Lífið

Drakúla í þrívídd

Hotel Transylvania verður frumsýnd vestanhafs í lok september.
Hotel Transylvania verður frumsýnd vestanhafs í lok september.
Adam Sandler vinnur nú að nýrri teiknimynd í þrívídd sem heitir Hotel Transylvania. Söguhetjan er Drakúla greifi og félagar hans sem halda upp á afmæli Mavis, dóttur Drakúla, á hóteli hans. Um er að ræða hryllings-grín og ljá stjörnur á borð við Kevin James, David Spade og Selena Gomez fígúrunum rödd sína. „Þegar allir voru mættir í stúdíóið varð alger orkusprenging sem er nauðsynleg til að sýna fram á að þessi skrímsli eru fjölskylda," segir Sandler og leikstjórinn, Genndy Tartakovsky, bætir því við að þarna verði engin glitrandi vampíra en þó nóg af gríni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.