Tonn fyrir tonn? Vésteinn Ólason skrifar 22. júlí 2010 06:00 Í byrjun vikunnar las einn af fréttamönnum RÚV nokkrum sinnum frétt um það að ríkissjóður mundi tapa 1,3 milljörðum vegna lána sem veðsett væru „í raun og veru“ með úthafsrækjukvóta, sem nú yrði gerður verðlaus ef sjávarútvegsráðherra fengi að fara sínu fram. Fréttin vakti hjá mér spurningar sem hún svaraði ekki: 1) Hvernig hefði verið hægt að ganga að veði sem ekki má nefna? Hlýtur ekki eitthvað annað, sem er einhvers virði, að standa á pappírunum? En kannski er það lítils virði. 2) Ef bíll er veðsettur fyrir tíu milljóna láni, tekinn upp í skuldina og selst síðan fyrir fimm milljónir, er eigandinn þá laus allra mála? Ekki skilst mér það. Sama er að segja um íbúðir. Það er ekki nóg að afhenda lyklana og flytja burt ef eignin stendur ekki undir skuldinni? Gilda aðrar reglur um verðmæti kvóta sem ekki má nefna? 3) Eru skuldararnir ekki í mörgum, vonandi flestum, tilfellum stöndug útgerðarfyrirtæki sem frekar vilja greiða skuldir sínar en láta eignir fara á nauðungaruppboð? Hvernig getur þá hver eyrir af þessu skuldum glatast? Gaman væri ef einhver fjármálaspekingur vildi svara þessum spurningum. Fréttamönnum hefur fækkað, og þeir hafa lítinn tíma til að undirbúa fréttir, sem þó verður að gernýta með lestri í öllum helstu fréttatímum dagsins. Það hlýtur að hafa kostað mikla vinnu að ná saman þessum tölum um úthafsrækjuveð, nema náttúrulega að tölurnar og ályktanirnar hafi komið sæmilega vel unnar frá einhverjum sem hagsmuna hefur að gæta, t.d. LÍÚ sem rekur nú hatrammt áróðursstríð gegn frjálsum veiðum á úthafsrækju. Þar er á brattann að sækja, því að enginn skilur nema útgerðarmenn og málgagn þeirra hvers vegna þarf að setja kvóta á fiskistofn sem menn vilja ekki veiða úr. Almenningur telur að kvóti sé tæki til að takmarka fiskveiðar en ekki ókeypis peningar til að braska með. Það er ekkert athugavert við það að LÍÚ sendi fréttastofum efni og það sé notað, en það er lágmarkskrafa til fréttamanna að þeir taki slíku efni með gagnrýni og setji inn í rétt samhengi, gleypi það ekki hrátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun vikunnar las einn af fréttamönnum RÚV nokkrum sinnum frétt um það að ríkissjóður mundi tapa 1,3 milljörðum vegna lána sem veðsett væru „í raun og veru“ með úthafsrækjukvóta, sem nú yrði gerður verðlaus ef sjávarútvegsráðherra fengi að fara sínu fram. Fréttin vakti hjá mér spurningar sem hún svaraði ekki: 1) Hvernig hefði verið hægt að ganga að veði sem ekki má nefna? Hlýtur ekki eitthvað annað, sem er einhvers virði, að standa á pappírunum? En kannski er það lítils virði. 2) Ef bíll er veðsettur fyrir tíu milljóna láni, tekinn upp í skuldina og selst síðan fyrir fimm milljónir, er eigandinn þá laus allra mála? Ekki skilst mér það. Sama er að segja um íbúðir. Það er ekki nóg að afhenda lyklana og flytja burt ef eignin stendur ekki undir skuldinni? Gilda aðrar reglur um verðmæti kvóta sem ekki má nefna? 3) Eru skuldararnir ekki í mörgum, vonandi flestum, tilfellum stöndug útgerðarfyrirtæki sem frekar vilja greiða skuldir sínar en láta eignir fara á nauðungaruppboð? Hvernig getur þá hver eyrir af þessu skuldum glatast? Gaman væri ef einhver fjármálaspekingur vildi svara þessum spurningum. Fréttamönnum hefur fækkað, og þeir hafa lítinn tíma til að undirbúa fréttir, sem þó verður að gernýta með lestri í öllum helstu fréttatímum dagsins. Það hlýtur að hafa kostað mikla vinnu að ná saman þessum tölum um úthafsrækjuveð, nema náttúrulega að tölurnar og ályktanirnar hafi komið sæmilega vel unnar frá einhverjum sem hagsmuna hefur að gæta, t.d. LÍÚ sem rekur nú hatrammt áróðursstríð gegn frjálsum veiðum á úthafsrækju. Þar er á brattann að sækja, því að enginn skilur nema útgerðarmenn og málgagn þeirra hvers vegna þarf að setja kvóta á fiskistofn sem menn vilja ekki veiða úr. Almenningur telur að kvóti sé tæki til að takmarka fiskveiðar en ekki ókeypis peningar til að braska með. Það er ekkert athugavert við það að LÍÚ sendi fréttastofum efni og það sé notað, en það er lágmarkskrafa til fréttamanna að þeir taki slíku efni með gagnrýni og setji inn í rétt samhengi, gleypi það ekki hrátt.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar