmaður hefði mótmælt honum. Það virðist reyndar sífellt vera þrýstingur á meiri opnun sérhljóða og undanfarið virðist hann þrýsta e niður í a þannig að „ekki" verður til dæmis að „akki". Einn meginkraftur tungumálsins miðar að einföldun þess. Ópersónulegar sagnir hafa lengi verið mönnum erfiðar. Sumar þeirra hafa frumlagsígildi í þolfalli og aðrar í þágufalli. Þannig segjum við „mig langar til" en „mér líður vel". Hafa margir tilhneigingu til að samræma þetta og nota þágufall með þeim öllum og gefa þannig málvöndunarmönnum sífellt tilefni til leiðréttinga. Ekki bætir úr skák að margir vilja hafa algengar sagnir eins og „hlakka til" og „kvíða fyrir" líka ópersónulegar. Meginhluti þjóðarinnar tekur þátt í þessu stríði. Ekki er óalgengt að heyra foreldra leiðrétta börnin sín, „þú átt að segja ég hlakka til", en segja svo sjálf, „honum hlakkar til". Þágufallssýkin virðist alltaf jafn þrálát. Ætli hún sé ólæknandi? Annað eilífðarvandamál er spurningin um eintölu eða fleirtölu. Þar er mönnum tíðrætt um eitt orð, „verð". Það má ekki nota í fleirtölu þótt auðvelt sé að mynda hana samkvæmt réttum reglum og verðbólga og verðstríð knýi á um slíka notkun. Ég varð vitni að skoti í hina áttina í þriggja ára afmæli í gær þar sem afmælisbarnið tók í hönd afa síns og sagði, „við ætlum út á svöl" um leið og hún dró hann út á svalir. Oft er gaman að máli barna sem eru að ná tökum á kerfinu og alhæfa það of mikið til þess að slétta út alla óreglu. Hér er auðvitað alveg sams konar orð og „fjöl, fjalir" og kannski er hér komið umkvörtunarefni handa málvöndunarmönnum framtíðarinnar. Annar meginkraftur tungumálsins miðar að fjölbreytni þess. Þannig leitast menn ávallt við að láta sér detta í hug nýtt orðalag og nýjar samlíkingar um alla skapaða hluti. Oft ganga nýjungar í bylgjum og verða tíska sem allir verða leiðir á að endingu og finna upp á einhverju nýju, jafnvel áður en málvöndunarmenn fá ráðrúm til að amast við þeim. Mig langaði með þessu greinarkorni að taka undir þá skoðun Ásgríms að í málfarsefnum eins og öllum öðrum efnum sé betra að ræða málin af skilningi heldur en að ganga fram með boð og bönn.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun