Lífið

Sendir frá sér skáldsögu

Leikarinn James Franco ætlar að gefa út sína fyrstu skáldsögu.
Leikarinn James Franco ætlar að gefa út sína fyrstu skáldsögu. nordicphotos/getty
Leikarinn James Franco ætlar að gefa út sína fyrstu skáldsögu, Actors Anonymous, á vegum útgáfufélagsins AmazonPublishing. Að sögn blaðsins New York Observer verður sagan lauslega byggð á ævi leikarans, sem er 33 ára.

Franco hefur áður gefið út smásagnabókina Palo Alto sem kom út í júlí síðastliðnum hjá forlaginu Scribner. Hann er þekktastur fyrir leik sinn í myndum á borð við Spider-Man og 127 Hours. Fyrir síðarnefndu myndina fékk hann tilnefningu til Óskarsverðlaunanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.