Lífið

Vill ekki íþróttagarp

Jessica Simpson óttast að eiga lítið sameiginlegt með dótturinni sem hún ber undir belti.
Jessica Simpson óttast að eiga lítið sameiginlegt með dótturinni sem hún ber undir belti. nordicphotos/getty
Söngkonan Jessica Simpson á von á sínu fyrsta barni í vor og segist söngkonan óttast að stúlkan verði íþróttagarpur líkt og faðir hennar, ruðningsmaðurinn Eric Johnson. „Ég verð miður mín ef hún kýs Nike íþróttaskó fram yfir hæla frá Christian Louboutin, Eric er mjög íþróttamannslegur og ég óttast að við eigum eftir að eignast stúlku með sömu áhugamál og hann. Ég er hrædd um að geta ekki farið með henni á búðarráp því það eina sem hún vill eru íþróttatoppar og íþróttaskór," sagði söngkonan í nýlegu viðtali við bandaríska Elle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.