Lífið

Kunis nýtt andlit Dior

Leikkonan Mila Kunis er nýtt andlit tískuhússins Dior.
Leikkonan Mila Kunis er nýtt andlit tískuhússins Dior. nordicphotos/getty
Leikkonan Mila Kunis verður andlit tískuhússins Dior fyrir komandi vor og sumar. Hlutverkið þykir mikil upphefð fyrir leikkonuna ungu en þar með gengur hún í fótspor Sharon Stone, Marion Cotillard, Charlize Theron og Natalie Portman sem allar hafa auglýst vörur tískuhússins fræga.

„Mila Kunis er mjög hæfileikarík ung leikkona og verðugur fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Frammistaða hennar í kvikmyndinni Black Swan var frábær," segir Delphine Arnault, yfirmaður hjá tískuhúsinu og bætir við að þau hlakki til að eiga langt og farsælt samstarf með Kunis.

Auglýsingarnar með Kunis byrja að birtast í tímaritum á borð við Elle og Harper's Bazaar strax í þessum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.