Lífið

Avatar rakar inn seðlum

Ævintýramyndin Avatar er næsttekjuhæsta mynd allra tíma.
Ævintýramyndin Avatar er næsttekjuhæsta mynd allra tíma.

Ævintýramynd leikstjórans James Cameron, Avatar, er orðin næsttekjuhæsta mynd allra tíma í heiminum þrátt fyrir að aðeins þrjár vikur séu liðnar frá frumsýningu hennar. Aðeins Titanic, sem var einnig í leikstjórn Camerons, hefur þénað meira. Alls hefur Avatar þénað 1,14 milljarða dollara síðan hún var frumsýnd, eða rúma 140 milljarða króna.

Met stórslysamyndarinnar Titanic er aftur á móti 1,8 milljarðar dollara, eða rúmir 220 milljarðar króna. Það var The Lord of the Rings: The Return of the King sem sat í öðru sætinu á listanum áður en Avatar ruddi henni úr vegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.