Lífið

Avatar lagði Georg

Aðsóknin á Avatar hefur verið lyginni líkust því á aðeins tuttugu dögum hafa 75 þúsund gestir borgað sig inn.
Aðsóknin á Avatar hefur verið lyginni líkust því á aðeins tuttugu dögum hafa 75 þúsund gestir borgað sig inn.
Avatar, Hollywood-stórmynd James Cameron, hirti toppsætið af Georg Bjarnfreðarsyni og félögum um helgina. Myndin nálgast nú ýmis met og allt útlit er fyrir sögulegt áhorf. Aðstandendur Bjarnfreðarsonar geta þó vel við unað, myndin er komin yfir fimmtíu þúsund gesta markið, sem þykir nokkuð gott þegar íslensk mynd er annars vegar.

Á Avatar hafa hins vegar 75 þúsund gestir komið og myndin gæti hafa náð tekjumeti Mýrarinnar, sem þýðir að hún hefur halað inn í kassann rúmlega níutíu milljónum íslenskra króna. Forsvarsmenn Senu sem dreifa myndinni eru auðvitað í skýjunum með þessa aðsókn og telja næstum öruggt að myndin muni ná því einstaka afreki að fá yfir hundrað þúsund gesti sem aðeins tveimur myndum hefur tekist; Mömmu Míu og Titanic.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.