Lífið

FC Ógn hafði betur á KR-vellinum

Lið FC Ógnar hafði betur í viðureign liðsins við stjörnum prýtt lið frægra kvenna.
Lið FC Ógnar hafði betur í viðureign liðsins við stjörnum prýtt lið frægra kvenna. fréttablaðið/daníel
Hart var barist er knattspyrnuliðið FC Ógn keppti á móti liði frægra kvenna á KR-vellinum á laugardag. Leikurinn var til styrktar Rakel Söru Magnúsdóttur sem hefur fimm sinnum greinst með krabbamein.

Lið FC Ógnar hafði betur í viðureign liðanna og skoraði um 20 mörk á meðan stjörnuliðið skoraði einungis tvö. Í tilraun til að rétta af markamuninn var ákveðið að markmaður FC Ógnar fengi ekki að verja skot með höndum auk þess sem Saga Garðarsdóttir, liðsmaður Ógnar, lék um stund fyrir hönd rithöfundarins Tobbu Marinósdóttur.

Liðsmenn skildu þó sáttir að lokum enda var markmið leiksins fyrst og fremst að leggja góðum málstað lið.

Smellið á myndina til að fletta myndasafninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.