Varðstaðan sem brást 22. júlí 2010 06:00 Íslensk þjóð er nú reynslunni ríkari af verkum sem unnin hafa verið í anda hins óbeislaða heimskapitalisma. Sýnt er að ferlið var komið á fullt skrið og náði afdrifaríkum áfanga með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu í ársbyrjun 1993. Þá var lagður lagagrundvöllur að útrásarfyrirætlunum íslenskrar auðstéttar. Fjármagn auðmannanna streymdi út úr landinu. Einkavæðingarstefna Sjálfstæðisflokksins vann á skref fyrir skref, enda rök fyrir henni í EES-samningunum. Alþekkt er hvernig forusta Framsóknarflokksins lét undan síga í einkavæðingarmálinu, sem náði hámarki með sölu Landsbankans og Búnaðarbankans. Í einhvers konar grandaleysi – því varla var það viljaverk – komust þessar styrku fjármálastofnanir með langa sögu að baki í hendur fésýslumanna sem létu stjórnast af fégræðgi einni saman, bröskuðu með sjóði bankanna á heimsmörkuðum fjármála með þeim afleiðingum sem nú blasa við, að bankakerfi Íslands er hrunið til grunna og forsætisráðherra landsins lýsti þeim ótta sínum að íslenska ríkið kynni að vera gjaldþrota fyrir þær sakir. Það er a.m.k. víst að í upphafi ársins 2009 situr íslenska ríkið, heimilin í landinu, þjóðin öll í skuldasúpu sem á sér ekkert fordæmi í þjóðarsögunni. Varðstaða valdamanna brástHlutur útrásarvíkinganna í þessari gjaldþrotasögu Íslendinga er augljós og óendanlegur. En hlutur valdhafa og áhrifaafla almennt í þjóðfélaginu er ekki síður umhugsunarverður. Stjórnmálamenn, flokkarnir meira og minna, slepptu hendinni af stjórn landsmála, þorðu ekki að vera það sem þeim ber að vera, vökumenn um það sem er að gerast og valdamenn sem búa yfir virkum stjórntækjum, þegar ber af leið í efnahags- og stjórnmálum. Í stuttu máli sagt: Íslenskir stjórnmálamenn, kjörnir valdhafar í landinu, gerðu sig verklausa, gáfu kapitalistunum frjálsar hendur. Landsmálin voru ofurseld stjórnleysisstefnu óhefts kapitalisma. Til viðbótar afsali fullveldisréttinda íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningunum hafa valdamenn gengið svo langt í framkvæmd innanlandsmála að valdskerða sjálfa sig í þágu fégróðamanna, láta þá um að ráða og reagera í efnahags- og fjármálum og panta löggjöf sér í hag. Lengra verður ekki komist í pólitískum aumingjaskap. Slík afglöp og skilningsleysi á hlutverki stjórnmála er í beinni andstöðu við lýðræðið. Menn virðast gleyma því oft og einatt að lýðræði felur í sér vald, þarfnast valdhafa sem starfa sem umboðsmenn þjóðar og þjóðarhagsmuna. Ef menn sjá lýðræðið fyrir sér sem valdalaust stjórnkerfi eða agalaust um val valdamanna, þá er það bein ávísun á stjórnleysi. Úr því að lýðræðið er valdastofnun leiðir það af sjálfu sér að velja verður hæft fólk til að fara með völdin. Ekkert sýnist eðlilegra en að keppt sé um þessi völd og þeim útdeilt eftir sanngjörnum reglum. Í öllum lýðræðisríkjum hefur verið stofnað til stjórnmálasamtaka, pólitískra flokka, sem keppast um völdin. Ég viðheld minni barnatrú um það að stjórnmálaflokkar séu lýðræðinu gagnlegir, þó með þeim fyrirvara að þeir starfi skipulega og lýðræðislega innbyrðis og geri skilmerkilega grein fyrir stefnumálum sínum á almennum umræðuvettvangi. Skýr meginstefnaEins og fyrr hefur komið fram er það skoðun mín að stjórnmálaflokkar eigi að hafa skýra meginstefnu, þeir eiga að afmarka sig hver frá öðrum. Þeir eiga ekki að fara í grafgötur um að stjórnmál snúast um völd og viðurkenna að stjórnvald er hluti lýðræðis, að án skipulegs valds stefna samfélög manna, þjóðfélögin, til upplausnar. Lýðræðislegir stjórnmálaflokkar eiga ekki að gefa neitt eftir með það að yfirstjórn ríkisins á að vera kjörin af þjóðinni og að varðveisla valdsins og réttlát meðferð þess er réttur og skylda valdhafans. Það má ekki velkjast fyrir stjórnmálamönnum að rétt kjörið löggjafarþing og ábyrg ríkisstjórn fara með æðstu stjórn landsins. Ef þjóðþing slá af varðstöðu sinni um valdið sem þeim er fengið og færa það í hendur sérhagsmunasamtökum, ásæknum atvinnurekendum og auðhringum þá endar það með stjórnleysi. Og þegar auðmenn í krafti auðæfa sinna koma með pöntunarlista til stjórnvalda um lagasetningu og aðra forgangsfyrirgreiðslu, þá er tímabært að stjórnmálamenn hafi varann á. Vöxtur auðhyggju í landsmálum, hin slöppu stjórnartök kjörinna valdamanna síðari ára hafa leitt af sér bankahrun, gjaldþrot fyrirtækja og heimila, e.t.v. ríkisgjaldþrot eins og forsætisráðherra (Geir Haarde) ýjaði að. Það er því ekki ofsögum sagt að Íslendingar standa nú á tímamótum. Í anda þjóðrembings um menntun sína og sköpunargáfu og keppnisfærni á heimsmörkuðum og oftrú á hæfni sína til að hafa áhrif á gang alþjóðastjórnmála hafa íslensk stjórnvöld spilað rassinn úr buxunum. Að því leyti sem Framsóknarflokkurinn á þarna hlut að máli ber nýrri flokksforustu að viðurkenna það í orði og verki. Takist flokknum að reisa sjálfan sig við er það trú mín að þá muni hann ná sinni fyrri stöðu sem áhrifaafl í þjóðfélaginu að efla sjálfstætt og fullvalda þjóðríki með velferð, jöfnu og sæmd þjóðarinnar að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Íslensk þjóð er nú reynslunni ríkari af verkum sem unnin hafa verið í anda hins óbeislaða heimskapitalisma. Sýnt er að ferlið var komið á fullt skrið og náði afdrifaríkum áfanga með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu í ársbyrjun 1993. Þá var lagður lagagrundvöllur að útrásarfyrirætlunum íslenskrar auðstéttar. Fjármagn auðmannanna streymdi út úr landinu. Einkavæðingarstefna Sjálfstæðisflokksins vann á skref fyrir skref, enda rök fyrir henni í EES-samningunum. Alþekkt er hvernig forusta Framsóknarflokksins lét undan síga í einkavæðingarmálinu, sem náði hámarki með sölu Landsbankans og Búnaðarbankans. Í einhvers konar grandaleysi – því varla var það viljaverk – komust þessar styrku fjármálastofnanir með langa sögu að baki í hendur fésýslumanna sem létu stjórnast af fégræðgi einni saman, bröskuðu með sjóði bankanna á heimsmörkuðum fjármála með þeim afleiðingum sem nú blasa við, að bankakerfi Íslands er hrunið til grunna og forsætisráðherra landsins lýsti þeim ótta sínum að íslenska ríkið kynni að vera gjaldþrota fyrir þær sakir. Það er a.m.k. víst að í upphafi ársins 2009 situr íslenska ríkið, heimilin í landinu, þjóðin öll í skuldasúpu sem á sér ekkert fordæmi í þjóðarsögunni. Varðstaða valdamanna brástHlutur útrásarvíkinganna í þessari gjaldþrotasögu Íslendinga er augljós og óendanlegur. En hlutur valdhafa og áhrifaafla almennt í þjóðfélaginu er ekki síður umhugsunarverður. Stjórnmálamenn, flokkarnir meira og minna, slepptu hendinni af stjórn landsmála, þorðu ekki að vera það sem þeim ber að vera, vökumenn um það sem er að gerast og valdamenn sem búa yfir virkum stjórntækjum, þegar ber af leið í efnahags- og stjórnmálum. Í stuttu máli sagt: Íslenskir stjórnmálamenn, kjörnir valdhafar í landinu, gerðu sig verklausa, gáfu kapitalistunum frjálsar hendur. Landsmálin voru ofurseld stjórnleysisstefnu óhefts kapitalisma. Til viðbótar afsali fullveldisréttinda íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningunum hafa valdamenn gengið svo langt í framkvæmd innanlandsmála að valdskerða sjálfa sig í þágu fégróðamanna, láta þá um að ráða og reagera í efnahags- og fjármálum og panta löggjöf sér í hag. Lengra verður ekki komist í pólitískum aumingjaskap. Slík afglöp og skilningsleysi á hlutverki stjórnmála er í beinni andstöðu við lýðræðið. Menn virðast gleyma því oft og einatt að lýðræði felur í sér vald, þarfnast valdhafa sem starfa sem umboðsmenn þjóðar og þjóðarhagsmuna. Ef menn sjá lýðræðið fyrir sér sem valdalaust stjórnkerfi eða agalaust um val valdamanna, þá er það bein ávísun á stjórnleysi. Úr því að lýðræðið er valdastofnun leiðir það af sjálfu sér að velja verður hæft fólk til að fara með völdin. Ekkert sýnist eðlilegra en að keppt sé um þessi völd og þeim útdeilt eftir sanngjörnum reglum. Í öllum lýðræðisríkjum hefur verið stofnað til stjórnmálasamtaka, pólitískra flokka, sem keppast um völdin. Ég viðheld minni barnatrú um það að stjórnmálaflokkar séu lýðræðinu gagnlegir, þó með þeim fyrirvara að þeir starfi skipulega og lýðræðislega innbyrðis og geri skilmerkilega grein fyrir stefnumálum sínum á almennum umræðuvettvangi. Skýr meginstefnaEins og fyrr hefur komið fram er það skoðun mín að stjórnmálaflokkar eigi að hafa skýra meginstefnu, þeir eiga að afmarka sig hver frá öðrum. Þeir eiga ekki að fara í grafgötur um að stjórnmál snúast um völd og viðurkenna að stjórnvald er hluti lýðræðis, að án skipulegs valds stefna samfélög manna, þjóðfélögin, til upplausnar. Lýðræðislegir stjórnmálaflokkar eiga ekki að gefa neitt eftir með það að yfirstjórn ríkisins á að vera kjörin af þjóðinni og að varðveisla valdsins og réttlát meðferð þess er réttur og skylda valdhafans. Það má ekki velkjast fyrir stjórnmálamönnum að rétt kjörið löggjafarþing og ábyrg ríkisstjórn fara með æðstu stjórn landsins. Ef þjóðþing slá af varðstöðu sinni um valdið sem þeim er fengið og færa það í hendur sérhagsmunasamtökum, ásæknum atvinnurekendum og auðhringum þá endar það með stjórnleysi. Og þegar auðmenn í krafti auðæfa sinna koma með pöntunarlista til stjórnvalda um lagasetningu og aðra forgangsfyrirgreiðslu, þá er tímabært að stjórnmálamenn hafi varann á. Vöxtur auðhyggju í landsmálum, hin slöppu stjórnartök kjörinna valdamanna síðari ára hafa leitt af sér bankahrun, gjaldþrot fyrirtækja og heimila, e.t.v. ríkisgjaldþrot eins og forsætisráðherra (Geir Haarde) ýjaði að. Það er því ekki ofsögum sagt að Íslendingar standa nú á tímamótum. Í anda þjóðrembings um menntun sína og sköpunargáfu og keppnisfærni á heimsmörkuðum og oftrú á hæfni sína til að hafa áhrif á gang alþjóðastjórnmála hafa íslensk stjórnvöld spilað rassinn úr buxunum. Að því leyti sem Framsóknarflokkurinn á þarna hlut að máli ber nýrri flokksforustu að viðurkenna það í orði og verki. Takist flokknum að reisa sjálfan sig við er það trú mín að þá muni hann ná sinni fyrri stöðu sem áhrifaafl í þjóðfélaginu að efla sjálfstætt og fullvalda þjóðríki með velferð, jöfnu og sæmd þjóðarinnar að leiðarljósi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun