Kutcher mætti á opnun Evu Maríu í Hollywood 14. mars 2012 11:00 Kvikmyndaframleiðandinn Eva María Daníels stofnaði nýverið listagallerí á netinu og var fjölmennt á opnunarkvöldinu í Hollywood þar sem Ashton Kutcher og Melanie Griffith voru meðal gesta. Nordicphotos/getty „Það var svakalega gaman á opnunarkvöldinu og gestirnir mjög hrifnir," segir framleiðandinn Eva María Daníels sem nýverið stofnaði listagallerí á netinu undir nafninu Gallery for the People. Listagalleríið er hliðarverkefni hjá Evu Maríu sem hefur getið sér góðs orðs sem kvikmyndaframleiðandi en hún er búsett í Los Angeles. Í galleríinu verða til sýnis verk eftir nýja jafnt sem rótgróna listamenn þar sem netið er sýningarrýmið. „Ég hef alltaf verið mjög heilluð af list og þekki mjög marga sem deila þessum áhuga, en búa út um allan heim og hafa því ekki tækifæri til að sækja allar þær sýningar sem þeir vilja. Þess vegna fannst mér sniðugt að nota netið sem sýningarrými og leyfa þá öllum að hafa jafnan aðgang að sýningunum, sama hvort þeir vilji bara skoða eða festa kaup á verkunum." Reglulega ætlar Eva María að halda svokallaðar „pop up" sýningar en hún gerir sér grein fyrir að sumir geta ekki keypt list án þess að sjá verkin berum augum. Fyrsta sýning Evu Maríu var haldin í sýningarrými Soho House í Hollywood í síðustu viku þar sem stjörnur á borð við Ashton Kutcher, Melanie Griffith og Danny Masterson voru meðal gesta. Gestgjafi kvöldsins var leikkonan Dakota Johnson en hún lék einmitt eitt af aðalhlutverkunum í seinustu mynd sem Eva Maríu framleiddi, Goats.Hinn nýskildi Ashton Kutcher lék á als oddi ásamt gamla félaga sínum úr sjónvarpsþáttunum That ´70s Show, Danny Masterson.„Það er gaman að geta sameinað starfsemi gallerísins og framleiðslufyrirtækisins að einhverju leyti. Dakota Johnson er yndisleg og safnaði saman mjög skemmtilegu fólki á þessa fyrstu sýningu. Melanie Griffith var hrifin og keypti tvær myndir af okkur," segir Eva María Hægt er að fylgjast með og skoða galleríið á síðunni Galleryforthepeople.com. - áp Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Sjá meira
„Það var svakalega gaman á opnunarkvöldinu og gestirnir mjög hrifnir," segir framleiðandinn Eva María Daníels sem nýverið stofnaði listagallerí á netinu undir nafninu Gallery for the People. Listagalleríið er hliðarverkefni hjá Evu Maríu sem hefur getið sér góðs orðs sem kvikmyndaframleiðandi en hún er búsett í Los Angeles. Í galleríinu verða til sýnis verk eftir nýja jafnt sem rótgróna listamenn þar sem netið er sýningarrýmið. „Ég hef alltaf verið mjög heilluð af list og þekki mjög marga sem deila þessum áhuga, en búa út um allan heim og hafa því ekki tækifæri til að sækja allar þær sýningar sem þeir vilja. Þess vegna fannst mér sniðugt að nota netið sem sýningarrými og leyfa þá öllum að hafa jafnan aðgang að sýningunum, sama hvort þeir vilji bara skoða eða festa kaup á verkunum." Reglulega ætlar Eva María að halda svokallaðar „pop up" sýningar en hún gerir sér grein fyrir að sumir geta ekki keypt list án þess að sjá verkin berum augum. Fyrsta sýning Evu Maríu var haldin í sýningarrými Soho House í Hollywood í síðustu viku þar sem stjörnur á borð við Ashton Kutcher, Melanie Griffith og Danny Masterson voru meðal gesta. Gestgjafi kvöldsins var leikkonan Dakota Johnson en hún lék einmitt eitt af aðalhlutverkunum í seinustu mynd sem Eva Maríu framleiddi, Goats.Hinn nýskildi Ashton Kutcher lék á als oddi ásamt gamla félaga sínum úr sjónvarpsþáttunum That ´70s Show, Danny Masterson.„Það er gaman að geta sameinað starfsemi gallerísins og framleiðslufyrirtækisins að einhverju leyti. Dakota Johnson er yndisleg og safnaði saman mjög skemmtilegu fólki á þessa fyrstu sýningu. Melanie Griffith var hrifin og keypti tvær myndir af okkur," segir Eva María Hægt er að fylgjast með og skoða galleríið á síðunni Galleryforthepeople.com. - áp
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Sjá meira