Ungar stúlkur fá að rokka í friði 10. janúar 2012 10:00 Áslaug Einarsdóttir, mannfræðingur og kvikmyndagerðarkona, fékk styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans til að koma á laggirnar rokksumarbúðum fyrir stúlkur.fréttablaðið/gva Áslaug Einarsdóttir hlaut á fimmtudaginn styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans til að koma á laggirnar rokksumarbúðum fyrir stúlkur. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og voru alls veittir átján styrkir en aldrei hafa borist jafn margar umsóknir og í ár. „Rokkbúðirnar eru að bandarískri fyrirmynd og er hugsunin á bak við þær að búa til öruggt rými þar sem stelpur geta ófeimnar prófað sig áfram í tónlist undir leiðsögn íslenskra tónlistarmanna,“ útskýrir Áslaug sem er mannfræðingur að mennt og hefur einnig unnið að gerð kvikmynda. Búðirnar eru ætlaðar stúlkum á aldrinum tólf til sextán ára og standa yfir í heilan mánuð. Stúlkurnar þurfa ekki að hafa neinn bakgrunn í tónlist heldur er þeim kennt á hljóðfæri í búðunum af reyndum rokktónlistarmönnum. „Þær þurfa bara að hafa áhugann, svo mynda þær hljómsveitir og vinna saman undir leiðsögn tónlistarmanna sem munu kenna þeim á hljóðfærin, að semja lög og texta og sviðsframkomu. Í lok mánaðarins verða haldnir lokatónleikar með öllum sveitunum.“ Áslaug er sjálf píanó- og hljómborðsleikari sveitarinnar Just Another Snake Cult og segir mikinn kynjahalla innan rokktónlistarinnar enda fái stelpur síður rokkhljóðfæri að gjöf og eru ólíklegri til að stofna eða spila í hljómsveitum en strákar. „Ég hef lengi haft áhuga á femíniskum aktívisma og finnst mikilvægt að stelpur fái ungar hvatningu til að gera allt það sem þær vilja gera.“ Innt eftir því í hvað hún muni nýta styrkinn frá Hlaðvarpanum segir Áslaug að hann muni fara í hljóðfærakaup og kynningarmál. „Það er í mörg horn að líta og þess vegna kemur þessi styrkur sér ofsalega vel,“ segir Áslaug að lokum. Hún tekur glöð á móti ábendingum um notuð hljóðfæri á netfangið rokksumarbudir@gmail.com. Rokksumarbúðirnar verða auglýstar nánar í vor. - sm Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Áslaug Einarsdóttir hlaut á fimmtudaginn styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans til að koma á laggirnar rokksumarbúðum fyrir stúlkur. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og voru alls veittir átján styrkir en aldrei hafa borist jafn margar umsóknir og í ár. „Rokkbúðirnar eru að bandarískri fyrirmynd og er hugsunin á bak við þær að búa til öruggt rými þar sem stelpur geta ófeimnar prófað sig áfram í tónlist undir leiðsögn íslenskra tónlistarmanna,“ útskýrir Áslaug sem er mannfræðingur að mennt og hefur einnig unnið að gerð kvikmynda. Búðirnar eru ætlaðar stúlkum á aldrinum tólf til sextán ára og standa yfir í heilan mánuð. Stúlkurnar þurfa ekki að hafa neinn bakgrunn í tónlist heldur er þeim kennt á hljóðfæri í búðunum af reyndum rokktónlistarmönnum. „Þær þurfa bara að hafa áhugann, svo mynda þær hljómsveitir og vinna saman undir leiðsögn tónlistarmanna sem munu kenna þeim á hljóðfærin, að semja lög og texta og sviðsframkomu. Í lok mánaðarins verða haldnir lokatónleikar með öllum sveitunum.“ Áslaug er sjálf píanó- og hljómborðsleikari sveitarinnar Just Another Snake Cult og segir mikinn kynjahalla innan rokktónlistarinnar enda fái stelpur síður rokkhljóðfæri að gjöf og eru ólíklegri til að stofna eða spila í hljómsveitum en strákar. „Ég hef lengi haft áhuga á femíniskum aktívisma og finnst mikilvægt að stelpur fái ungar hvatningu til að gera allt það sem þær vilja gera.“ Innt eftir því í hvað hún muni nýta styrkinn frá Hlaðvarpanum segir Áslaug að hann muni fara í hljóðfærakaup og kynningarmál. „Það er í mörg horn að líta og þess vegna kemur þessi styrkur sér ofsalega vel,“ segir Áslaug að lokum. Hún tekur glöð á móti ábendingum um notuð hljóðfæri á netfangið rokksumarbudir@gmail.com. Rokksumarbúðirnar verða auglýstar nánar í vor. - sm
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira