Njótum auðlindanna saman Marta Eiríksdóttir kennari skrifar 15. júlí 2010 06:00 Ég hef stundum verið að hugsa það hvers vegna opinber fyrirtæki leyfi ekki almenningi að njóta góðs af góðum rekstri. Hvers vegna getum við ekki öll haft það gott? Almenningur er krafinn um svona og svona há gjöld fyrir t.d. rafmagn og vatnsnotkun, þegar í raun væri hægt að innheimta miklu minna. Ég horfi á öll flottheitin í kringum þessi fyrirtæki, miklar byggingar og ótrúlega flott skraut og hugsa: Hefði ekki verið hægt að minnka skrautið og rukka minna? Þetta versnaði til muna hér á landi þegar fyrirtækin urðu einnig að hlutabréfum. Mikið sakna ég þess þegar kaupmennskan var almennt persónulegri og sanngjarnari fyrir alla. Nú er það t.d. þannig í matvörubúðunum, að ef uppáhaldsvaran þín selst ekki nógu hratt hverfur hún úr hillum búðarinnar! Ekkert persónulegt samband lengur við viðskiptavini, engin alúð, bara græða vel á hverri vöru. Það væri gaman að breyta þessu, núna þegar við erum að byggja upp annað og betra Ísland. Heitir pottar á SuðurnesjumÁ Suðurnesjum höfum við íbúarnir notið góðs af rekstri Hitaveitu Suðurnesja, hitareikningar hafa verið frekar sanngjarnir og fólk ráðið við að borga þá. Ég man þegar Hitaveitan byrjaði, þá var talað um að reikningar myndu snarlækka með tímanum og að allir fengju að njóta vel þessara auðlinda saman. Svo opnaðist fyrir Bláa lónið. Þangað gátum við íbúarnir sótt í nokkur ár og baðað okkur án endurgjalds en þarna voru viðskiptatækifæri sem auðvitað bar að nýta og Bláa lónið er nú þekkt út um allan heim. En til þess að Íslendingar hafi sjálfir efni á að fara í lónið sitt, þá þarf aðgangsmiðinn að lækka helst um 75%. Hitaveita Suðurnesja gaf það út um daginn að miklar breytingar munu eiga sér stað á verðskrám fyrirtækisins til almennings. Bráðum ætla þeir að innheimta fyrir hvern vatnsdropa sem íbúarnir nota en fullvissuðu samt fólk um að þetta kæmi líklega ekkert verr út fyrir heimilin. Það getur ekki verið satt og ég hugsaði strax um allt fólkið, sem elskar að vera lengi í heitri sturtunni og láta þreytuna líða úr sér. Eða alla unglingana sem hanga enn lengur í sturtunni en þeir fullorðnu. Eða öll heimilin sem eiga heita vatnspotta fyrir utan heimili sín. Eða allar sundlaugarnar, sem þurfa að endurskoða verðlagningu sína. Þetta eru vondar fréttir. Já en þá verður þetta bara eins og í útlöndum, segir einhver, svona er þetta þar. Já en við erum ekki í útlöndum, við búum á Íslandi og erum ríkasta vatnsþjóð í heimi. Við eigum að njóta þess saman. Við eigum það mikið heitt vatn, að við megum alveg borga minna. Paradís heitra pottaMörg heimili settu heita vatnspotta fyrir framan húsin sín, þegar Hitaveitan kom á Suðurnes og er það eitt af sérkennum margra einbýlishúsa hérna, að vera með heitan pott. Ég reikna með að sanngjörn verðlagning vatnsnotkunar okkar, hafi gert það að verkum að fólki er annt um Hitaveituna og finnst þeir vinna með fólkinu sínu. Alveg eins og gamli Sparisjóðurinn, eitt af vinafyrirtækjum Suðurnesjamanna. Fyrirtæki fólksins. Nú finnst mér eins og við séum að fá rýting í bakið frá góðum vini, Hitaveitu Suðurnesja. Bráðum hækka vatnsgjöldin og þeir sem eiga heita potta munu þurfa að minnka notkun þeirra vegna verðhækkunar. Þeir sem fara í sturtu, verða að þvo sér snöggt, nema þeir vilji borga meira fyrir þann mánuðinn. Okkur mun bregða illilega við. Megum hafa það gottÞessi vatnsfríðindi eru alveg séríslensk. Við eigum næga vatnsorku og nægt heitt vatn hér á landi. Afhverju má almenningur ekki njóta vatns auðlindanna í þessu harðbýla landi? Hvers vegna þurfa fyrirtæki alltaf að hagnast meira og meira? Og fyrir hverja, ef fólkið í landinu fær ekki að njóta þess líka? Við eigum öll að fá að njóta þeirra gæða sem landið okkar gefur. Þetta er okkar sameiginlega eign fyrst og fremst. Landið okkar er gjöfult á heita vatnið og Íslendingar hafa baðað sig í því frá örófi alda. Að fara í sund og heitt bað eru sjálfsögð mannréttindi fyrir Íslendinga. Aðgangur almennings að þessari auðlind á að vera sjálfsagður hlutur. Hvernig væri að láta réttlætið vísa okkur veginn inn í góða framtíð? Engar verðhækkanir takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég hef stundum verið að hugsa það hvers vegna opinber fyrirtæki leyfi ekki almenningi að njóta góðs af góðum rekstri. Hvers vegna getum við ekki öll haft það gott? Almenningur er krafinn um svona og svona há gjöld fyrir t.d. rafmagn og vatnsnotkun, þegar í raun væri hægt að innheimta miklu minna. Ég horfi á öll flottheitin í kringum þessi fyrirtæki, miklar byggingar og ótrúlega flott skraut og hugsa: Hefði ekki verið hægt að minnka skrautið og rukka minna? Þetta versnaði til muna hér á landi þegar fyrirtækin urðu einnig að hlutabréfum. Mikið sakna ég þess þegar kaupmennskan var almennt persónulegri og sanngjarnari fyrir alla. Nú er það t.d. þannig í matvörubúðunum, að ef uppáhaldsvaran þín selst ekki nógu hratt hverfur hún úr hillum búðarinnar! Ekkert persónulegt samband lengur við viðskiptavini, engin alúð, bara græða vel á hverri vöru. Það væri gaman að breyta þessu, núna þegar við erum að byggja upp annað og betra Ísland. Heitir pottar á SuðurnesjumÁ Suðurnesjum höfum við íbúarnir notið góðs af rekstri Hitaveitu Suðurnesja, hitareikningar hafa verið frekar sanngjarnir og fólk ráðið við að borga þá. Ég man þegar Hitaveitan byrjaði, þá var talað um að reikningar myndu snarlækka með tímanum og að allir fengju að njóta vel þessara auðlinda saman. Svo opnaðist fyrir Bláa lónið. Þangað gátum við íbúarnir sótt í nokkur ár og baðað okkur án endurgjalds en þarna voru viðskiptatækifæri sem auðvitað bar að nýta og Bláa lónið er nú þekkt út um allan heim. En til þess að Íslendingar hafi sjálfir efni á að fara í lónið sitt, þá þarf aðgangsmiðinn að lækka helst um 75%. Hitaveita Suðurnesja gaf það út um daginn að miklar breytingar munu eiga sér stað á verðskrám fyrirtækisins til almennings. Bráðum ætla þeir að innheimta fyrir hvern vatnsdropa sem íbúarnir nota en fullvissuðu samt fólk um að þetta kæmi líklega ekkert verr út fyrir heimilin. Það getur ekki verið satt og ég hugsaði strax um allt fólkið, sem elskar að vera lengi í heitri sturtunni og láta þreytuna líða úr sér. Eða alla unglingana sem hanga enn lengur í sturtunni en þeir fullorðnu. Eða öll heimilin sem eiga heita vatnspotta fyrir utan heimili sín. Eða allar sundlaugarnar, sem þurfa að endurskoða verðlagningu sína. Þetta eru vondar fréttir. Já en þá verður þetta bara eins og í útlöndum, segir einhver, svona er þetta þar. Já en við erum ekki í útlöndum, við búum á Íslandi og erum ríkasta vatnsþjóð í heimi. Við eigum að njóta þess saman. Við eigum það mikið heitt vatn, að við megum alveg borga minna. Paradís heitra pottaMörg heimili settu heita vatnspotta fyrir framan húsin sín, þegar Hitaveitan kom á Suðurnes og er það eitt af sérkennum margra einbýlishúsa hérna, að vera með heitan pott. Ég reikna með að sanngjörn verðlagning vatnsnotkunar okkar, hafi gert það að verkum að fólki er annt um Hitaveituna og finnst þeir vinna með fólkinu sínu. Alveg eins og gamli Sparisjóðurinn, eitt af vinafyrirtækjum Suðurnesjamanna. Fyrirtæki fólksins. Nú finnst mér eins og við séum að fá rýting í bakið frá góðum vini, Hitaveitu Suðurnesja. Bráðum hækka vatnsgjöldin og þeir sem eiga heita potta munu þurfa að minnka notkun þeirra vegna verðhækkunar. Þeir sem fara í sturtu, verða að þvo sér snöggt, nema þeir vilji borga meira fyrir þann mánuðinn. Okkur mun bregða illilega við. Megum hafa það gottÞessi vatnsfríðindi eru alveg séríslensk. Við eigum næga vatnsorku og nægt heitt vatn hér á landi. Afhverju má almenningur ekki njóta vatns auðlindanna í þessu harðbýla landi? Hvers vegna þurfa fyrirtæki alltaf að hagnast meira og meira? Og fyrir hverja, ef fólkið í landinu fær ekki að njóta þess líka? Við eigum öll að fá að njóta þeirra gæða sem landið okkar gefur. Þetta er okkar sameiginlega eign fyrst og fremst. Landið okkar er gjöfult á heita vatnið og Íslendingar hafa baðað sig í því frá örófi alda. Að fara í sund og heitt bað eru sjálfsögð mannréttindi fyrir Íslendinga. Aðgangur almennings að þessari auðlind á að vera sjálfsagður hlutur. Hvernig væri að láta réttlætið vísa okkur veginn inn í góða framtíð? Engar verðhækkanir takk!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar