Fleiri fréttir

Fyrstir með Game of Thrones

Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones verða Evrópufrumsýndir á Stöð 2 þann 2. apríl. Fyrsti þátturinn verður því sýndur á sjónvarpsstöðinni innan við sólarhring eftir frumsýninguna á HBO í Bandaríkjunum.

Britney Spears á leið í X-Factor

Britney Spears er í þann mund að skrifa undir samning um að vera dómari í sjónvarpsþáttunum X-Factor. Talið er að hún fái í sinn hlut tíu milljónir dollara, eða um 1,2 milljarða króna, fyrir næstu þáttaröð.

Engin börn með Jolie

Leikarahjónin fyrrverandi Billy Bob Thornton og Angelina Jolie ákváðu að skilja vegna þess að Thornton vildi ekki eignast börn með Jolie.

Heidi tjáir sig um skilnaðinn

Fyrirsætan og sjónvarpskonan Heidi Klum hefur í fyrsta sinn tjáð sig um skilnaðinn við popparann Seal. Þau skildu í janúar eftir sjö ára hjónaband.

Miðlar reynslunni til annarra íþróttamanna

Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona, þjálfari og tveggja barna móðir á ævintýralegan feril að baki. Á hún meðal annars yfir 40 íslandsmet, 40 bikarmeistaramet ásamt því að hafa sigrað norðulandamót, smáþjóðleika og svo mætti lengi telja. Hvenær byrjaðir þú fyrst að æfa íþróttir? Ég var sjö ára gömul þegar ég byrjaði að æfa handbolta. Ferillinn í nokkrum orðum? Frjálsíþróttaferillinn var ótrúlega skemmti­legur, margir sigrar, mikið af ferðalögum, bjó í USA, kynntist skemmtilegu fólki alls staðar að, og ég endaði bara ­nokkuð sátt. Hvaða hreyfingu stundar þú í dag? Í dag er ég að æfa crossfit en þar upplifi ég þessa keppni við sjálfan mig sem ég var farin að sakna. Svo tek ég spretti vikulega. Hversu oft í viku hreyfir þú þig að meðal­tali? Fjórum til fimm sinnum í viku. Hefurðu lent í því að fá leið á íþróttum? Já, eftir að ég hætti í frjálsum fannst mér erfitt að finna mér eitthvað nógu skemmtilegt og eitthvað sem var nógu mikil áskorun. Hvað gerirðu þá? Þá tek ég mér bara smá hvíld, ég leyfi mér hvíld í ákveðið marga daga. Hvað gerirðu til að dekra við kroppinn? Nú, ég fer á æfingu, einnig hef ég kíkt í Foam Flex tímana í Sporthúsinu. Nú áttu tvö ung börn – breyttirðu miklu í æfingunum á meðgöngunni? Mér líður nú eins og ég eigi að gefa voða flott svar núna sem þjálfari en sann­leikurinn er sá að á fyrri meðgöngunni minni æfði ég ekkert, ég var að leggja skóna á hilluna og varð ólétt á sama tíma. Á þeirri seinni var ég dugleg í fimm mánuði en þá var ég orðin þreytt og vildi frekar fara út að leika með eldri ­stráknum mínum en að eyða orkunni í æfingar. Fékkstu æði fyrir einhverjum sér­stökum mat? Ég var í súra pakkanum á fyrri meðgöngunni, já og kókoskúlunum í Bæjarbakaríi, en engu sérstöku á þeirri seinni. Þú auglýstir nýlega eftir íþróttafólki í átak á síðunni þinni, ­siljaulfars.is. Hvernig gekk að fá fólk og út á hvað gengur átakið? Það gekk ofsalega vel að fá þátttakendur og dró ég á ­endanum tvo íþróttamenn úr pottinum. Átakið gengur út á að þeir bæti sig sem mest í hraða á einum mánuði en þeir æfa hjá mér tvisvar í viku. Mér finnst alveg rosalega gaman að vinna með íþróttafólk en mínar helstu áherslur eru hraðþjálfun. Hversu mikilvæga telurðu markmiða­setningu vera í líkamsræktinni? Hún skiptir miklu meira máli en fólk gerir sér grein fyrir. Það eiga allir að vera með markmið – og helst að láta það ekki bara snúast um vigtina! Eitthvað að lokum? Settu þér markmið, reyndu alltaf að bæta þig og hafðu gaman af því að stunda hreyfingu. Og já, ekki borða mikið af kókosbollum á meðgöngu!

Nýtt barn hjá Sólmundi

Þáttastjórnandinn og grínistinn Sólmundur Hólm varð tveggja barna faðir í vikunni. Eiginkona hans, Elín Anna Steinarsdóttir, fæddi dreng í gærmorgun en móður og barni heilsast vel.

Rolling Stone mælir með Ömmu Lo-Fi

Tónlistartímaritið Rolling Stone setur íslensku heimildarmyndina Amma Lo-Fi á lista yfir heitustu myndirnar tengdar tónlist á hátíðinni SXSW, sem fer fram um helgina í Austin, Texas.

Glæsileikinn allsráðandi

Vesalingarnir, einn allra vinsælasti söngleikur leikhússögunnar, var frumsýndur á fjölum Þjóðleikhússins í flutningi einvala liðs leikara og söngvara á laugardaginn var. Þá fögnuðu Sambíóin 30 ára afmæli á Grand hótel síðasta föstudag. Afmælis- og frumsýningargestir voru stórglæsilegir í hátíðarskapi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Bætist í titlaflóru Tobbu

Enn bætist í titlasafn Þorbjargar Marinósdóttur, eða Tobbu Marinós eins og hún er betur þekkt. Tobba hefur í gegnum tíðina verið titluð sem rithöfundur, deitdrottining, fjölmiðlakona, vefstjóri, kynningarfulltrúi og nú fyrir skemmstu var hún gerð að markaðsstjóra Skjásins.

Fær fiðrildi í magann

Leikkonan Kyra Sedgwick hefur verið gift leikaranum Kevin Bacon í 23 ár en segist enn fá fiðring í hvert sinn sem hún sér eiginmann sinn.

Lindsay litar hárið rautt

Leikkonan Lindsay Lohan, 25 ára, hefur litað ljósu lokkana rauða. Rauður er hennar náttúrulegi háralitur og fer henni vel eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Beverly Hills í gærdag þegar hún yfirgaf læknastöð. Þá má einnig sjá systir hennar sem heitir Aliana á ferðinni í Beverly Hills stuttu eftir að Lindsay var mynduð. Einnig má sjá myndir af Lindsay þegar hún var ljóshærð.

Sindri orðinn pabbi

Sjónvarpsmaðurinn knái, Sindri Sindrason hefur lítið sést á skjánum síðustu vikurnar enda ný orðinn pabbi. Sindri og Albert maðurinn hans fengu litla stúlku í fóstur á dögunum og er nú hugur þeirra og hjarta í því að hugsa um litlu dótturina. Sindri er mjög hamingjusamur heimavinnandi með litlu stelpunni sinni og brosir hringinn allan daginn við að annast hana. Það styttist þó í að Sindri snúi aftur á skjáinn því sú stutta hefur nú fengið pláss á Hjallaleikskólanum Laufásborg.

Heidi Klum opnar sig um sambandsslitin

Þýska fyrirsætan og sjónvarpsstjarnan Heidi Klum, 38 ára, opnar sig í apríl hefti ELLE tímaritsins um sambandsslit hennar og söngvarans Seal, 49 ára, en þau hættu saman í janúar á þessu ári. Heidi viðurkennir að sjö ára hjónaband þeirra var ekki eins rómantískt og fullkomið eins og það leit út fyrir að vera. Vandamálin voru til staðar en þau héldu þeim út af fyrir sig að sögn Heidi. „Heimurinn fyrir utan hjónabandið fékk eingöngu að heyra frábæru hlutina sem við upplifðum saman. Ég vil ekki fara ofan í erfiðleikana í sambandinu. Ég vil halda áfram og horfa fram á við með mig og fjölskylduna mína. Annars verð ég svo reið og bitur,“ er haft eftir Heidi í blaðinu.

Eva Longoria skilin við unglambið

Desperate Housewives stjarnan Eva Longoria, 36 ára, og Eduardo Cruz, 27 ára, eru hætt saman eftir eins árs langt samband. Þetta var sameiginleg ákvörðun, lét Eva hafa eftir sér. Meðfylgjandi má sjá myndir af þeim yfirgefa veitingahúsið hennar Evu, Beso, í Los Angeles.

Brosmild Angelina

Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, vinkaði til aðdáenda sinna þar sem hún sat í aftursæti í svartri bifreið glæsileg eins og ávallt. Angelina var klædd í svartar þröngar síðbuxur, hvítan jakka og látlausan topp við. Skoða má leikkonuna betur í meðfylgjandi myndasafni.

Met féllu á Boladeginum - Sigurvegarinn fékk svar frá Dennis Rodman

Óhætt er að segja að íslenski Boladagurinn á Twitter hafi heppnast vonum framar en í tilkynningu frá aðstandendum segir að hundruð Íslendinga hafi tekið afar virkan þátt í því að trufla stórstjörnur víða um heim í heilan sólarhring. "Þeir gerðu þeim lífið afar leitt.“

Kátir gestir á opnunarkvöldi

Veitingastaðurinn RUB 23 opnaði við Aðalstræti 2 í gær. Á miðvikudag var haldið sérstakt frumsýningarpartý og fengu gestir að smakka rétti af matseðli staðarins.

Twilight-parið á hlaupum

Meðfylgjandi má sjá Twilight-stjörnurnar Robert Pattinson og Kristen Stewart á Charles de Gaulle flugvelli í París í Frakklandi. Vampíru-ævintýrið sem haldið hefur amerískum táningsstelpum og húsmæðrum við efnið undanfarin ár hefur slegið í gegn á heimsvísu. Bækurnar hafa selst í 116 milljónum eintaka og verið þýddar yfir á 38 tungumál, þar á meðal íslensku. Bækurnar fengu snemma jákvæða umsögn frá hinu íhaldssama ameríska foreldrasamfélagi.

RUB23 opnar í Reykjavík

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar veitingastaðurinn RUB23 opnaði í vikunni í Aðalstræti í Reykjavík. Fjöldi manns mætti til að fagna með Akureyringunum Einari Geirssyni og Kristjáni Þóri Kristjánssyni veitingamönnum.

Lebowski-gestum fjölgar ört

Hin árlega Big Lebowski-hátíð verður haldin á laugardagskvöld í Keiluhöllinni, Öskjuhlíð. Mikið hefur breyst síðan keppnin var fyrst haldin fyrir sex árum. "Þá mættu fimmtán og ég þekkti alla með nafni," segir Svavar H. Jakobsson, sem skipuleggur keppnina ásamt Ólafi H. Jakobssyni. Í fyrra voru gestirnir 110 talsins, sem er metþátttaka.

Fóru mannavillt

Söngkonan Debbie Harry lenti í því um helgina að vera ruglað við leikkonuna Lindsay Lohan. Konurnar gistu báðar á Mercer-hótelinu í New York helgina sem leið og því var urmull af ljósmyndurum í biðstöðu við hótelið þá helgi.

Milu Kunis dreymir um stærri rass

Mila Kunis er eflaust öfunduð af mörgum fyrir útlit sitt, enda margoft verið valin á alls kyns lista yfir kynþokka og fegurð og er eftirsótt af mörgum.

Gagnrýndur fyrir vinnusiðferði

Hönnuðurinn Marc Jacobs var gagnrýndur fyrir að ráða tvær barnungar fyrirsætur til að taka þátt í sýningu sinni á tískuvikunni í New York. Nú hefur Jacobs aftur ratað í fréttir, í þetta sinn fyrir að greiða ekki fyrirsætum sínum laun.

Aldrei í íþróttaföt

Victoria Beckham upplýsir lesendur franska tímaritsins Madame Figaro að hún elski tísku of mikið til þess að nokkru sinni klæðast íþróttagalla.

Spilar í "geimskipi“

Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen flutti til Portúgal í haust og hefur dvalið þar síðan ásamt Guðrúnu Harðardóttur, kærustunni sinni.

Lítið fyndinn í alvörunni

Gamanleikarinn Will Ferrell segir aðdáendur sína iðulega verða vonsvikna þegar þeir hitta hann í lifanda lífi. Þetta kemur fram í viðtali sem hann veitti tímaritinu Rolling Stone.

Semur vel við tengdó

Leikkonan Kate Hudson, 32 ára, og unnusti hennar, söngvari hljómsveitarinnar Matt Bellamy, stilltu sér upp ásamt móður Kate, leikkonunni Goldie Hawn, á styrktarsamkomu síðarnefndu...

Glænýtt lag með Bubba og Mugison

Bubbi Morthens er þessa dagana að hefja kynningu á nýjustu plötu sinni, Þorpinu, sem kemur út um miðjan apríl. Bubbi hefur sjálfur lýst plötunni sem "þjóðlagastöffi í anda Sögur af landi".

Brad og börnin

Leikarinn Brad Pitt, 48 ára, og börnin hans Zahara, 7 ára, Shiloh, 5 ára, og Maddox, 10 ára, nutu sín í New Orleans í gær. Eins og sjám á á myndunum hjólaði hann um hverfið á mótorhjólinu sínu. Þá má einnig sjá myndir af Brad í myndasafni ásamt kollega sínu, leikaranum George Clooney á góðgerðarsamkomu í Hollywood á dögunum.

Casey Affleck leikur yngri bróður Bales

Sjarmörinn Casey Affleck fer með hlutverk í nýrri mynd Scotts Cooper, Out Of The Furnace. Christian Bale leikur á móti honum í myndinni og munu þeir leika bræður. Ef marka má fréttirnar skákaði Affleck meðal annars þeim Garrett Hedlund og Channing Tatum sem áður höfðu verið orðaðir við hlutverkið.

Útgáfuteiti Jónínu Leósdóttur

Útgáfu bókarinnar Léttir - hugleiðingar harmonikkukonu eftir Jónínu Leósdóttur var fagnað í Eymundsson Austurstræti í vikunni. Eins og sjá má á myndunum var leikandi létt stemning þar sem spilað var á harmonikku og höfundur las upp úr bókinni.

Jessica Simpson situr nakin fyrir

Jessica Simpson sem á von á sínu fyrsta barni í sumar, gerði sér lítið fyrir og tók þátt í að endurgera eina frægustu forsíðu fyrr og síðar...

Í fullu starfi sem víkingur

Víkingafélagið Einherjar fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag, á baráttudegi kvenna. Formaður félagsins segir víkingalífið vera lífsstíl útaf fyrir sig og sjálfur er hann fullstarfandi víkingur.

Gerir allt vitlaust þriðja hvern dag

"Ég treysti mér alveg til að gera allt vitlaust þriðja hvern dag,“ segir Eiríkur Jónsson. Blaðamaðurinn umdeildi er í þann mund að setja í loftið vefsíðuna Eirikurjonsson.is.

Aldargamalt ævintýri á hvíta tjaldið

Ævintýramyndin John Carter verður frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er byggð á skáldsögunni A Princess of Mars og segir frá hermanninum John Carter sem lendir óvænt á plánetunni Mars og verður óvænt þátttakandi í stríði milli ólíkra þjóðflokka sem búsettir eru á plánetunni.

Blúnda er það sem koma skal

Leikkonan Sarah Jessica Parker, 26 ára, var klædd í tvískiptan kjól sem var blúnda að ofan þegar hún mætti á Louis Vuitton tískusýninguna á tískuvikunni í París í Frakklandi í gær. Þá má sjá Söruh á Charles de Gaulle flugvellinum í fyrradag.

Jolie og Pitt dekra við börnin

Það virðist enginn hægðarleikur fyrir stjörnuparið Angelinu Jolie og Prad Pitt að eiga venjulegan dag úti með börnum sínum...

Demi útskrifuð úr meðferð

Leikkonan Demi Moore hefur ekki átt sjö dagana sæla. Fyrir fimm vikum fékk hún taugaáfall í kjölfar framhjáhalds þáverandi eiginmanns hennar, Ashton Kutcher, sem hún skildi síðan við, og skráði sig í meðferð. Í gær kom hún á einkaþotu til Los Angeles eftir vikudvöl í karabíska hafinu en þar dvaldi hún í sumarhúsi í eigu leikarans Bruce Willis sem hún var gift 1987 - 2000. Ekki er vitað á hvaða meðferðarheimili Demi dvaldi.

Sjá næstu 50 fréttir