Fleiri fréttir

Stjörnuregn á sólóplötu

Fjórða sólóplata will.i.am. nefnist #willpower. Mick Jagger, Jennifer Lopez og Britney Spears eru á meðal gestasöngvara.

Drakúla í þrívídd

Adam Sandler vinnur nú að nýrri teiknimynd í þrívídd sem heitir Hotel Transylvania. Söguhetjan er Drakúla greifi og félagar hans sem halda upp á afmæli Mavis, dóttur Drakúla, á hóteli hans. Um er að ræða hryllings-grín og ljá stjörnur á borð við Kevin James, David Spade og Selena Gomez fígúrunum rödd sína. "Þegar allir voru mættir í stúdíóið varð alger orkusprenging sem er nauðsynleg til að sýna fram á að þessi skrímsli eru fjölskylda,“ segir Sandler og leikstjórinn, Genndy Tartakovsky, bætir því við að þarna verði engin glitrandi vampíra en þó nóg af gríni.

Myndband við nýja útgáfu af Þú og ég frumsýnt

Vísir frumsýnir hér myndband við endurhljóðblöndun af einni fallegustu perlu íslenskrar dægurlagasögu, Þú og ég. Lagið var endurhljóðblandað fyrir kvikmyndina Svartur á leik. Hljómsveitin Hljómar fluttu það upphaflega en það er eftir Gunnar Þórðarson og Ólaf Gauk.

Lohan ók á mann og lét sig hverfa

Leikkonan Lindsay Lohan keyrði á mann er hún ók út af bílastæði skemmtistaðar í Hollywood. Lohan ók brott án þess að athuga hvort manninum hefði orðið meint af.

Fjör í Vodafonehöllinni

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Sveinbi Superman.is í Vodafonehöllinni á dansleik á vegum FM 957 þar sem plötusnúðurinn heimsfrægi Tiësto kom fram. Eins og sjá má á myndunum skemmti fólk sér vel.

Kolfinna komin í úrslit

Kolfinna Kristófersdóttir keppir nú til sigurs í „Walk off" keppninni á vegum Style.com. Lesendur síðunnar hafa valið best klæddu fyrirsætu hverrar tískuviku fyrir sig og nú keppa sigurvegararnir um úrslitasætið. Kolfinna þótti best klædda fyrirsætan á tískuvikunni í London og hlaut alls 42 prósent atkvæða.

Jolie og stúlkurnar hennar

Shiloh Jolie-Pitt, 5 ára, og stóra systir hennar, Zahara, 7 ára, grettu sig í bátsferð með móður sinni, leikkonunni Angelinu Jolie, í Amsterdam í gær eins og sjá má á myndunum. Móður þeirra var greinilega skemmt en fjöldi ljósmyndara eltir mæðgurnar hvert sem þær stíga niður fæti. Þá má sjá stúlkurnar á flugvellinum á leið til Los Anglese síðar sama dag.

Paul McCartney buslar með frúnni

Paul McCartney og eiginkona hans, bandaríska auðkonan Nancy Shevell, áttu ekki í vandræðum með að leika sér í sér á ströndinni í St Barths í Frakklandi í gær...

Frægðin venst hratt

Channing Tatum segist hafa vanist því með árunum að vera þekktur leikari í Hollywood, en fyrst þótti honum tilfinningin óþægileg.

Áhættuleikari Lopez

Leikkonan Jennifer Lopez, 42 ára, er stödd í Mexíkó ásamt fríðu föruneyti...

Rokkuð Rihanna

Söngkonan vinsæla, Rihanna komst vart úr sporunum fyrir æstum aðdáendum og ljósmyndurum er hún var á ferðinni á Manhattan í vikunni.

Beyonce og barnið

Söngkonan Beyonce Knowles, 30 ára, gekk um götur New York borgar í gær með dóttur sína, Blue Ivy , framan á sér í barnapoka...

Útrásarvíkingar urðu að blásturshljóðfærum

Örn Alexander Ámundason, nýútskrifaður listamaður frá Listaháskólanum í Malmö, var með verk á opnun The Armory Show í New York. Sýningin er svonefnd listamessa þar sem gallerí setja upp sýningar í þeim tilgangi að kynna starfsemi sína og selja verk. Í ár var lögð sérstök áhersla á Norræna list og tóku meðal annars listamennirnir Shoplifter, Ragnar Kjartansson og Björk þátt í sýningunni.

Vildi vera í strákahóp

Bandaríska leikkonan Jessica Biel upplýsti lesendur W Magazine að hún hafi aldrei átt samleið með stúlkum og vildi heldur leika sér við stráka þegar hún var barn.

Súkkulaði Brownie eftir besta hráfæðiskokk heims

Hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir sem fór með sigur af hólmi í keppni hráfæðismatreiðslumanna á dögunum eftir að hún var tilnefnd í tveimur flokkum, "BEST of RAW Gourmet Chef" og líka í "Best RAW Simple Chef" og sigraði báða flokkana gefur Lífinu kökuuppskrift fyrir helgina sem bræðir bragðlaukana svo um munar.

Útrás Reykjavík í New York

Stuttmyndin Útrás Reykjavík í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur verið valin á kvikmyndahátíðina New Directors/New Films sem fer fram í New York dagana 21.mars - 1.apríl.

Kutcher mætti á opnun Evu Maríu í Hollywood

"Það var svakalega gaman á opnunarkvöldinu og gestirnir mjög hrifnir,“ segir framleiðandinn Eva María Daníels sem nýverið stofnaði listagallerí á netinu undir nafninu Gallery for the People.

Stórglæsileg í Valentino kjól

Michelle Williams, 31 árs, var glæsileg á blaðamannafundi í Tokyo í Japan þar sem hún kynnti kvikmyndina My Week With Marilyn...

Leitar að sannri ást

Leonardo DiCaprio segist ekki hafa fundið hina einu sönnu ást ennþá. Hann er núna að hitta fyrirsætuna Erin Heatherton sem er 22 ára. Hann hefur áður verið á föstu með leikkonunni Blake Lively og fyrirsætunum Bar Refaeli og Gisele Bundchen.

Hugsar stöðugt um lýtaaðgerðir

Fyrrverandi ofurfyrirsætan Janice Dickinson, 57 ára, hugsar stöðugt um að gangast undir fleiri lýtaaðgerðir því hún þráir fátt meira en að bæta útlit sitt...

Vill ekki íþróttagarp

Söngkonan Jessica Simpson á von á sínu fyrsta barni í vor og segist söngkonan óttast að stúlkan verði íþróttagarpur líkt og faðir hennar, ruðningsmaðurinn Eric Johnson. "Ég verð miður mín ef hún kýs Nike íþróttaskó fram yfir hæla frá Christian Louboutin, Eric er mjög íþróttamannslegur og ég óttast að við eigum eftir að eignast stúlku með sömu áhugamál og hann. Ég er hrædd um að geta ekki farið með henni á búðarráp því það eina sem hún vill eru íþróttatoppar og íþróttaskór,“ sagði söngkonan í nýlegu viðtali við bandaríska Elle.

Ástfangin Gossip Girl stjarna

Leikaraparið Blake Lively og Ryan Reynolds leiddist á leið í lautarferð á sunnudaginn í Los Angeles. Parið kom við í ísbúð áður en það fór í rómantíska leiðangurinn. Þá má einnig sjá Blake ásamt leikkonunni Elizabeth Hurley við tökur á sjónvarpsþáttunum vinsælu Gossip Girl í New York.

Lopez og kærastinn í Mexíkó

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez, 42 ára, var mynduð við tökur á nýju tónlistarmyndbandi við lagið "Follow the Leader“ í Acapulco í Mexíkó í gærdag. Eins og sjá má á myndunum var kærastinn hennar, dansarinn Casper Smart, nálægur.

Enginn smá munur á Megan Fox

Leikkonan Megan Fox, 25 ára, yfirgaf verslun í gærdag í Los Angeles með sólgleraugu á nefinu eins og sjá má á myndunum. Þá má einnig sjá Megan á frumsýningu myndarinnar Friends With Kids klædd í gylltan Elie Saab kjól.

Áhuginn kviknaði hjá Warner Brothers

Ágústa Fanney Snorradóttir stundar BA-nám í Cinema and Television Arts í Los Angeles. Hún sér að auki um tökur á gamanþáttum útvarpskonunnar Ragnhildar Magnúsdóttur sem sýndir eru á vefsíðunni Funny or Die.

Jessica Biel með trúlofunarhringinn

Leikkonan Jessica Biel, 30 ára bar trúlofunarhringinn sem Justin Timberlake gaf henni þegar hann fór á skeljarnar yfir jólin. Hringurinn fór ekki fram hjá nokkrum einasta manni sökum stærðar eins og sjá má á myndunum sem teknar á körfuboltaleik Lakers gegn Boston Celtics á sunnudaginn var í Staples Center í Los Angeles. Lakers sigruðu 97-94.

FC Ógn hafði betur á KR-vellinum

Hart var barist er knattspyrnuliðið FC Ógn keppti á móti liði frægra kvenna á KR-vellinum á laugardag. Leikurinn var til styrktar Rakel Söru Magnúsdóttur sem hefur fimm sinnum greinst með krabbamein.

Mannleg erótík í Mottumars

"Þetta skotgengur alveg," segir Baldur Ragnarsson, gítarleikari rokksveitarinnar Skálmaldar. Baldur hefur safnað yfir sextíu þúsund krónum í Mottumarskeppninni og var kominn í sjötta sæti þegar blaðamaður ræddi við hann. Hinir meðlimir Skálmaldar hafa heitið því að styrkja hann um tuttugu þúsund krónur ef hann nær áttatíu þúsund króna markinu.

Munkahandrit í undanúrslitum

„Það er gaman að fá klapp á bakið,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Björn Brynjúlfur Björnsson. Handrit hans að myndinni Sumarið 800 er eitt af 35 handritum sem eru komin í undanúrslit bandarísku keppninnar Bluecatsscreenplay. 2.300 handrit voru send í keppnina á síðasta ári. Handrit Björns er eitt af fjórum utan Bandaríkjanna og Bretlands sem eru enn eftir í keppninni.

Justin Bieber flýr ágenga ljósmyndara

Justin Bieber og unnusta hans, Selena Gomez, 19 ára, reyndu allt hvað þau gátu til að forðast ágenga ljósmyndara þegar þau yfirgáfu bar í Florida um helgina. Eins og sjá má reyndi Selena að hylgja andlit sitt með símanum sínum. Justin, sem varð átján ára 1. mars, fékk eftirfarandi afmlæiskveðju frá Selenu á Twitter: „Til hamingju með afmælið besti vinur í heimi!!! Vonandi verður afmælisdagurinn frábær elskan!"

Með gítarhönd í fatla

Baráttujaxlinn, boltahetjan og gleðigjafinn Hermann Hreiðarsson, sem er á samningi hjá Coventry City, er einn af eigendum Kex Hostel við Skúlagötu. Hermann var sjálfur staddur í samkomusal Kexins á föstudagskvöld, með aðra hönd í fatla, enda tiltölulega nýkominn úr aðgerð á öxl.

Angelina og börnin í morgungöngu

Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, fór í morgungöngu á sunnudaginn var í New Orleans í Louisiana með þremur af börnum sínum. Eins og sjá má í myndasafni leiddi leikkonan Pax, 8 ára , Zahara, 7 ára, og tvíburann Vivienne, 3 ára, sem kippa sér gerinilega ekki upp við að vera elt af ljósmyndurum hvert sem þau fara.

Vinsælt Eldhús

Markaðsátakið Inspired by Iceland heldur áfram að vekja athygli erlendra fjölmiðla og hefur Huffingtonpost.co.uk meðal annars fjallað nokkuð um verkefnið Eldhús-Iceland's little house of food sem nú er í gangi.

Fjölskylda Whitney í viðtali hjá Opruh

Sjónvarpsdrottning allra tíma, Oprah Winfrey, settist niður með systur Whitney Houston sem lést í febrúar aðeins 48 ára að aldri, Patriciu, bróður Gary, og dóttur Whitney, Bobbi Kristinu, 19 ára. Viðtalinu var sjónvarpað í gær sunnudag á sjónvarpsstöð Opruh. Eins og sjá má á myndunum féllu mörg tár. Þar sagði Patricia meðal annars að orðrómurinn um að fyrrverandi eiginmaður Whitney, Bobbi Brown, væri ástæaðn fyrir eiturlyfjanotkun Whitney, væri alls ekki á rökum reistur. "Ég get ekki sagt að hann hafi kynnt hana fyrir eiturlyfjum. Það er alls ekki rétt.“

Hárið hennar Rihönnu

Söngkonan Rihanna, 24 ára, er dugleg að breyta um hárgreiðslur og háralit eins og sjá má á meðfylgjndi myndum....

McConaughey kyssir konuna

Hjartaknúsarinn mikli Matthew McConaughey mætti með fallegu spúsu sína, Camila Alves á frumsýningu myndarinnar Killer Joe í Texax um helgina.

Afslöppuð Angelina

Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, og unnusti hennar, leikarinn Brad Pitt, 48 ára, voru sallarólega þegar bílstjóri þeirra keyrði þau í gegnum þvöguna fyrir utan Hyatt hótelið í New Orleans, Louisiana...

Aniston og kærastinn á hlaupum

Leikkonan Jennifer Aniston og unnusti hennar Justin Theroux yfirgáfu hótel í Tribeca hverfinu í New York í gærdag. Eins og sjá má á myndunum voru þau bæði á hlaupum enda fjöldi ljósmyndara sem beið þeirra fyrir utan hótelið. Þá keyrðu þau beint út á flugvöll þar sem einkaþotan beið þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir