Hundakúkur á Esjunni Úrsúla Jünemann skrifar 22. júlí 2010 06:00 Þegar veðrið er gott leggur fjöldi manna leið sína upp á Esju og er þá venjulega farin hefðbundin leið upp á Þverfellshorn eða eitthvað áleiðis í þá átt. Hundar eru skemmtilegir göngufélagar enda oft með miklu meiri hreyfiþörf heldur en menn. Það er því hið besta mál að taka þá með í fjallgöngu. Nú þurfa hundarnir af og til að gera stykkin sín og hafa hundaeigendur þess vegna yfirleitt plastpoka með sér til að hirða upp eftir ferfætlingana. Allt hið besta mál. Hundarnir kúka oft á leiðinni upp fjallið og er svona frekar leiðinlegt að bera kúkinn upp og niður. Fólkið skilur þess vegna kúkapokana eftir á vegakantinum til að taka þá með á leiðinni niður. Allt gott um þetta, nema hvað? Ósköp er sumt fólk gleymið! Í dag, mánudaginn 19.7., fór ég upp á Esju, frekar snemma. Það var enginn búinn að skrifa sig í gestabókina uppi á Þverfellshorninu þann dag. Á undan mér var einungis einn hundur og fólkið sem átti hann fór að stóra steininum. En kúkapokarnir sem ég sá á leiðinni voru margfalt fleiri og sumir greinilega búnir að liggja þarna lengi. Þrem dögum áður var ég búin að labba svipaðar slóðir og það má segja að ég sá „marga góða kunningja“ við vegakantinn. Nú spyr ég: Til hvers er fólkið að setja hundakúkinn snyrtilega í plastpoka þegar það tekur hann svo ekki með sér niður af fjallinu? Þá væri margfalt betra að moka hann undir stein (þó ekki of nálegt einhverjum læk), leyfa honum að breytast í lífrænan áburð sem kæmi kannski einhverjum gróðri að gagni. Hundakúkur í plasti er miklu lengur að eyðast og mun „skreyta“ leiðina upp á Esju í mörg ár. Nema hundaeigendunum finnist þetta fallegt og þeir vilji setja sínum hvutta minnismerki. Þeir ættu þá að setja vel sýnilegan miða með kúkapokanum. Á honum gæti til dæmið staðið: „Á þessum fallega stað kúkaði Snati þann 18. júlí 2010“. Eða „Verðlaunatíkin mín hún Lubba hafði hér sérlega góðar hægðir“. En ég var með poka á mér og tíndi upp gleymdu hundapokana á leiðinni niður. Það sem pirrar manninn á maður að reyna að breyta og bæta. Þegar ég var komin með 15 stykki hætti ég að telja. Í lokin verð ég að segja að fyrir utan kúkapokana var sáralítið rusl á leiðinni. Heimurinn batnandi fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Þegar veðrið er gott leggur fjöldi manna leið sína upp á Esju og er þá venjulega farin hefðbundin leið upp á Þverfellshorn eða eitthvað áleiðis í þá átt. Hundar eru skemmtilegir göngufélagar enda oft með miklu meiri hreyfiþörf heldur en menn. Það er því hið besta mál að taka þá með í fjallgöngu. Nú þurfa hundarnir af og til að gera stykkin sín og hafa hundaeigendur þess vegna yfirleitt plastpoka með sér til að hirða upp eftir ferfætlingana. Allt hið besta mál. Hundarnir kúka oft á leiðinni upp fjallið og er svona frekar leiðinlegt að bera kúkinn upp og niður. Fólkið skilur þess vegna kúkapokana eftir á vegakantinum til að taka þá með á leiðinni niður. Allt gott um þetta, nema hvað? Ósköp er sumt fólk gleymið! Í dag, mánudaginn 19.7., fór ég upp á Esju, frekar snemma. Það var enginn búinn að skrifa sig í gestabókina uppi á Þverfellshorninu þann dag. Á undan mér var einungis einn hundur og fólkið sem átti hann fór að stóra steininum. En kúkapokarnir sem ég sá á leiðinni voru margfalt fleiri og sumir greinilega búnir að liggja þarna lengi. Þrem dögum áður var ég búin að labba svipaðar slóðir og það má segja að ég sá „marga góða kunningja“ við vegakantinn. Nú spyr ég: Til hvers er fólkið að setja hundakúkinn snyrtilega í plastpoka þegar það tekur hann svo ekki með sér niður af fjallinu? Þá væri margfalt betra að moka hann undir stein (þó ekki of nálegt einhverjum læk), leyfa honum að breytast í lífrænan áburð sem kæmi kannski einhverjum gróðri að gagni. Hundakúkur í plasti er miklu lengur að eyðast og mun „skreyta“ leiðina upp á Esju í mörg ár. Nema hundaeigendunum finnist þetta fallegt og þeir vilji setja sínum hvutta minnismerki. Þeir ættu þá að setja vel sýnilegan miða með kúkapokanum. Á honum gæti til dæmið staðið: „Á þessum fallega stað kúkaði Snati þann 18. júlí 2010“. Eða „Verðlaunatíkin mín hún Lubba hafði hér sérlega góðar hægðir“. En ég var með poka á mér og tíndi upp gleymdu hundapokana á leiðinni niður. Það sem pirrar manninn á maður að reyna að breyta og bæta. Þegar ég var komin með 15 stykki hætti ég að telja. Í lokin verð ég að segja að fyrir utan kúkapokana var sáralítið rusl á leiðinni. Heimurinn batnandi fer.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun