Lífið

Fjölskylda Whitney í viðtali hjá Opruh

myndir/OWN
Sjónvarpsdrottning allra tíma, Oprah Winfrey, settist niður með Patriciu, systur Whitney Houston sem lést í febrúar aðeins 48 ára að aldri, bróður hennar, Gary, og dóttur söngkonunnar, Bobbi Kristinu, 19 ára.

Viðtalinu var sjónvarpað í gær sunnudag á sjónvarpsstöð Opruh. Eins og sjá má á myndunum féllu mörg tár í viðtalinu.

Þar sagði Patricia meðal annars að orðrómurinn um að fyrrverandi eiginmaður Whitney, Bobbi Brown, væri ástæðan fyrir eiturlyfjanotkun Whitney, væri alls ekki á rökum reistur.

„Ég get ekki sagt að hann hafi kynnt hana fyrir eiturlyfjum. Það er alls ekki rétt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.