Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar 30. desember 2025 10:30 Fyrir fjórum árum urðu þáverandi fréttastjóra Mannlífs á þau mistök að fara í einu tilviki rangt með nafn látins manns í minningargrein sem hann vitnaði til í grein á mannlif.is. Þá sagði hann ekki frá því að Morgunblaðið hefði upphaflega birt greinina og nafngreindi ekki höfund hennar nema sem bróður hins látna. Gerðar voru athugasemdir við þetta af höfundi greinarinnar. Fréttastjórinn átti í samskiptum við hann sem enduðu með því að greinin var alfarið tekin úr birtingu. Þrátt fyrir það ákvað stjórn Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, að stefna útgáfu Mannlífs. Stefnendur voru tveir. Annars vegar útgáfa Morgunblaðsins og hins vegar höfundur minningarorðanna, Atli Viðar Þorsteinsson. Kröfur voru gerðar um þrjár milljónir króna í bætur vegna skrifanna auk málskostnaðar. Eftirtektarvert var að Árvakur lagði höfundi minningargreinarinnar til lögmann á sinn kostnað auk þess að halda úti sínu eigin máli. Þetta var viðurkennt fyrir dómi. 50 þúsund krónur Héraðsdómur féll á þá lund að Sólartúni og ábyrgðarmanni félagsins var gert að greiða útgefanda Morgunblaðsins 50 þúsund krónur en Atli Viðar skyldi fá 300 þúsund krónur í sinn hlut. Dómarinn féllst sem sagt ekki á að samstarfsaðilarnir fengju þrjár milljónir króna. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu undirréttar en felldi niður málskostnað. Sólartún sótti um leyfi til að áfrýja þeim hluta sem snýr að Árvakri til Hæstaréttar en því var hafnað. Sólartúni og undirrituðum, Reyni Traustasyni, bar því að greiða 50 þúsund krónur til Árvakurs. Þeim kostnaði var mætt með því að segja upp áskrift að Morgunblaðinu. Fimm mánuði tók að ná fram þeim sparnaði. Það er engin fórn að berja ekki lengur blaðið augum daglega með þeim hroða sem sumpart einkennir fréttaskrif miðilsins sem gengur gjarnan út á það að djöflast á ríkisstjórninni og lyfta Sjálfstæðisflokknum og þá ekki síst bróður Andrésar Magnússonar ritstjórnarfulltrúa, Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa sem er nánast fastagestur í fréttum fyrir hitt og annað sem hentar til að sverta meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Margir hafa orðið til þess að benda á þann sorpbrag sem er á blaðinu sem eitt sinn naut virðingar. Blaðið fellur ágætlega að skilgreiningunni gul pressa. Nýlega sakaði menntamálaráðherra blaðið um falsfréttir. Söknuðurinn eftir að hafa sagt upp Mogganum snýr helst að því að nokkur fjöldi góðra blaðamanna skrifar gæðaefni í blaðið. Það góða fólk er því miður sumpart á valdi fjósbitans og þeirra púka sem ríða húsum í Hádegismóum og leiða ófögnuðinn. Þeim gildum sem ritstjórarnir Styrmir Gunnarsson og Ólafur Stephensen héldu í heiðri hefur fyrir löngu verið kastað fyrir róða. Ógeðslegt samfélag, sagði Styrmir á sínum tíma. Orð hans geta vel átt við um fyrirbærið í Hádegismóum. Andlegir erfiðleikar Allar götur frá því dómsmálið hófst gekk á árásum Atla Viðars á samfélagsmiðlum gagnvart ábyrgðarmanni Mannlífs. Tekið skal fram að undirritaður þekkir ekki til Atla og hefur aldrei átt við hann orðastað. Einu upplýsingarnar sem liggja fyrir um manninn eru þær að hann hefur verið seinheppinn varðandi atvinnu og hefur starfað sem plötusnúður. Fullur skilningur er á sorg hans og þeim andlegu erfiðleikum sem hann hefur gengið í gegnum, svo sem fram kom þegar málið var fyrir undirrétti. Árásum hans hefur því fram að þessu í engu verið svarað. Svo rammt kvað að herferð Atla að hann birtist inni á persónulegri síðu greinarhöfundar á Facebook. Það er ófrávíkjanlegt að þar ríkir ákveðin friðhelgi og enginn á þangað erindi nema að sýna fulla kurteisi og háttvísi. Því fór víðs fjarri í tilviki Atla og var niðurstaðan sú að úthýsa honum og blokka nafn hans um alla framtíð. Atlaga Atla Lítill vafi leikur á því að skrif Atla voru undir áhrifum eða í náinni samvinnu við stjórnendur og eigendur Árvakurs sem gerðu hann út af örkinni í dómsmálinu fræga. Atlaga Atla á samfélagsmiðlum átti eftir að færast á annað og alvarlegara stig eftir að dómur féll. Herferð Árvakurs hefur lauslega áætlað kostað félagið og fjölmiðilinn allt að 7 milljónir króna þegar allt er tekið með í reikninginn. Skjólstæðingurinn kostaði um helming þeirrar upphæðar. Þetta bruðl er ekki síst merkilegt í því ljósi að fjölmiðillinn hefur um árabil verið rekinn með miklu tapi sem félög Guðbjargar Matthíasdóttur, auðkonu úr Vestmannaeyjum, hafa að miklu leyti staðið undir. Guðbjörg situr í stjórn Árvakurs og væntanlega ræður því hún ráða vill. Fyrir nokkrum vikum var þremur starfsmönnum Morgunblaðsins sagt upp vegna erfiðleika í rekstrinum. Nú berast þær fregnir að Kolbrún Bergþórsdóttir menningarblaðamaður og Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður hafi verið rekin. Bæði njóta virðingar fyrir störf sín en Kolbrún hefur fallið illa í kramið hjá ráðandi klíku sem nú lætur til skarar skríða. Ríkissjóður leggur fjölmiðlinum til rúmlega 107 milljónir króna í fjölmiðlastyrk sem nægir fyrir launum ritstjóranna tveggja og aðstoðarritstjórans. Spara mætti 60 milljónir króna með því að reka tvo þeirra og halda Kolbrúnu, Víði og öðrum brottreknum starfsmönnum. Dómsmálið kostaði sitt og hefði örbirgðin sem nú blasir við orðið minni hefði dómsmálið ekki komið til. Einum starfsmanni hefði mátt bjarga. Nærtækt er að ætla að Guðbjörg Matthíasdóttir hafi leitt þessa för félagsins. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, nýtur náðar hennar og er sem starfsmaður á framfæri auðkonunnar frá Eyjum. Sú klíka sem ræður för á ritstjórn Morgunblaðsins er í skjóli þeirra skötuhjúa. Árvakri blæðir Annar lífgjafi og ráðandi aðili í stjórn Árvakurs er Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki. Þórólfur er af mörgum talinn vera sómamaður og ótrúlegt þykir að hann sé með í ráðum hvað varðar allt offorsið. Hér skal einnig nefndur til sögunnar Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, og einn aðaleigenda lögfræðistofunnar Juris. Stofan hans hefur fengið milljónir króna í tekjur fyrir allt bramboltið og græðir þannig á lögsóknum á meðan Árvakri blæðir. Og Juris stendur enn í ströngu í flóri Árvakurs því einn fótgönguliði stofunnar, Finnur Magnússon, settist niður í lok október sl. og skrifaði bréf þar sem höggvið er í sömu knérunn og enn er hótað aðför. Finnur, sá sem stóð í stafni í dómsmálunum, krafðist þess fyrir hönd Atla og Árvakurs að þegar í stað verði tryggt að dómsorðið verði birt í Morgunblaðinu. Að öðrum kosti verði aðför að Sólartúni og forsvarsmanni félagsins persónulega haldið áfram. Hótunin er skýr og felur í sér að Juris muni taka að sér að birta dómsorðið enn og aftur í Morgunblaðinu en á kostnað Sólartúns, eins og segir í hótunarbréfinu. Þá er svo að skilja á bréfinu að Juris vilji ákveða með hvaða hætti dómsorðið verður að þessu sinni birt og væntanlega vill stofan verðleggja greiðann. Því er til að svara að guðvelkomið er að styrkja Moggann með hóflegu framlagi ef það má verða til að minnka örbirgðina og útgjöld Guðbjargar. Það varð því úr að Sólartún keypti smáauglýsingu í Mogganum fyrir rúmlega 2000 krónur. Nú hefur verið orðið við nýjustu kröfum Moggamanna með birtingu smáauglýsingarinnar og ómakið tekið af Finni og félögum. Var það í þriðja sinn sem niðurstaðan birtist á síðum Morgunblaðsins. Fyrsta birting var þegar undirréttur felldi dóm sinn. Þriggja dálka frétt birtist um dóminn á blaðsíðu 2. í blaðinu. Viðtal var við Finn lögfræðing vegna þess mikla sigurs að hafa náð 50 þúsund krónum þegar krafan var upp á 1,5 milljón krónur. Litlu verður Vöggur feginn. Næsta frétt um kjarna dómsorðsins birtist svo á síðum Morgunblaðsins þegar Landsréttur felldi sinn dóm. Þetta er merkilegt fyrir þær sakir að ekki var sama þórðargleðin uppi og fyrr í síðasta mánuði þegar Árvakur tapaði máli á hendur íslenska ríkinu og Fjölmiðlanefnd sem hafði sektað félagið um 1,5 milljón krónur vegna þeirrar spillingar sem felst í duldum viðskiptaboðum í fjölmiðlum Árvakurs sem var gert að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Samanlagt tjón félagsins vegna eigin spillingar er í því tilviki 2,3 milljónir króna. Það ætti að vera íhugunarefni fyrir heiðarleg fyrirtæki hvort þau leggi orðspor sitt undir með því að auglýsa í slíkum fjölmiðlum. Dómsorðið Forsvarsmenn Sólartúns töldu að þegjandi samkomulag ríkti millum þeirra og ritstjórnar Árvakurs og birtingu á niðurstöðu dóms væri fullnægt. Svo er ekki ef marka má nýjasta útspil Guðbjargar og félaga. Hér kemur því dómsorðið enn og aftur í þágu Árvakurs. Að baki því felst að greiða beri Árvakri 50 þúsund krónur og Atla 300 þúsund krónur: „Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en birtingu dóms. Áfrýjendur, Reynir Traustason og Sólartún ehf. skulu sameiginlega fá dómsorð hins áfrýjaða dóms birt í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður”. Til þess að enginn vafi leiki á birtingu dómsorðsins í þágu fóstbræðralagsins skal dómsorðið endurtekið fyrir Atla: „Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en birtingu dóms. Áfrýjendur, Reynir Traustason og Sólartún ehf. skulu sameiginlega fá dómsorð hins áfrýjaða dóms birt í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður”. Ekkert segir um það í dómnum að hinum dæmdu beri að kaupa auglýsingar af sigurvegaranum. Vanskilaskrá hótað Eftir að dómur féll í Landsrétti var þegar leitað eftir upplýsingum frá lögfræðistofunni Juris um það hvar skyldi greiða dómskröfurnar. Áður en það komst á hreint kom tilkynning frá Creditinfo um að Sólartún og ábyrgðarmaður félagsins ættu yfir höfði sér að fara á vanskilaskrá. Dindilmennum Guðbjargar Matthíasdóttur var orðið brátt í brók. Skýrt skal tekið fram að engin fyrirstaða var gegn því að greiða þær krónur sem Landsréttur úrskurðaði að greiða skyldi og allt var greitt í samræmi við dómsorðið. Hótanir og draumfarir Einhver kynni að halda að stríðsrekstri Árvakurs fyrir dómstólum gegn Sólartúni og ábyrgðarmanni félagsins persónulega væri lokið með niðurstöðu Landsréttar og greiðslu á 50 þúsund kallinum til Árvakurs. Það var þó ekki svo, Atli Viðar var ekki af baki dottinn. Hann lét enn falla orð sem lýsa óstöðugu hugarástandi hans. DV endurómaði orðum Atla af samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti löngun sinni til að flýja eða ráðast á undirritaðan á Flateyri, mínu gamla heimaþorpi, þar sem ég var gestkomandi. „ … Ég sá Reyni á bryggjunni á Flateyri og fór í fight or flight mode. Sama kvöld fékk ég svo að heyra á Vagninum hversu illa liðinn hann hefur alltaf verið þar í bæjarfélaginu, sem reyndar var ágætt …,” skrifar Atli og slær svo enn í ásakanir sínar og notar veika konu sína til að lýsa illmennsku ritstjórnar Mannlífs: „Mig dreymdi martraðir um að Reynir birti clickbait grein um konuna mína þegar hún var að ganga í gegnum krabbameinsmeðferðina. Siðleysið í að níðast á syrgjendum er svo algert að það nær engri átt”. Tekið skal fram að draumfarir samstarfsaðila Guðbjargar Matthíasdóttur og Juris eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Engum á Mannlífi hafði dottið í hug að fjalla um harmleik þeirra hjóna. Þarna nýtir hann sér veikindi konu sinnar til að ala á óbeit sinni. Til fróðleiks er sjálfsagt að halda því til haga að Atli fór í stórt viðtal við DV um veikindin og raunir sínar í því samhengi. Samstarfsaðili Árvakurs hélt áfram í sigurfærslu sinni. Að þessu sinni er þvag honum hugleikið. „Einstaklingar eins og Reynir munu aldrei geta litið í eigin barm og áttað sig á hvers konar ofbeldi þeir eru að beita annað fólk, og því er mikilvægt að taka þá og nudda þeim upp úr eigin hlandi.“ Ósk um gjaldþrot DV segir að hann hafi þakkað lögfræðistofunni Juris fyrir að hafa farið fram úr öllum hans væntingum. Svo ber hann fram lokaósk sína sem líklega nær utan um tilgang hans, Árvakurs og Juris. „Ég gæti ekki beðið um meira. Nema kannski að Reynir Traustason verði gjaldþrota og fluttur úr landi …“. Það er leitt að þurfa að upplýsa Atla og Guðbjörgu um að undirritaður er hvorki gjaldþrota né á leið úr landi. ● Það er von mín að með tvíbirtingu dómsorðsins í aðsendri grein ljúki samskiptum mínum við þetta fóstbræðralag Atla og Guðbjargar. Greiðslum vegna málsins er að fullu lokið fyrir löngu og með þessu greinarkorni er vonandi lokið ágreiningi vegna birtingar dómsorða. Næstu árin mun ég spara mér 120 þúsund krónur á ári með því að vera ekki áskrifandi að Morgunblaðinu. Með því mun ég spara 600 þúsund krónur á fimm árum. Áréttað skal að gul útgáfa Moggans er að hluta á ábyrgð þeirra sem kaupa áskriftir og auglýsa í ófögnuðinum. Um ábyrgð og stefnu Guðbjargar þarf ekki að fjölyrða og fullvíst er að hún mun ekki sjá að sér. Guðbjörg verður áfram gul og gerir út Moggann sem áróðursgagn. Við skulum ekki létta fólkinu róðurinn með framlögum. Höfundur er rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri Mannlífs. Eftirmáli: Morgunblaðið fékk fyrstu útgáfu þessarar greinar senda til birtingar til að mæta þeirri kröfu sem felst í dómsorðinu. Karl Blöndal aðstoðarritstjóri svaraði ekki ítrekuðu erindi höfundar og er því öðrum falið að birta reifun málsins og dómsorð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sjávarútvegur Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum urðu þáverandi fréttastjóra Mannlífs á þau mistök að fara í einu tilviki rangt með nafn látins manns í minningargrein sem hann vitnaði til í grein á mannlif.is. Þá sagði hann ekki frá því að Morgunblaðið hefði upphaflega birt greinina og nafngreindi ekki höfund hennar nema sem bróður hins látna. Gerðar voru athugasemdir við þetta af höfundi greinarinnar. Fréttastjórinn átti í samskiptum við hann sem enduðu með því að greinin var alfarið tekin úr birtingu. Þrátt fyrir það ákvað stjórn Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, að stefna útgáfu Mannlífs. Stefnendur voru tveir. Annars vegar útgáfa Morgunblaðsins og hins vegar höfundur minningarorðanna, Atli Viðar Þorsteinsson. Kröfur voru gerðar um þrjár milljónir króna í bætur vegna skrifanna auk málskostnaðar. Eftirtektarvert var að Árvakur lagði höfundi minningargreinarinnar til lögmann á sinn kostnað auk þess að halda úti sínu eigin máli. Þetta var viðurkennt fyrir dómi. 50 þúsund krónur Héraðsdómur féll á þá lund að Sólartúni og ábyrgðarmanni félagsins var gert að greiða útgefanda Morgunblaðsins 50 þúsund krónur en Atli Viðar skyldi fá 300 þúsund krónur í sinn hlut. Dómarinn féllst sem sagt ekki á að samstarfsaðilarnir fengju þrjár milljónir króna. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu undirréttar en felldi niður málskostnað. Sólartún sótti um leyfi til að áfrýja þeim hluta sem snýr að Árvakri til Hæstaréttar en því var hafnað. Sólartúni og undirrituðum, Reyni Traustasyni, bar því að greiða 50 þúsund krónur til Árvakurs. Þeim kostnaði var mætt með því að segja upp áskrift að Morgunblaðinu. Fimm mánuði tók að ná fram þeim sparnaði. Það er engin fórn að berja ekki lengur blaðið augum daglega með þeim hroða sem sumpart einkennir fréttaskrif miðilsins sem gengur gjarnan út á það að djöflast á ríkisstjórninni og lyfta Sjálfstæðisflokknum og þá ekki síst bróður Andrésar Magnússonar ritstjórnarfulltrúa, Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa sem er nánast fastagestur í fréttum fyrir hitt og annað sem hentar til að sverta meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Margir hafa orðið til þess að benda á þann sorpbrag sem er á blaðinu sem eitt sinn naut virðingar. Blaðið fellur ágætlega að skilgreiningunni gul pressa. Nýlega sakaði menntamálaráðherra blaðið um falsfréttir. Söknuðurinn eftir að hafa sagt upp Mogganum snýr helst að því að nokkur fjöldi góðra blaðamanna skrifar gæðaefni í blaðið. Það góða fólk er því miður sumpart á valdi fjósbitans og þeirra púka sem ríða húsum í Hádegismóum og leiða ófögnuðinn. Þeim gildum sem ritstjórarnir Styrmir Gunnarsson og Ólafur Stephensen héldu í heiðri hefur fyrir löngu verið kastað fyrir róða. Ógeðslegt samfélag, sagði Styrmir á sínum tíma. Orð hans geta vel átt við um fyrirbærið í Hádegismóum. Andlegir erfiðleikar Allar götur frá því dómsmálið hófst gekk á árásum Atla Viðars á samfélagsmiðlum gagnvart ábyrgðarmanni Mannlífs. Tekið skal fram að undirritaður þekkir ekki til Atla og hefur aldrei átt við hann orðastað. Einu upplýsingarnar sem liggja fyrir um manninn eru þær að hann hefur verið seinheppinn varðandi atvinnu og hefur starfað sem plötusnúður. Fullur skilningur er á sorg hans og þeim andlegu erfiðleikum sem hann hefur gengið í gegnum, svo sem fram kom þegar málið var fyrir undirrétti. Árásum hans hefur því fram að þessu í engu verið svarað. Svo rammt kvað að herferð Atla að hann birtist inni á persónulegri síðu greinarhöfundar á Facebook. Það er ófrávíkjanlegt að þar ríkir ákveðin friðhelgi og enginn á þangað erindi nema að sýna fulla kurteisi og háttvísi. Því fór víðs fjarri í tilviki Atla og var niðurstaðan sú að úthýsa honum og blokka nafn hans um alla framtíð. Atlaga Atla Lítill vafi leikur á því að skrif Atla voru undir áhrifum eða í náinni samvinnu við stjórnendur og eigendur Árvakurs sem gerðu hann út af örkinni í dómsmálinu fræga. Atlaga Atla á samfélagsmiðlum átti eftir að færast á annað og alvarlegara stig eftir að dómur féll. Herferð Árvakurs hefur lauslega áætlað kostað félagið og fjölmiðilinn allt að 7 milljónir króna þegar allt er tekið með í reikninginn. Skjólstæðingurinn kostaði um helming þeirrar upphæðar. Þetta bruðl er ekki síst merkilegt í því ljósi að fjölmiðillinn hefur um árabil verið rekinn með miklu tapi sem félög Guðbjargar Matthíasdóttur, auðkonu úr Vestmannaeyjum, hafa að miklu leyti staðið undir. Guðbjörg situr í stjórn Árvakurs og væntanlega ræður því hún ráða vill. Fyrir nokkrum vikum var þremur starfsmönnum Morgunblaðsins sagt upp vegna erfiðleika í rekstrinum. Nú berast þær fregnir að Kolbrún Bergþórsdóttir menningarblaðamaður og Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður hafi verið rekin. Bæði njóta virðingar fyrir störf sín en Kolbrún hefur fallið illa í kramið hjá ráðandi klíku sem nú lætur til skarar skríða. Ríkissjóður leggur fjölmiðlinum til rúmlega 107 milljónir króna í fjölmiðlastyrk sem nægir fyrir launum ritstjóranna tveggja og aðstoðarritstjórans. Spara mætti 60 milljónir króna með því að reka tvo þeirra og halda Kolbrúnu, Víði og öðrum brottreknum starfsmönnum. Dómsmálið kostaði sitt og hefði örbirgðin sem nú blasir við orðið minni hefði dómsmálið ekki komið til. Einum starfsmanni hefði mátt bjarga. Nærtækt er að ætla að Guðbjörg Matthíasdóttir hafi leitt þessa för félagsins. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, nýtur náðar hennar og er sem starfsmaður á framfæri auðkonunnar frá Eyjum. Sú klíka sem ræður för á ritstjórn Morgunblaðsins er í skjóli þeirra skötuhjúa. Árvakri blæðir Annar lífgjafi og ráðandi aðili í stjórn Árvakurs er Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki. Þórólfur er af mörgum talinn vera sómamaður og ótrúlegt þykir að hann sé með í ráðum hvað varðar allt offorsið. Hér skal einnig nefndur til sögunnar Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, og einn aðaleigenda lögfræðistofunnar Juris. Stofan hans hefur fengið milljónir króna í tekjur fyrir allt bramboltið og græðir þannig á lögsóknum á meðan Árvakri blæðir. Og Juris stendur enn í ströngu í flóri Árvakurs því einn fótgönguliði stofunnar, Finnur Magnússon, settist niður í lok október sl. og skrifaði bréf þar sem höggvið er í sömu knérunn og enn er hótað aðför. Finnur, sá sem stóð í stafni í dómsmálunum, krafðist þess fyrir hönd Atla og Árvakurs að þegar í stað verði tryggt að dómsorðið verði birt í Morgunblaðinu. Að öðrum kosti verði aðför að Sólartúni og forsvarsmanni félagsins persónulega haldið áfram. Hótunin er skýr og felur í sér að Juris muni taka að sér að birta dómsorðið enn og aftur í Morgunblaðinu en á kostnað Sólartúns, eins og segir í hótunarbréfinu. Þá er svo að skilja á bréfinu að Juris vilji ákveða með hvaða hætti dómsorðið verður að þessu sinni birt og væntanlega vill stofan verðleggja greiðann. Því er til að svara að guðvelkomið er að styrkja Moggann með hóflegu framlagi ef það má verða til að minnka örbirgðina og útgjöld Guðbjargar. Það varð því úr að Sólartún keypti smáauglýsingu í Mogganum fyrir rúmlega 2000 krónur. Nú hefur verið orðið við nýjustu kröfum Moggamanna með birtingu smáauglýsingarinnar og ómakið tekið af Finni og félögum. Var það í þriðja sinn sem niðurstaðan birtist á síðum Morgunblaðsins. Fyrsta birting var þegar undirréttur felldi dóm sinn. Þriggja dálka frétt birtist um dóminn á blaðsíðu 2. í blaðinu. Viðtal var við Finn lögfræðing vegna þess mikla sigurs að hafa náð 50 þúsund krónum þegar krafan var upp á 1,5 milljón krónur. Litlu verður Vöggur feginn. Næsta frétt um kjarna dómsorðsins birtist svo á síðum Morgunblaðsins þegar Landsréttur felldi sinn dóm. Þetta er merkilegt fyrir þær sakir að ekki var sama þórðargleðin uppi og fyrr í síðasta mánuði þegar Árvakur tapaði máli á hendur íslenska ríkinu og Fjölmiðlanefnd sem hafði sektað félagið um 1,5 milljón krónur vegna þeirrar spillingar sem felst í duldum viðskiptaboðum í fjölmiðlum Árvakurs sem var gert að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Samanlagt tjón félagsins vegna eigin spillingar er í því tilviki 2,3 milljónir króna. Það ætti að vera íhugunarefni fyrir heiðarleg fyrirtæki hvort þau leggi orðspor sitt undir með því að auglýsa í slíkum fjölmiðlum. Dómsorðið Forsvarsmenn Sólartúns töldu að þegjandi samkomulag ríkti millum þeirra og ritstjórnar Árvakurs og birtingu á niðurstöðu dóms væri fullnægt. Svo er ekki ef marka má nýjasta útspil Guðbjargar og félaga. Hér kemur því dómsorðið enn og aftur í þágu Árvakurs. Að baki því felst að greiða beri Árvakri 50 þúsund krónur og Atla 300 þúsund krónur: „Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en birtingu dóms. Áfrýjendur, Reynir Traustason og Sólartún ehf. skulu sameiginlega fá dómsorð hins áfrýjaða dóms birt í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður”. Til þess að enginn vafi leiki á birtingu dómsorðsins í þágu fóstbræðralagsins skal dómsorðið endurtekið fyrir Atla: „Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en birtingu dóms. Áfrýjendur, Reynir Traustason og Sólartún ehf. skulu sameiginlega fá dómsorð hins áfrýjaða dóms birt í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður”. Ekkert segir um það í dómnum að hinum dæmdu beri að kaupa auglýsingar af sigurvegaranum. Vanskilaskrá hótað Eftir að dómur féll í Landsrétti var þegar leitað eftir upplýsingum frá lögfræðistofunni Juris um það hvar skyldi greiða dómskröfurnar. Áður en það komst á hreint kom tilkynning frá Creditinfo um að Sólartún og ábyrgðarmaður félagsins ættu yfir höfði sér að fara á vanskilaskrá. Dindilmennum Guðbjargar Matthíasdóttur var orðið brátt í brók. Skýrt skal tekið fram að engin fyrirstaða var gegn því að greiða þær krónur sem Landsréttur úrskurðaði að greiða skyldi og allt var greitt í samræmi við dómsorðið. Hótanir og draumfarir Einhver kynni að halda að stríðsrekstri Árvakurs fyrir dómstólum gegn Sólartúni og ábyrgðarmanni félagsins persónulega væri lokið með niðurstöðu Landsréttar og greiðslu á 50 þúsund kallinum til Árvakurs. Það var þó ekki svo, Atli Viðar var ekki af baki dottinn. Hann lét enn falla orð sem lýsa óstöðugu hugarástandi hans. DV endurómaði orðum Atla af samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti löngun sinni til að flýja eða ráðast á undirritaðan á Flateyri, mínu gamla heimaþorpi, þar sem ég var gestkomandi. „ … Ég sá Reyni á bryggjunni á Flateyri og fór í fight or flight mode. Sama kvöld fékk ég svo að heyra á Vagninum hversu illa liðinn hann hefur alltaf verið þar í bæjarfélaginu, sem reyndar var ágætt …,” skrifar Atli og slær svo enn í ásakanir sínar og notar veika konu sína til að lýsa illmennsku ritstjórnar Mannlífs: „Mig dreymdi martraðir um að Reynir birti clickbait grein um konuna mína þegar hún var að ganga í gegnum krabbameinsmeðferðina. Siðleysið í að níðast á syrgjendum er svo algert að það nær engri átt”. Tekið skal fram að draumfarir samstarfsaðila Guðbjargar Matthíasdóttur og Juris eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Engum á Mannlífi hafði dottið í hug að fjalla um harmleik þeirra hjóna. Þarna nýtir hann sér veikindi konu sinnar til að ala á óbeit sinni. Til fróðleiks er sjálfsagt að halda því til haga að Atli fór í stórt viðtal við DV um veikindin og raunir sínar í því samhengi. Samstarfsaðili Árvakurs hélt áfram í sigurfærslu sinni. Að þessu sinni er þvag honum hugleikið. „Einstaklingar eins og Reynir munu aldrei geta litið í eigin barm og áttað sig á hvers konar ofbeldi þeir eru að beita annað fólk, og því er mikilvægt að taka þá og nudda þeim upp úr eigin hlandi.“ Ósk um gjaldþrot DV segir að hann hafi þakkað lögfræðistofunni Juris fyrir að hafa farið fram úr öllum hans væntingum. Svo ber hann fram lokaósk sína sem líklega nær utan um tilgang hans, Árvakurs og Juris. „Ég gæti ekki beðið um meira. Nema kannski að Reynir Traustason verði gjaldþrota og fluttur úr landi …“. Það er leitt að þurfa að upplýsa Atla og Guðbjörgu um að undirritaður er hvorki gjaldþrota né á leið úr landi. ● Það er von mín að með tvíbirtingu dómsorðsins í aðsendri grein ljúki samskiptum mínum við þetta fóstbræðralag Atla og Guðbjargar. Greiðslum vegna málsins er að fullu lokið fyrir löngu og með þessu greinarkorni er vonandi lokið ágreiningi vegna birtingar dómsorða. Næstu árin mun ég spara mér 120 þúsund krónur á ári með því að vera ekki áskrifandi að Morgunblaðinu. Með því mun ég spara 600 þúsund krónur á fimm árum. Áréttað skal að gul útgáfa Moggans er að hluta á ábyrgð þeirra sem kaupa áskriftir og auglýsa í ófögnuðinum. Um ábyrgð og stefnu Guðbjargar þarf ekki að fjölyrða og fullvíst er að hún mun ekki sjá að sér. Guðbjörg verður áfram gul og gerir út Moggann sem áróðursgagn. Við skulum ekki létta fólkinu róðurinn með framlögum. Höfundur er rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri Mannlífs. Eftirmáli: Morgunblaðið fékk fyrstu útgáfu þessarar greinar senda til birtingar til að mæta þeirri kröfu sem felst í dómsorðinu. Karl Blöndal aðstoðarritstjóri svaraði ekki ítrekuðu erindi höfundar og er því öðrum falið að birta reifun málsins og dómsorð.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar