Lífið

Hafnfirsk hjón vilja meiri jákvæðni

 Ágúst og Agnes hvetja Alþingi til að koma sér upp úr neikvæðninni og niðurrifinu.
Fréttablaðið/GVA
Ágúst og Agnes hvetja Alþingi til að koma sér upp úr neikvæðninni og niðurrifinu. Fréttablaðið/GVA

„Við hvetjum til jákvæðni, samheldni þingmanna og allrar þjóðarinnar,“ segir Ágúst Guðbjartsson, sem ásamt konu sinni Agnesi Reynisdóttur leggur nú sitt á vogarskálar Nýja Íslands með Facebook-síðu, undirskriftasöfnun og bloggsíðu á bloggheimar.is/jakvaett – allt í anda jákvæðni og bjartsýni. Þau safna undirskriftum til 26. janúar og ætla að afhenda þær Alþingi þá.

Hjónin eru að sögn Ágústar bara venjulegt fólk í Hafnarfirði sem vill aftur fá virðingu fyrir Alþingi Íslendinga. Þau tala örugglega fyrir munn flestra.

„Við viljum einungis minna alþingismenn á, burtséð hvaða flokki þeir tilheyra, að vera málefnalegir og lausnamiðaðir í umræðum sínum, og gæta þess að festast ekki í neikvæðni og niðurrifi. Þeir eru að kalla hver annan landráðamann og fleira í þeim dúr og eru bara engan veginn nógu góð fyrirmynd. Ég held að vondi mórallinn á Alþingi smiti úr frá sér. Fólk á nú bara að brosa meira til hvert annars. Það sé ekki fullt af bölmóði. Það er ekki allt að fara til fjandans. Við höfum lent í krísum í gegnum tíðina og alltaf komist í gegnum þær.“

Ágúst var sölumaður í byggingavöruverslun áður en hann missti vinnuna í desember. „Ég neita að leggjast í þunglyndi. Það kemur ekkert út úr því. Fólk hugsar skýrar ef það er jákvætt, en þegar það er reitt. Við hjónin eigum von á fyrsta barninu okkar í næstu viku og viljum bara að drengurinn okkar komi inn í samfélag þar sem gott er að ala börn upp í.“- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.