Fyrsta barnabókin í 13 ár 11. janúar 2012 10:00 Andri Snær Magnason er þessa dagana að leggja lokahönd á sína fyrstu barnabók í þrettán ár. fréttablaðið/stefán Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er með nýja barnabók í smíðum sem fjallar um konung sem hefur sigrað heiminn. „Þessi hugmynd er búin að blunda í mér í ýmsum myndum í tíu ár. En það hefur ýmislegt skotist fram fyrir í röðinni,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann er með nýja barnabók í smíðum sem hefur fengið vinnuheitið Mjallhvítarkistan. Í henni er vísað í gömlu ævintýrin. „Hún fjallar um konung sem er búinn að sigra heiminn og ræður öllu en það sem hann hefur enga stjórn á er tíminn,“ upplýsir Andri Snær. „Hann hefur ekki tíma til að njóta alls sem hann hefur eignast og finnst ósanngjarnt að hann sem ræður öllu gæti þess vegna lifað skemur en ómerkilegur betlari. Og að prinsessan fagra muni eldast og gleymast eins og hvaða ómerkilega mannsekja sem er. Hann fær ákveðna lausn á þessu máli en þá fer allt í vitleysu.“ Andri Snær ætlaði að gefa bókina út núna fyrir jólin en hafði sjálfur ekki nægan tíma, líkt og konungurinn í ævintýrinu hans. „Ég vildi ekki taka hana með keisaraskurði fyrir jólin. Ég hef núna góða fjóra mánuði til að liggja yfir henni.“ Búast má við útgáfu fyrir næstu jól og eftirvænting bókaunnenda er vafalítið mikil. Þrettán ár eru liðin frá því síðasta barnabók Andra Snæs, hin vinsæla Blái hnötturinn, kom út. „Þessi er dálítið stærri í sniðum og er kannski nær Bróður mínum Ljónshjarta í lengd,“ segir hann. Af Bláa hnettinum er það að frétta að hún kemur loksins út í Bandaríkjunum í haust. Einnig kemur hún út á þessu ári í Rússlandi og Brasilíu og hugsanlega í Noregi. Í dag hefur bókin verið þýdd og gefin út í 25 löndum, þar á meðal í Japan, Kína og Litháen. Skáldsaga Andra Snæs, Lovestar, kemur einnig út í Bandaríkjunum í haust hjá forlaginu Seven Stories Press í New York sem er með Noam Chomsky og fleiri á sínum snærum. Þetta verður í fyrsta sinn sem bækur hans verða gefnar út í Bandaríkjunum. „Heimurinn er nýlenda Ameríku. Maður er ekki til fyrr en maður er kominn út á ensku. Það verður spennandi að sjá hvernig mér verður tekið þar.“ Lovestar kemur einnig út í Ungverjalandi á þessu ári en þar hefur Blái hnötturinn áður komið út. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er með nýja barnabók í smíðum sem fjallar um konung sem hefur sigrað heiminn. „Þessi hugmynd er búin að blunda í mér í ýmsum myndum í tíu ár. En það hefur ýmislegt skotist fram fyrir í röðinni,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann er með nýja barnabók í smíðum sem hefur fengið vinnuheitið Mjallhvítarkistan. Í henni er vísað í gömlu ævintýrin. „Hún fjallar um konung sem er búinn að sigra heiminn og ræður öllu en það sem hann hefur enga stjórn á er tíminn,“ upplýsir Andri Snær. „Hann hefur ekki tíma til að njóta alls sem hann hefur eignast og finnst ósanngjarnt að hann sem ræður öllu gæti þess vegna lifað skemur en ómerkilegur betlari. Og að prinsessan fagra muni eldast og gleymast eins og hvaða ómerkilega mannsekja sem er. Hann fær ákveðna lausn á þessu máli en þá fer allt í vitleysu.“ Andri Snær ætlaði að gefa bókina út núna fyrir jólin en hafði sjálfur ekki nægan tíma, líkt og konungurinn í ævintýrinu hans. „Ég vildi ekki taka hana með keisaraskurði fyrir jólin. Ég hef núna góða fjóra mánuði til að liggja yfir henni.“ Búast má við útgáfu fyrir næstu jól og eftirvænting bókaunnenda er vafalítið mikil. Þrettán ár eru liðin frá því síðasta barnabók Andra Snæs, hin vinsæla Blái hnötturinn, kom út. „Þessi er dálítið stærri í sniðum og er kannski nær Bróður mínum Ljónshjarta í lengd,“ segir hann. Af Bláa hnettinum er það að frétta að hún kemur loksins út í Bandaríkjunum í haust. Einnig kemur hún út á þessu ári í Rússlandi og Brasilíu og hugsanlega í Noregi. Í dag hefur bókin verið þýdd og gefin út í 25 löndum, þar á meðal í Japan, Kína og Litháen. Skáldsaga Andra Snæs, Lovestar, kemur einnig út í Bandaríkjunum í haust hjá forlaginu Seven Stories Press í New York sem er með Noam Chomsky og fleiri á sínum snærum. Þetta verður í fyrsta sinn sem bækur hans verða gefnar út í Bandaríkjunum. „Heimurinn er nýlenda Ameríku. Maður er ekki til fyrr en maður er kominn út á ensku. Það verður spennandi að sjá hvernig mér verður tekið þar.“ Lovestar kemur einnig út í Ungverjalandi á þessu ári en þar hefur Blái hnötturinn áður komið út. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira