Fleiri fréttir

Listmálarinn Stallone

Sylvester Stallone er fjölhæfur listamaður. Upp á síðkastið hefur hann verið að vekja athygli í listaheiminum með hráum og tilfinningaríkum málverkum sínum. Leikarinn hefur málað frá unga aldri en það er aðeins nýverið að hann kom út úr skápnum með myndlist sína. Hann var viss um að frægð hans í kvikmyndabransanum myndi skyggja á myndlistina og gera hana að léttvægu fyrirbæri.

Ragnheiður í Fríkirkjunni

Söngkonan Ragnheiður Gröndal heldur tónleika í Fríkirkjunni 21. janúar í tilefni af útkomu plötunnar Tregagás sem kom út fyrir jólin. Á tónleikunum verða spiluð íslensk þjóðlög bæði af Tregagás og plötunni Þjóðlög sem kom út 2006. Með Ragnheiði leika þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Haukur Gröndal á klarínett og þeir Matthías M.D. Hemstock og Birgir Baldursson á slagverk. Húsið opnar kl. 20 og tónleikarnir hefjast kl. 21. Miðasalan fer fram á Midi.is og er miðaverð 2.500 krónur.

Leifar frá Feneyjadvölinni

Sýning á verkinu Endalokin - Klettafjöll, eftir Ragnar Kjartansson verður opnuð í Hafnarborg nú á laugardag og stendur til 28. febrúar. Verkið er tvískipt og er annar hluti þess tónlistar- og myndbandsverk sem tekið var upp í Klettafjöllunum og sýnir Ragnar og Davíð Þór Jónsson leika á ólík hljóðfæri á fimm mismunandi sjónvarpsskjáum. Seinni hluti verksins var unninn í Feneyjum þar sem Ragnar málaði listamanninn Pál Hauk Björnsson daglega í hálft ár.

Leikmynd Karls í The Hurt Locker meðal þeirra bestu

„Þetta eru kannski þau verðlaun fyrir mig sem fagmann sem er hægt að taka mest mark á því þetta eru kollegar manns sem velja mann inn. Þetta eru svo hreinræktuð fagverðlaun,“ segir leikmyndahönnuðurinn Karl Júlíusson.

Ástralir elska Vesturport

Hamskiptin, leiksýning Vesturports, var nýverið valin besta alþjóðlega leiksýningin á árinu sem var að líða af tveimur áströlskum blöðum.

Býr til þúfur fyrir Gerplu

Mikil þúfugerð fer nú fram á smíðaverkstæði Þjóðleikhússins vegna leikritsins Gerpla sem verður frumsýnt 12. febrúar. Smíðaverkstæðið hefur aftur tekið við sínu gamla hlutverki sem vinnusvæði og þar hefur Trygve Jónas Eliassen, yfirmaður leikmunadeildar, haft í nógu að snúast við þúfugerðina. Vopn og verjur eru einnig að streyma í hús og má því búast við því að hausar og útlimir fari að fjúka á næstunni.

Samningur við þýska útgáfu

Íslenska útgáfufyrirtækið Bedroom Community hefur gert dreifingarsamning við þýska fyrirtækið Kompakt Records.

Fimm ára bið á enda

Hljómsveitin Leaves spilar á sínum fyrstu tónleikum í Bretlandi í fimm ár á fimmtudaginn í næstu viku.

KK endurvekur gamla stemningu

„Þetta verður æðislega gaman,“ segir tónlistarmaðurinn KK sem heldur tvenna tónleika á Café Rosenberg dagana 28. og 29. janúar. Á efnisskránni verða fyrstu tvær plötur KK, Lucky One og Bein leið, og með KK á sviðinu verða þeir tónlistarmenn sem spiluðu með honum á plötunum. „Það er ofsalega gaman að geta gert þetta með alla „orginal“ karlana með,“ segir KK.

Tólftu tónleikarnir

Sálin hans Jóns míns, Ingó og Veðurguðirnir, Buff, Jóhanna Guðrún og félagarnir Friðrik Ómar og Jógvan verða á meðal þeirra sem koma fram á tónleikum í Háskólabíói á laugardaginn til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Þetta er í tólfta sinn sem tónleikarnir eru haldnir og eins og áður munu allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína.

Stafrænn stórbruni

Út er komin stafræna breiðskífan A Quiet Afternoon frá Ghostigital og Finnboga Péturssyni. Skífan hefur að geyma upptökur af tónleikum þríeykisins sem fram fóru á Iceland Airwaves í fyrra. Tónleikarnir fóru fram að Klapparstíg 33 þar sem verslunin Hamborg var til húsa og síðar Gallerí i8

Vilja byggja upp orðspor íslenska tískuiðnaðarins

Reykjavík Fashion Festival er viðburður sem stofnað var af nokkrum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að starfa á sviði hönnunar og tónlistar. Viðburðurinn á að stuðla að sýnileika íslenskrar tísku og hönnunar á erlendum vettvangi og auka samstarf meðal íslenskra hönnuða og listamanna.

Eve leikur ársins hjá reynsluboltunum

„Þetta er elsta harðkjarnasíðan í þessum bransa. Við kunnum mjög vel að meta að hafa verið valin,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, sem framleiðir tölvuleikinn EVE Online.

Samdi við Paris Hilton og Jóhönnu Guðrúnu - myndir

„Gyðja var kynnt fyrir stílistanum hennar Parisar Hilton, sem bar þetta svo undir hana sjálfa, þeim leist báðum mjög vel á og í kjölfarið valdi hún sér nokkrar týpur úr línunni sem var sérstaklega hugsuð fyrir hana til að klæðast í raunveruleikaþættinum sínum My Bff," svarar Sigrún Lilja Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Gyðju aðspurð hvernig samstarf hennar og Parisar Hilton hafi komið til. „Þátturinn var tekinn upp í Dubai en sú sería væntanleg í loftið á MTV á næstunni."

Hera vinnur Eurovision-keppni

„Þetta er bara æðislegt,“ segir söngkonan Hera Björk en lagið Someday sem hún söng í undankeppni dönsku Eurovision-keppninnar í fyrra, hefur verið kjörið besta Eurovision-lag síðasta árs sem komst ekki í lokakeppnina í Moskvu.

Heróínið hentaði Slash

Slash, fyrrum gítarleikari Guns N"Roses, segist hafa notað heróín á árum áður vegna þess að það hæfði persónuleika hans. „Heróin passaði

Avatar lagði Georg

Avatar, Hollywood-stórmynd James Cameron, hirti toppsætið af Georg Bjarnfreðarsyni og félögum um helgina. Myndin nálgast nú ýmis met og allt útlit er fyrir sögulegt áhorf. Aðstandendur Bjarnfreðarsonar geta þó vel við unað, myndin er komin yfir fimmtíu þúsund gesta markið, sem þykir nokkuð gott þegar íslensk mynd er annars vegar.

Bók Yesmine kemst í úrslit

Yesmine Olsson, Framandi og freistandi, indversk og arabísk matreiðsla, var tilnefnd til Gourmand World Cookbook-verðlaunanna í flokknum besta asíska matreiðslubókin fyrir skemmstu. Bókin er nú komin í úrslit.

Eldheitt djamm um helgina - myndir

Meðfylgjandi má sjá myndir sem Sveinbi ljósmyndari tók um helgina á skemmtistöðunum Jacobsen, Hressó og Club 101. Eins og sjá má í myndasafni skemmti unga fólkið sér vel og ástin blómstraði.

Ragnhildur Steinunn og Eva María óléttar

Samkvæmt heimildum Vísis eru sjónvarpskonurnar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eva María Jónsdóttir báðar barnshafandi. Það er skemmtileg tilviljun að báðir kynnarnir í undankeppni Eurovision-sönglagakeppninnar eiga von á barni á þessu herrans ári.

Beckham ber að ofan - myndir

David Beckham, 34 ára, sá til þess að áhorfendur skemmtu sér á leik Juventus FC og AC Milan sem fram fór á Ítalíu í gærdag. David skipti um buxur eins og myndirnar sýna og fagnaði sigri AC Milan með því að fara úr að ofan. Magavöðva kappans má skoða betur í myndasafni.

Á fullu fyrir veislu ársins - myndir

Fjölmiðlar fá ekki aðgang að sjálfum veisluhöldunum en Vísir fékk leyfi til að mynda á meðan undirbúningurinn stóð sem hæst í eldhúsi Veisluturnsins aðeins klukkustund áður en hátíðin hófst í gær.

Forsýning Sherlock Holmes - myndir

Á meðfylgjandi myndum má sjá bíógesti sem sáu glænýja útgáfu af Sherlock Holmes, með Robert Downey Jr. og Jude Law í aðalhlutverkum, í gærkvöldi. Hávær orðrómur vestan hafs segir að leikarinn Brad Pitt ljái Moriarty, erkióvini Holmes, rödd sína í myndinni sem frumsýnd verður á Íslandi í næstu viku. Gestirnir skemmtu sér konunglega eins og myndirnar sýna greinilega.

Dramatískar ballöður í kvöld

Þá er komið að því: fyrsta Eurovision-undankeppnin er í kvöld. Eftir frækilegan árangur Jóhönnu Guðrúnar virðast fleiri vilja reyna fyrir sér með dramatíska ballöðu, að minnsta kosti eru þrjú af lögum kvöldsins skyld „Is it true". Öll lögin í kvöld eru á ensku.

Unnur flytur til Sjanghæ

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning okkar Íslendinga, flytur til Sjanghæ í byrjun mars á þessu ári. Þar mun hún dveljast í hálft ár og sjá um viðburðarstjórnun og almannatengsl fyrir íslenska skálann á heimssýningunni sem hefst í maí og lýkur í október.

Boyle opnar netverslun

Breska söngkonan Susan Boyle, sem sló í gegn í sjónvarpsþættinum Britain"s Got Talent, hefur opnað verslun á netinu. Í versluninni er fjölbreytt úrval af fatnaði og öðrum varningi tengdum Boyle. Meðal annars er hægt að kaupa þar stuttermaboli og tebolla með mynd af söngkonunni.

Vonbrigðin frá 1986 að baki

„Ég hef alltaf haft virkilega gaman af Eurovision. Þetta er minn fótbolti, má segja,“ segir augnlæknirinn Jóhannes Kári Kristinsson sem á tvö lög í Eurovision-keppninni í ár.

Varanlega merktur eftir tap United

„Þetta tók sjö mínútur - þær verstu sem maður getur upplifað. Þetta er eins og að vera stunginn endalaust með hnífi án þess að stoppa,“ segir útvarpsmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G á FM 957.

Veggir með eyru frumflutt á morgun

Veggir með eyru, nýtt leikrit eftir Þorstein Guðmundsson, verður flutt í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á sunnudaginn kl. 14. „Þetta er rólyndisleg kómedía sem fjallar um kellingu sem hefur það að starfa allan daginn að liggja á gólfinu og hlera parið á neðri hæðinni. Til hennar fer atvinnulaus strákur sem vill verða útvarpsmaður og gerir einskonar viðtal við hana. Hann fær að liggja með henni á gólfinu og hlusta.“

Úrslitakostur Conans

Sjónvarpsstöðin NBC hefur lofað spjallþáttastjórnandanum Jay Leno að hann fá aftur gamla tímann sinn hjá stöðinni strax að loknum Vetrarólympíuleikunum. The Tonight Show with Jay Leno var sýndur klukkan 23.30 þar til hann var færður fram til klukkan 22.00 og tók þá Conan O‘Brian við gamla tíma Leno.

Stone líkir Streep við óumbúið rúm

Leikkonan Sharon Stone ræddi meðal annars um Meryl Streep í nýlegu viðtali við breska tímaritið Tatler. Þar sagði Stone að Streep höfðaði til kvenna vegna þess að hún líti út eins og húsmóðir.

Ellie Goulding er efnilegust

Söngkonan Ellie Goulding er líklegust til að slá í gegn á þessu ári samkvæmt árlegum lista breska ríkisútvarpsins, BBC.

Drakúla í þungarokkið

Leikarinn Christopher Lee ætlar að gefa út þungarokksplötu í mars. Lee er þekktastur fyrir að hafa leikið Drakúla í samnefndri hryllingsmynd, auk þess sem hann lék í Hringadróttinssögu en nú á tónlistin hug hans allan „Ég held að platan eigi eftir að fá frábærar viðtökur þegar hún kemur út í mars,“ sagði Lee.

Avatar rakar inn seðlum

Ævintýramynd leikstjórans James Cameron, Avatar, er orðin næsttekjuhæsta mynd allra tíma í heiminum þrátt fyrir að aðeins þrjár vikur séu liðnar frá frumsýningu hennar. Aðeins Titanic, sem var einnig í leikstjórn Camerons, hefur þénað meira. Alls hefur Avatar þénað 1,14 milljarða dollara síðan hún var frumsýnd, eða rúma 140 milljarða króna.

Kattliðugir kroppar í hot jóga - myndir

Vísir fékk að fylgjast með stæltum liðsmönnum meistarflokks karla í Breiðablik í Hot-jógatíma, sem fór fram í 42 gráðu upphituðum sal í Sporthúsinu, hjá jógakennaranaum Jóhönnu Karlsdóttur, sem er í skýjunum með strákana. „Í fyrsta lagi var ég náttúrulega að hugsa þetta út frá þessu líkamlega og það er að fá mótvægi við „hardcore" æfingar sem gleymast stundum," svarar Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari liðsins aðspurður hvernig æfingarnar eru að virka á liðsmenn.

Með fálkaorðuna í beinni

Sjónvarpskonurnar vinsælu, Eva María Jónsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, verða kynnar í undankeppni Eurovision-sönglagakeppninnar í ár líkt og í fyrra.

Hafnfirsk hjón vilja meiri jákvæðni

„Við hvetjum til jákvæðni, samheldni þingmanna og allrar þjóðarinnar,“ segir Ágúst Guðbjartsson, sem ásamt konu sinni Agnesi Reynisdóttur leggur nú sitt á vogarskálar Nýja Íslands með Facebook-síðu, undirskriftasöfnun og bloggsíðu á bloggheimar.is/jakvaett – allt í anda jákvæðni og bjartsýni. Þau safna undirskriftum til 26. janúar og ætla að afhenda þær Alþingi þá.

Fimleikastjarna leikur í Faust

Fimleikakonan Svava Björg Örlygsdóttir leikur djöfla og gamalmenni í leikritinu Faust sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 15. janúar. „Þetta er æðislegt,“ segir Svava Björg, sem verður í þremur hlutverkum. „Þetta er rosalega skemmtilegt fólk sem ég er að vinna með og manni leiðist ekkert á æfingum.“

Teddi og Elvis 75 ára í dag

„Hann drakk mikið og át mikið af lyfjum en ég hætti fyrir 25 árum. Þess vegna lifi ég og hann er dauður,“ segir listamaðurinn Teddi, eða Magnús Th. Magnússon.

Perry trúlofuð Brand

Grínistinn Russell Brand og söngkonan Katy Perry hafa staðfest orðróm um trúlofun þeirra. Parið byrjaði saman í september og töldu flestir að sambandið myndi ekki endast nema í nokkrar vikur þar sem Brand er þekktur kvennamaður.

Trúlofaður

Söngvarinn kynlegi, Marilyn Manson, tilkynnti í viðtali fyrir ekki svo löngu að hann og fyrrverandi kærasta hans, leikkonan Evan Rachel Wood, hefðu tekið saman aftur og að hann væri afskaplega hamingjusamur. Nú segja menn að Manson og Woods ætli að ganga í hið heilaga. Söngvarinn á að hafa beðið um hönd Woods þegar hann kom fram á tónleikum í París á mánudaginn var. Nokkur aldursmunur er á parinu, eða heil 22 ár.

Útón heldur fræðslukvöld

Fyrsta fræðslukvöld Útón á árinu verður haldið á þriðjudagskvöld í Norræna húsinu. Farið verður yfir alla helstu sjóði er standa tónlistarfólki til boða og hvernig þeir starfa.

Sjá næstu 50 fréttir