Lífið

Varanlega merktur eftir tap United

Ylin er afar sársaukafullur staður fyrir húðflúr, eins og Rikki fékk að kynnast.
Fréttablaðið/anton brink
Ylin er afar sársaukafullur staður fyrir húðflúr, eins og Rikki fékk að kynnast. Fréttablaðið/anton brink

„Þetta tók sjö mínútur - þær verstu sem maður getur upplifað. Þetta er eins og að vera stunginn endalaust með hnífi án þess að stoppa," segir útvarpsmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G á FM 957.

Rikki veðjaði á Manchester United myndi sigra Leeds í ensku bikarkeppninni síðasta sunnudag. Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson tók veðmálinu og fagnaði sigri með sínum mönnum í Leeds. Fyrir vikið þurfti Rikki að láta húðflúra á sig merki Xins, en ef Máni hefði tapað hefði hann þurft að fara í bol merktum FM 957 í ræktina.

„Ég hef átt betri daga, en það er ótrúlegt hvað ég er lítið slappur. Ég haltra ekki," sagði Rikki í samtali við Fréttablaðið, stuttu eftir að hann hafði verið varanlega merktur. Hann gerir samt ekki lítið úr sársaukan sem fylgdi:

„Þetta er svo þunnt og hann þrýsti nálinni svo fast í ylina að hann hitti líka í beinið. Þetta var viðbjóður. Ég vil miðla reynslunni til þeirra sem ætla að veðja á eitthvað sem þeir telja öruggt: Ekki gera það! þetta kemur pottþétt í bakið á þér - eða ylina og það fast."

Rikki getur þó huggað sig við að staðsetningin veldur því að húðflúrið mun að öllum líkindum deyfast með tímanum, að sögn húðflúrarans. Og þrátt fyrir að vera varanlega merktur lítur Rikki á björtu hliðarnar: „Það eru ekki allir sem fá að traðka á Xinu í öðru hverju skrefi!" - afb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.