Stjörnuregn á sólóplötu 15. mars 2012 15:00 Fjórða sólóplata will.i.am. nefnist #willpower. Mick Jagger, Jennifer Lopez og Britney Spears eru á meðal gestasöngvara. Fjórða sólóplata will.i.am. úr hljómsveitinni The Black Eyed Peas nefnist #willpower og er væntanleg á næstunni. Í fyrsta smáskífulaginu, hinu eldhressa T.H.E. (The Hardest Ever), nýtur hann aðstoðar frá ekki ómerkari manneskjum en Mick Jagger og Jennifer Lopez. „#willpower er stútfull af upplífgandi lögum, sem hvetja fólk áfram sem á því þarf að halda," sagði will.i.am. Popparinn ólst upp í Los Angeles. Í menntaskóla kynntist hann Allan Lindo, eða apl.de.ap. úr Black Eyed Peas, og ásamt þremur öðrum stofnuðu þeir rappsveitina Atban Klann. Rapparinn Eazy-E sá efnivið í strákunum og gerði við þá útgáfusamning hjá fyrirtæki sínu Ruthless Records árið 1991. Þeir tóku upp plötu en hún leit aldrei dagsins ljós vegna dauða Eazy-E 1995. Atban Klann breytti nafni sínu í The Black Eyed Peas og sú sveit hefur núna selt yfir fimmtíu milljónir platna um heim allan. Þegar The Black Eyed Peas hafði gefið út tvær plötur vildi will.i.am. koma eigin efni á framfæri og gaf út sína fyrstu sólóplötu, Lost Change, árið 2001. Tveimur árum síðar gaf hann út þá næstu, Must B 21 en frekar lítið fór fyrir þeim báðum. Eftir útgáfu fjórðu plötu Black Eyed Peas, stjórnaði will.i.am. upptökum á fyrstu sólóskífu Fergie, The Dutchess. Í framhaldinu hóf hann samstarf með Michael Jackson árið 2006. Það stóð yfir til dauða Jacksons en að sögn Will verður ekkert gefið út af efninu sem þeir tóku upp. Þriðja sólóplata will.i.am., Songs About Girls, kom út 2007. Sjálfur leit hann á hana sem fyrstu sólóplötu sína. Hinar tvær voru að hans mati eingöngu samansafn efnis sem hann hafði verið að dunda sér við í hljóðverinu. Songs About Girls hlaut dræmar móttökur og fór einungis í 38. sætið á Billboard-listanum á meðan sólóplata Fergie fór beint í annað sætið. Nýjasta sólóplatan átti upphaflega að heita Black Einstein. Nokkur lög sem Will tók upp fyrir teiknimyndina Rio verða þar í nýjum útgáfum, auk þess sem Nicki Minaj, Britney Spears, Cheryl Cole og Busta Rhymes eru á meðal gestasöngvara. Miðað við nýja smáskífulagið með Jagger og Lopez gæti þessi fjórða plata hitt í mark og aflað will.i.am. virðingar sem öflugur sólótónlistarmaður. freyr@frettabladid.is Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Fjórða sólóplata will.i.am. nefnist #willpower. Mick Jagger, Jennifer Lopez og Britney Spears eru á meðal gestasöngvara. Fjórða sólóplata will.i.am. úr hljómsveitinni The Black Eyed Peas nefnist #willpower og er væntanleg á næstunni. Í fyrsta smáskífulaginu, hinu eldhressa T.H.E. (The Hardest Ever), nýtur hann aðstoðar frá ekki ómerkari manneskjum en Mick Jagger og Jennifer Lopez. „#willpower er stútfull af upplífgandi lögum, sem hvetja fólk áfram sem á því þarf að halda," sagði will.i.am. Popparinn ólst upp í Los Angeles. Í menntaskóla kynntist hann Allan Lindo, eða apl.de.ap. úr Black Eyed Peas, og ásamt þremur öðrum stofnuðu þeir rappsveitina Atban Klann. Rapparinn Eazy-E sá efnivið í strákunum og gerði við þá útgáfusamning hjá fyrirtæki sínu Ruthless Records árið 1991. Þeir tóku upp plötu en hún leit aldrei dagsins ljós vegna dauða Eazy-E 1995. Atban Klann breytti nafni sínu í The Black Eyed Peas og sú sveit hefur núna selt yfir fimmtíu milljónir platna um heim allan. Þegar The Black Eyed Peas hafði gefið út tvær plötur vildi will.i.am. koma eigin efni á framfæri og gaf út sína fyrstu sólóplötu, Lost Change, árið 2001. Tveimur árum síðar gaf hann út þá næstu, Must B 21 en frekar lítið fór fyrir þeim báðum. Eftir útgáfu fjórðu plötu Black Eyed Peas, stjórnaði will.i.am. upptökum á fyrstu sólóskífu Fergie, The Dutchess. Í framhaldinu hóf hann samstarf með Michael Jackson árið 2006. Það stóð yfir til dauða Jacksons en að sögn Will verður ekkert gefið út af efninu sem þeir tóku upp. Þriðja sólóplata will.i.am., Songs About Girls, kom út 2007. Sjálfur leit hann á hana sem fyrstu sólóplötu sína. Hinar tvær voru að hans mati eingöngu samansafn efnis sem hann hafði verið að dunda sér við í hljóðverinu. Songs About Girls hlaut dræmar móttökur og fór einungis í 38. sætið á Billboard-listanum á meðan sólóplata Fergie fór beint í annað sætið. Nýjasta sólóplatan átti upphaflega að heita Black Einstein. Nokkur lög sem Will tók upp fyrir teiknimyndina Rio verða þar í nýjum útgáfum, auk þess sem Nicki Minaj, Britney Spears, Cheryl Cole og Busta Rhymes eru á meðal gestasöngvara. Miðað við nýja smáskífulagið með Jagger og Lopez gæti þessi fjórða plata hitt í mark og aflað will.i.am. virðingar sem öflugur sólótónlistarmaður. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira