Lífið

Mannleg erótík í Mottumars

Baldur Ragnarsson með mottuna sína sem hefur safnað tugum þúsunda króna.
Baldur Ragnarsson með mottuna sína sem hefur safnað tugum þúsunda króna.
„Þetta skotgengur alveg," segir Baldur Ragnarsson, gítarleikari rokksveitarinnar Skálmaldar.

Baldur hefur safnað yfir sextíu þúsund krónum í Mottumarskeppninni og var kominn í sjötta sæti þegar blaðamaður ræddi við hann. Hinir meðlimir Skálmaldar hafa heitið því að styrkja hann um tuttugu þúsund krónur ef hann nær áttatíu þúsund króna markinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem gítarleikarinn tekur þátt í Mottumars. „Ég hef alltaf verið í leikritum sem hafa aftrað því að ég hafi getað gert þetta. Þetta var í fyrsta sinn sem ég gat þetta og ég stökk á það," segir Baldur. „Þetta er frábært málefni og þetta skiptir máli, það segir sig sjálft."

Baldur er einnig með lið í Mottumarskeppninni sem heitir Dætrasynir. Það er hljómsveit sem hann hefur stofnað með Flosa Þorgeirssyni úr rokksveitinni Ham og Lofti S. Loftssyni úr Hrauni. „Það gengur svona ljómandi vel. Við vorum síðast þegar ég vissi í þriðja sæti í liðakeppninni, á eftir Ikea, og vorum búnir að safna 70 til 80 þúsund krónum."

Baldur hefur sett „mannlegar erótískar" myndir af sér á heimasíðu Mottumars á tíu þúsund króna fresti. „Það hefur virkað mjög vel, enda hefur mannleg erótík oftast selst vel." -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.