Hundakúkur á Esjunni Úrsúla Jünemann skrifar 22. júlí 2010 06:00 Þegar veðrið er gott leggur fjöldi manna leið sína upp á Esju og er þá venjulega farin hefðbundin leið upp á Þverfellshorn eða eitthvað áleiðis í þá átt. Hundar eru skemmtilegir göngufélagar enda oft með miklu meiri hreyfiþörf heldur en menn. Það er því hið besta mál að taka þá með í fjallgöngu. Nú þurfa hundarnir af og til að gera stykkin sín og hafa hundaeigendur þess vegna yfirleitt plastpoka með sér til að hirða upp eftir ferfætlingana. Allt hið besta mál. Hundarnir kúka oft á leiðinni upp fjallið og er svona frekar leiðinlegt að bera kúkinn upp og niður. Fólkið skilur þess vegna kúkapokana eftir á vegakantinum til að taka þá með á leiðinni niður. Allt gott um þetta, nema hvað? Ósköp er sumt fólk gleymið! Í dag, mánudaginn 19.7., fór ég upp á Esju, frekar snemma. Það var enginn búinn að skrifa sig í gestabókina uppi á Þverfellshorninu þann dag. Á undan mér var einungis einn hundur og fólkið sem átti hann fór að stóra steininum. En kúkapokarnir sem ég sá á leiðinni voru margfalt fleiri og sumir greinilega búnir að liggja þarna lengi. Þrem dögum áður var ég búin að labba svipaðar slóðir og það má segja að ég sá „marga góða kunningja“ við vegakantinn. Nú spyr ég: Til hvers er fólkið að setja hundakúkinn snyrtilega í plastpoka þegar það tekur hann svo ekki með sér niður af fjallinu? Þá væri margfalt betra að moka hann undir stein (þó ekki of nálegt einhverjum læk), leyfa honum að breytast í lífrænan áburð sem kæmi kannski einhverjum gróðri að gagni. Hundakúkur í plasti er miklu lengur að eyðast og mun „skreyta“ leiðina upp á Esju í mörg ár. Nema hundaeigendunum finnist þetta fallegt og þeir vilji setja sínum hvutta minnismerki. Þeir ættu þá að setja vel sýnilegan miða með kúkapokanum. Á honum gæti til dæmið staðið: „Á þessum fallega stað kúkaði Snati þann 18. júlí 2010“. Eða „Verðlaunatíkin mín hún Lubba hafði hér sérlega góðar hægðir“. En ég var með poka á mér og tíndi upp gleymdu hundapokana á leiðinni niður. Það sem pirrar manninn á maður að reyna að breyta og bæta. Þegar ég var komin með 15 stykki hætti ég að telja. Í lokin verð ég að segja að fyrir utan kúkapokana var sáralítið rusl á leiðinni. Heimurinn batnandi fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar veðrið er gott leggur fjöldi manna leið sína upp á Esju og er þá venjulega farin hefðbundin leið upp á Þverfellshorn eða eitthvað áleiðis í þá átt. Hundar eru skemmtilegir göngufélagar enda oft með miklu meiri hreyfiþörf heldur en menn. Það er því hið besta mál að taka þá með í fjallgöngu. Nú þurfa hundarnir af og til að gera stykkin sín og hafa hundaeigendur þess vegna yfirleitt plastpoka með sér til að hirða upp eftir ferfætlingana. Allt hið besta mál. Hundarnir kúka oft á leiðinni upp fjallið og er svona frekar leiðinlegt að bera kúkinn upp og niður. Fólkið skilur þess vegna kúkapokana eftir á vegakantinum til að taka þá með á leiðinni niður. Allt gott um þetta, nema hvað? Ósköp er sumt fólk gleymið! Í dag, mánudaginn 19.7., fór ég upp á Esju, frekar snemma. Það var enginn búinn að skrifa sig í gestabókina uppi á Þverfellshorninu þann dag. Á undan mér var einungis einn hundur og fólkið sem átti hann fór að stóra steininum. En kúkapokarnir sem ég sá á leiðinni voru margfalt fleiri og sumir greinilega búnir að liggja þarna lengi. Þrem dögum áður var ég búin að labba svipaðar slóðir og það má segja að ég sá „marga góða kunningja“ við vegakantinn. Nú spyr ég: Til hvers er fólkið að setja hundakúkinn snyrtilega í plastpoka þegar það tekur hann svo ekki með sér niður af fjallinu? Þá væri margfalt betra að moka hann undir stein (þó ekki of nálegt einhverjum læk), leyfa honum að breytast í lífrænan áburð sem kæmi kannski einhverjum gróðri að gagni. Hundakúkur í plasti er miklu lengur að eyðast og mun „skreyta“ leiðina upp á Esju í mörg ár. Nema hundaeigendunum finnist þetta fallegt og þeir vilji setja sínum hvutta minnismerki. Þeir ættu þá að setja vel sýnilegan miða með kúkapokanum. Á honum gæti til dæmið staðið: „Á þessum fallega stað kúkaði Snati þann 18. júlí 2010“. Eða „Verðlaunatíkin mín hún Lubba hafði hér sérlega góðar hægðir“. En ég var með poka á mér og tíndi upp gleymdu hundapokana á leiðinni niður. Það sem pirrar manninn á maður að reyna að breyta og bæta. Þegar ég var komin með 15 stykki hætti ég að telja. Í lokin verð ég að segja að fyrir utan kúkapokana var sáralítið rusl á leiðinni. Heimurinn batnandi fer.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar