Stingum af Einar Guðnason skrifar 30. desember 2025 11:02 Í fréttum er það helst að stuðningsmaður Miðflokksins birti myndband með myndum frá gömlum tímum á Íslandi og laginu „stingum af“ eftir Mugison. Skilaboð höfundar virðast nokkuð skýr um að hann sakni einfaldari tíma á Íslandi. Það er því miður ekki nýtt að ungir Íslendingar á aldrinum 18–35 ára vilji „stinga af“ en þeir hafa verið á stöðugum flótta til annarra landa í leit að bjartari framtíð. Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein um það að Ísland sé orðið landið sem unga fólkið flýr og eiga þau skilaboð enn vel við. Á árunum 2022–2024 voru 1315 brottfluttir umfram aðflutta í þessum aldurshópi ungra Íslendinga. 1315 fleiri sem fluttu úr landi en þeir sem fluttu aftur heim. Þetta er stórt vandamál. Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi? Hvað veldur því að þau vilji stinga af? Svarið liggur ekki bara í einum málaflokki, fyrsta spurningin sem þarf að svara er hvar maður eigi eiginlega að byrja? Skortur á leikskólaplássum, grunnskólavandi, ópraktískt fæðingarorlofskerfi, úrræðaskortur fyrir börn með fjölþættan vanda, biðlistar, bólginn húsnæðismarkaður, verðbólga, vextir, samgöngumál — ég gæti haldið áfram. Svo horfir maður á „planið“ og forgangsröðunin virðist vera einhver allt önnur en innviðauppbygging og málefni Íslendinga. Við setjum tugi milljarða króna í flóttamannaaðstoð og á meðan þurfa íslenskar mæður að fara með syni sína til Suður-Afríku á eigin kostnað til þess að þeir geti fengið aðstoð við fíknivanda. Við skuldbindum framtíðarkynslóðir til að borga hundruði milljarða króna í loftslagsmál sem þau geta lítið gert til þess að leysa og á meðan lengjast biðlistar í heilbrigðiskerfinu og námsárangur versnar. Við byggjum hagkerfið á óheftu innfluttu vinnuafli og á meðan bólgnar húsnæðisverð út og ungt fólk á sér enga von í að eignast húsnæði fyrir fertugt. Svo þegar þau reyna að benda á að keisarinn sé nakinn þá eru þau stimpluð sem öfgafull. Er það furða að ungir Íslendingar vilji stinga af í von um að grasið sé grænna hinum megin? En það er skammgóður vermir að stinga af. Við getum ekki bara setið hjá og leyft atvinnustjórnmálamönnum að skuldsetja framtíðina með skuldum sem ungir Íslendingar hafa augljóslega engan áhuga á því að borga. Við verðum að taka höndum saman og kalla eftir breyttri stefnu, að setja Ísland fyrst og skapa aðstæður þar sem ungir Íslendingar bera von í brjósti fyrir framtíðinni á Íslandi. Forfeður okkar hræddust þetta ekki. Þeir börðust fyrir fullveldi og sjálfstæði, settu fram kröfur í alþjóðasamningum á borð við NATO og EES sem stjórnvöld í dag myndu aldrei þora að gera og stóðu fast á sínu gagnvart Bretum í þorskastríðunum, enda var þeim alveg sama um að ganga í augun á alþjóðasamfélaginu. Það eina sem skipti þá máli voru hagsmunir Íslands. Lausnirnar við því hvernig við fáum unga fólkið okkar heim og að þau hætti að stinga af eru ekki einfaldar og þarf að þora að taka erfiðar ákvarðanir til þess að skapa þær aðstæður. Fyrsta skrefið tel ég þó einfalt og það er að senda skýr skilaboð í forgangsröðun: Ísland fyrst, svo allt hitt. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs og varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Auglýsinga- og markaðsmál Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Sjá meira
Í fréttum er það helst að stuðningsmaður Miðflokksins birti myndband með myndum frá gömlum tímum á Íslandi og laginu „stingum af“ eftir Mugison. Skilaboð höfundar virðast nokkuð skýr um að hann sakni einfaldari tíma á Íslandi. Það er því miður ekki nýtt að ungir Íslendingar á aldrinum 18–35 ára vilji „stinga af“ en þeir hafa verið á stöðugum flótta til annarra landa í leit að bjartari framtíð. Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein um það að Ísland sé orðið landið sem unga fólkið flýr og eiga þau skilaboð enn vel við. Á árunum 2022–2024 voru 1315 brottfluttir umfram aðflutta í þessum aldurshópi ungra Íslendinga. 1315 fleiri sem fluttu úr landi en þeir sem fluttu aftur heim. Þetta er stórt vandamál. Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi? Hvað veldur því að þau vilji stinga af? Svarið liggur ekki bara í einum málaflokki, fyrsta spurningin sem þarf að svara er hvar maður eigi eiginlega að byrja? Skortur á leikskólaplássum, grunnskólavandi, ópraktískt fæðingarorlofskerfi, úrræðaskortur fyrir börn með fjölþættan vanda, biðlistar, bólginn húsnæðismarkaður, verðbólga, vextir, samgöngumál — ég gæti haldið áfram. Svo horfir maður á „planið“ og forgangsröðunin virðist vera einhver allt önnur en innviðauppbygging og málefni Íslendinga. Við setjum tugi milljarða króna í flóttamannaaðstoð og á meðan þurfa íslenskar mæður að fara með syni sína til Suður-Afríku á eigin kostnað til þess að þeir geti fengið aðstoð við fíknivanda. Við skuldbindum framtíðarkynslóðir til að borga hundruði milljarða króna í loftslagsmál sem þau geta lítið gert til þess að leysa og á meðan lengjast biðlistar í heilbrigðiskerfinu og námsárangur versnar. Við byggjum hagkerfið á óheftu innfluttu vinnuafli og á meðan bólgnar húsnæðisverð út og ungt fólk á sér enga von í að eignast húsnæði fyrir fertugt. Svo þegar þau reyna að benda á að keisarinn sé nakinn þá eru þau stimpluð sem öfgafull. Er það furða að ungir Íslendingar vilji stinga af í von um að grasið sé grænna hinum megin? En það er skammgóður vermir að stinga af. Við getum ekki bara setið hjá og leyft atvinnustjórnmálamönnum að skuldsetja framtíðina með skuldum sem ungir Íslendingar hafa augljóslega engan áhuga á því að borga. Við verðum að taka höndum saman og kalla eftir breyttri stefnu, að setja Ísland fyrst og skapa aðstæður þar sem ungir Íslendingar bera von í brjósti fyrir framtíðinni á Íslandi. Forfeður okkar hræddust þetta ekki. Þeir börðust fyrir fullveldi og sjálfstæði, settu fram kröfur í alþjóðasamningum á borð við NATO og EES sem stjórnvöld í dag myndu aldrei þora að gera og stóðu fast á sínu gagnvart Bretum í þorskastríðunum, enda var þeim alveg sama um að ganga í augun á alþjóðasamfélaginu. Það eina sem skipti þá máli voru hagsmunir Íslands. Lausnirnar við því hvernig við fáum unga fólkið okkar heim og að þau hætti að stinga af eru ekki einfaldar og þarf að þora að taka erfiðar ákvarðanir til þess að skapa þær aðstæður. Fyrsta skrefið tel ég þó einfalt og það er að senda skýr skilaboð í forgangsröðun: Ísland fyrst, svo allt hitt. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar Kópavogs og varaþingmaður Miðflokksins.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun