Lífið

Blue Ivy komin í heiminn

Beyoncé og Jay Z brosa líklega breitt þessa dagana en dóttir þeirra Blue Ivy Carter kom í heiminn á laugardag.
Beyoncé og Jay Z brosa líklega breitt þessa dagana en dóttir þeirra Blue Ivy Carter kom í heiminn á laugardag.
Stjörnuparið Jay Z og Beyoncé urðu foreldrar í fyrsta sinn um helgina en dóttir þeirra Blue Ivy Carter kom í heiminn á laugardaginn. Talsmenn parsins hafa þó ekki staðfest fæðinguna en þegar litla systir Beyoncé, Solange Knowles, sendi út hamingjuóskir á Twitter sannfærðust fjölmiðlar um að barnið væri komið í heiminn.

„Fallegsta stúlka í öllum heiminum,“ skrifaði Solange og í kjölfarið rigndi hamingjuóskunum yfir parið á samskiptavefnum. „Velkomin í heiminn Blue. Við elskum þig nú þegar,“ skrifaði leikkonan Gwyneth Paltrow á meðan Rihanna byrjaði að kalla sig frænku. „Velkomin í heiminn prinsessa Carter, ástarkveðja frá Rih frænku.“

Beyoncé sást koma á fæðingardeildina á föstudagskvöldið ásamt móður sinni en parið hafði leigt heila hæð á spítalanum til að fá að vera í friði. Mikil öryggisgæsla var á spítalanum um helgina og starfsfólki meðal annars bannað að vera með símana sína á sér.

Bæði Jay Z og Beyoncé eru þekkt fyrir að standa vörð um einkalíf sitt en ekki eru taldar miklar líkur á að almenningur fái að sjá erfðaprinsessu þeirra í bráð. Móður og barni ku heilsast vel og fjölskyldan er öll í skýjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.