Lífið

Listmálarinn Stallone

Hrár og tilfinningaríkur Sylvester Stallone við eigið verk.
Hrár og tilfinningaríkur Sylvester Stallone við eigið verk.
Sylvester Stallone er fjölhæfur listamaður. Upp á síðkastið hefur hann verið að vekja athygli í listaheiminum með hráum og tilfinningaríkum málverkum sínum. Leikarinn hefur málað frá unga aldri en það er aðeins nýverið að hann kom út úr skápnum með myndlist sína. Hann var viss um að frægð hans í kvikmyndabransanum myndi skyggja á myndlistina og gera hana að léttvægu fyrirbæri.

Sylvester segist mála bestu myndirnar þegar hann er langt niðri. „Eftir því sem þú ert óhamingjusamari og ráðvilltari, því betri verður listin. Hamingjurík list virkar ekki, allavega ekki fyrir mig," segir kappinn.

Þrátt fyrir miklar vinsældir í kvikmyndaheiminum segir Sylvester að nýleg velgengni hans í listaheiminum sé það besta sem hafi komið fyrir hann á ferlinum. „Kvikmyndir eru samspil margra aðila. Svo þegar myndin kemur loksins í bíó er hún kannski bara 40 prósent eins og þú sást hana fyrir. Málverkin eru hins vegar 100 prósent. Annaðhvort svífur verkið eða brotlendir. Og þá er það engum um að kenna nema einni persónu," segir Sylvester.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.