Fleiri fréttir

Börn Bo með hittara

Hljóðblanda (sem má heyra hér) af laginu Devil In Me með Krumma Björgvinssyni hefur farið eins og eldur í sinu um internetið síðustu tvo daga. Steed Lord, hljómsveit systur hans, Svölu Björgvins, endurhljóðblandaði lagið...

Brynhildur Ólafs stýrir Eddunni

Alls bárust 98 verk til Eddunnar, íslensku sjónvarps-og kvikmyndaverðlaunanna. Þetta eru ögn fleiri verk en bárust í fyrra að sögn Brynhildar Ólafsdóttur, nýráðins framkvæmdastjóra Eddunnar. Brynhildur var um árabil fréttamaður á Stöð 2, var síðan upplýsingafulltrúi hjá Saga Capital en hefur að undanförnu unnið fyrir framleiðslufyrirtækið Saga Film og verið leiðsögumaður.

Þrautreyndur Gijs aldrei heyrt um Maus

„Ég vissi ekki að þeir væru til,“ segir Gijs van Veldhuizen í hollensku hljómsveitinni Maus. Hann hefur ákveðið að breyta nafni hljómsveitarinnar, líkast til í Mauz, eftir að Biggi í Maus kvartaði yfir nafni þeirra, enda hefur hin íslenska Maus einkaréttinn á nafninu í Evrópu.

Norskar poppstjörnur á Íslandi

Tökur á nýju tónlistarmyndbandi með norsku poppstjörnunni Atle Pettersen og hinum upprennandi Rex hefjast í Reykjanesbæ á morgun.

Tímamótum fagnað á Kex

Spurningaþátturinn Nei hættu nú alveg í umsjón Vilhelms Antons Jónssonar hefur átt nokkrum vinsældum að fagna á Rás 2 upp á síðkastið.

Til mikils að vinna fyrir ungt hæfileikafólk

Hin sívinsæla stuttmynda- og handritahátíð ungs fólks, Ljósvakaljóð, stendur fyrir dyrum. Einstaklingum á aldrinum 15 - 25 ára gefst kostur á að senda til keppni stuttmynd eða frumsamið handrit. Hátíðin er haldin 28. janúar næstkomandi í Bíó Paradís...

Björn Hlynur leikur Ragnar í Smára í Kill the Poet

Undirbúningur fyrir tökur á kvikmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet, er nú á lokametrunum. Fréttablaðið hefur sagt frá helstu hlutverkaskipan í myndinni; Anita Briem leikur Louisu Matthíasdóttur, Nína Dögg Filippusdóttir leikur Nínu Tryggvadóttur, Nick Stahl leikur Stein Steinarr auk þess sem Gísli Örn Garðarsson verður í leikarahópnum.

Björgvin Páll: Líður alltaf best á klakanum

Ég er staddur á Íslandi þessa dagana þar sem við erum að undirbúa okkur fyrir EM í Serbíu og svo þess á milli að brasa í þessu Sport Elítu dæmi. Manni líður alltaf best á klakanum góða og nýtur hverrar mínútu til fulls, segir Björgvin Páll Gústavsson...

Nýr upplýsingavefur opnaður

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar nýr upplýsingavefur www.iceland.ja.is var formlega opnaður í Listasafni Reykjavíkur í gær...

Sjokkerandi útlit (65 ára)

Leikkonan Suzanne Somers, 65 ára, höfundur bókarinnar Sexy Forever [Kynþokkafull að eilífu] sem mokseldist vestan hafs er þekkt í Hollwyood fyrir lausnir sínar gegn öldrun...

Hraunaði yfir Kim

Undanfarið hefur fyrirsætan Amber Rose hraunað yfir Kim greyið Kardashian...

Mauz vill hita upp fyrir Maus

„Hann bauðst til þess að hita upp fyrir okkur ef við myndum koma saman á nýjan leik,“ segir Biggi í Maus um kollega sinn Gisj í Maus.

Stjörnustríð í undirheimum

Nýir sjónvarpsþættir byggðir á kvikmyndunum Star Wars hafa fengið vinnuheitið Star Wars: Underworld. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þættirnir verða framleiddir en handritið er engu að síður tilbúið.

Með tréskrúfur undir hlaupaskónum

Hlaupagarpurinn Guðmundur Guðnason brá á það ráð á dögunum að setja tréskrúfur undir hlaupaskóna sína til að geta fótað sig í hálkunni.

David Beckham og drengirnir

Fótboltakappinn David Beckham og synir hans, Brooklyn Joseph, Romeo James og Cruz David voru myndaðir á LAX flugvellinum í Los Angeles í gær. Ég er meðvitaður um hvað mér hefur verið gefið í vöggugjöf og ég er líka meðvitaður um að hæfileikar mínir hverfa ekki svo fljótt, lét David hafa eftir sér. Eins og sjá má á myndunum fengu feðgarnir fylgd sökum ágengra ljósmyndara.

Fyrsta barnabókin í 13 ár

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er með nýja barnabók í smíðum sem fjallar um konung sem hefur sigrað heiminn.

Ellefu ára hlé á enda

Bandaríska rokkhljómsveitin At the Drive-In ætlar að snúa aftur eftir ellefu ára fjarveru. Hljómsveitin hefur verið bókuð á tónlistarhátíðina Coachella sem verður haldin í Kaliforníu í apríl. Þar koma einnig fram Radiohead, Pulp, Bon Iver og Snoop Dogg.

Dökkklædd Rooney Mara

Leikkonan Rooney Mara fer með hlutverk Lisbeth Salander í kvikmyndinni The Girl with the Dragon Tattoo sem byggð er á þríleik Stiegs Larsson. Mara hefur verið tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna í flokki Bestu leikkvennanna fyrir hlutverkið.

Brynja ætlar að fela tilvitnanir í hverjum þætti Eurovision

Söngvakeppni Sjónvarpsins, forkeppni Eurovision, hefur göngu sína um næstu helgi. Þetta árið er það sjónvarpskonan Brynja Þorgeirsdóttir sem heldur um stjórnartaumana í þremur undanþáttum og sjálfum úrslitunum í Sjónvarpinu.

Nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni EINN

Vísir frumsýnir hér sýnishorn úr svörtu gamanmyndinni EINN, sem verður frumsýnd í byrjun mars. EINN fjallar um kvikmyndagerðarmanninn Helga sem er að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd. Helgi byggir handrit myndarinnar á sínu eigin lífi og nákomnum persónum. Þegar framleiðendur koma við sögu vilja þeir sjá breytingar á handritinu. Hægt og rólega fara breytingarnar að hafa bein áhrif á líf Helga. Hann missir þá tök á veruleikanum og kemur sér og sínum í óborganlegar aðstæður.

Æfir fimm daga vikunnar

Nat Bardonnet einkaþjálfari leikkonunnar Halle Berry hefur stigið fram og sagt opinberlega frá því hvernig leikkonan sem er 45 ára gömul heldur sér í þetta líka fantaformi. Halle borðar fimm máltíðir á dag, þambar prótein og æfir 4 - 5 daga vikunnar. Ef við getum tekið á fjórum vöðvum í einu þá leggjum við okkur fram við það! sagði Nat. Meðfylgjandi myndir voru teknar í matvöruverslun í Beverly Hills í gær þar sem Halle verslaði með franska unnusta sínum, leikaranum Olivier Martinez. Ef myndirnar eru skoðaðar má sjá að hún er slösuð á fæti en hún varð fyrir óhappi þegar hún dvaldi á Spáni á dögunum.

Tók upp lag með Ratt

Dave Grohl úr Foo Fighters hefur tekið upp nýtt lag með bandarísku rokksveitinni Ratt, sem naut vinsælda á níunda áratugnum. Lagið verður hluti af nýju verkefni sem Grohl er með í gangi sem gengur undir heitinu TBA nú um stundir.

Stórafmæli hjá Hvanndals

Grallararnir í Hvanndalsbræðrum, eða Hvanndals eins og þeir kalla sig núna, fagna tíu ára afmæli sínu á þessu ári. Af því tilefni gefa þeir út sína sjöundu hljóðversplötu fyrir næstu jól og ætla jafnframt að vera duglegir við að spila á tónleikum og böllum. Rögnvaldur gáfaði, sem hætti í bandinu 2009, ætlar að spila eitthvað með fyrrverandi félögum sínum á árinu.

Fullkomlega ánægð með líkama sinn

Söngkonan Christina Aguilera, 31 árs, er ánægð með líkama sinn en óánægð með þá gagnrýni sem konur verða fyrir í fjölmiðlum þegar kemur að útlitinu og þá sorglegu staðreynd að konur eru iðulega steyptar í sama mót...

Ricky Gervais svarar fyrir sig

Golden Globe-verðlaunin verða afhent á sunnudagskvöldið, hinn 15. janúar. Ricky Gervais mun endurtaka leikinn frá því í fyrra sem kynnir en frammistaða hans þá vakti óskipta athygli. Gervais gekk ansi langt í gríni á kostnað stórstjarna og hlaut bágt fyrir hjá sumum. Aðrir veltust hreinlega um af hlátri.

Myndir af ungu kærustunni

Leikarinn Ryan Philippe, 37 ára, sem var giftur leikkonunni Reese Witherspoon í 7 ár, er byrjaður með leikkonunni og fyrirsætunni Paulinu Slagter, 20 ára, sem hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Entourage. Ég á þrjár systur. Mig hefur alltaf langað að eignast bróður en þær eru uppáhaldsfólkið mitt í öllum heiminum, sagði Ryan. Meðfylgjandi má skoða myndir af parinu.

Ungar stúlkur fá að rokka í friði

Áslaug Einarsdóttir hlaut á fimmtudaginn styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans til að koma á laggirnar rokksumarbúðum fyrir stúlkur. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og voru alls veittir átján styrkir en aldrei hafa borist jafn margar umsóknir og í ár.

Richards fór í augnaðgerð

Rollingurinn Keith Richards gekkst nýverið undir laser-aðgerð á auga til að lagfæra sjón sína. Að sögn talsmanns hans gekk aðgerðin vel og er hann á batavegi. Richards, sem er 68 ára, er þekktur fyrir sukksamt líferni sitt og ætti því engum að koma á óvart að sjón hans sé aðeins farin að daprast.

Umdeildur norskur grínisti leikur Georg Bjarnfreðarson

Hinn umdeildi norski grínisti Otto Jespersen leikur Georg Bjarnfreðarson í norsku útgáfunni af Næturvaktinni. Þættirnir hafa hlotið nafnið Nattskiftet og fara tökurnar fram í smábænum Minnesund þar sem 488 manns búa. Einni tökuviku af níu er nú lokið.

Skráir sig í fjarnám til að syngja með Björk

„Þetta verður í fyrsta sinn sem ég kem til New York svo ég er mjög spennt,“ segir Jóna G. Kolbrúnardóttir, ein af kórstúlkunum í Graduale Nobili en þær ferðast með Björk Guðmundsdóttur til New York í lok mánaðarins.

Blue Ivy komin í heiminn

Stjörnuparið Jay Z og Beyoncé urðu foreldrar í fyrsta sinn um helgina en dóttir þeirra Blue Ivy Carter kom í heiminn á laugardaginn. Talsmenn parsins hafa þó ekki staðfest fæðinguna en þegar litla systir Beyoncé, Solange Knowles, sendi út hamingjuóskir á Twitter sannfærðust fjölmiðlar um að barnið væri komið í heiminn.

George í góðum gír með gellunni

Leikarinn George Clooney, 50 ára, og unnusta hans, Stacy Keibler, 32 ára, voru brosmild á rauða dreglinum um helgina eins og sjá má á myndunum...

Lítill áhugi á amerískri útgáfu af Lisbeth Salander

Þrátt fyrir flotta dóma og mikla umfjöllun hafa aðdáendur Stiegs Larsson tekið amerísku útgáfunni af Körlum sem hata konur heldur fálega. Aðsóknin hefur verið dræm hérlendis. Kvikmyndaver Sony hefur tilkynnt að það hafi enn í hyggju að gera myndir tvö og þrjú eftir bókum Stiegs Larsson í Millennium-þríleiknum svokallaða þrátt fyrir að fyrstu myndinni, Karlar sem hata konur, hafi ekki tekist að slá í gegn. Talsmaður Sony lýsti þessu yfir í samtali við Entertainment Weekly.

Of Monsters and Men toppa Billboard

Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu þá sendu Nanna Bryndís og félagar í hljómsveitinni Of Monsters and Men frá sér stuttskífu í gegnum vefverslun iTunes í desember.

Vinsælustu forsíðustúlkur ársins 2011

Árlega gerir Audit Bureau of Circulations í Bretlandi könnun hvaða tímarit seldust best á árinu og þá hvaða forsíður vöktu áhuga flestra lesenda árið 2011. Það eru leikkonurnar Sarah Jessica Parker og Jennifer Aniston sem prýddu forsíður mest seldu tímarita ársins 2011.

Kunis nýtt andlit Dior

Leikkonan Mila Kunis verður andlit tískuhússins Dior fyrir komandi vor og sumar. Hlutverkið þykir mikil upphefð fyrir leikkonuna ungu en þar með gengur hún í fótspor Sharon Stone, Marion Cotillard, Charlize Theron og Natalie Portman sem allar hafa auglýst vörur tískuhússins fræga.

Heiðraður á Bafta-hátíð

Bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese verður heiðraður af bresku kvikmyndaakademíunni á Bafta-verðlaununum í næsta mánuði. Áður hafa leikstjórarnir Steven Spielberg, Alfred Hitchcock og Stanley Kubrick fengið verðlaunin.

Leoncie með langþráða tónleika á Íslandi

„Ég hlakka mikið til að koma fram á Íslandi," segir indverska prinsessan Leoncie. Leoncie er væntanleg til landsins og kemur fram á Gauki á Stöng laugardaginn 28. janúar.

Sendir frá sér skáldsögu

Leikarinn James Franco ætlar að gefa út sína fyrstu skáldsögu, Actors Anonymous, á vegum útgáfufélagsins AmazonPublishing. Að sögn blaðsins New York Observer verður sagan lauslega byggð á ævi leikarans, sem er 33 ára.

Poppuð Pippa

Pippa Middleton, 28 ára, systir hertogaynjunnar af Cambridge, vakti athygli þegar hún arkaði til vinnu í miðborg Lundúna síðasta fimmtudag...

Stóri dagurinn hjá Balta á fimmtudag

Kvikmyndin Contraband verður frumsýnd á fimmtudaginn í Bandaríkjunum en hún er endurgerð hinnar rómuðu íslensku kvikmyndar, Reykjavik-Rotterdam eftir Óskar Jónasson. Myndin skartar Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum en Baltasar Kormákur situr í leikstjórastólnum. Hann lék hins vegar aðalhlutverkið í íslensku útgáfunni sem fékk feykilega góða dóma og mikla aðsókn.

Slasaður Brad

48 ára leikarinn Brad Pitt gekk við staf og leiddi jafnframt unnustu sína, Angelinu Jolie, á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Kaliforníu á laugardag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum...

Óhræddur við stjörnur Vesturports

"Ég hef akkurat verið að vísa fólki á sýningu Vesturports því það er eiginlega að verða uppselt á allar sýningar hjá okkur,“ segir Kári Viðarsson, forsvarsmaður nýjasta atvinnuleikhússins á Íslandi, Frystiklefinn á Rifi. Leikhúsið ætlar að setja á svið sýningu sína um sjálfan Axlar-Björn, Góðir hálsar, sem sýnd var við góðar undirtektir í ágúst í fyrra. Hún var þá sýnd í takmarkaðan tíma þar sem leikararnir þurftu frá að hverfa vegna anna á öðrum vettvangi.

Sjá næstu 50 fréttir