Lífið

KK endurvekur gamla stemningu

Kristján Kristjánsson heldur tvenna tónleika á Café Rosenberg 28. og 29. janúar.
fréttablaðið/gva
Kristján Kristjánsson heldur tvenna tónleika á Café Rosenberg 28. og 29. janúar. fréttablaðið/gva
„Þetta verður æðislega gaman,“ segir tónlistarmaðurinn KK sem heldur tvenna tónleika á Café Rosenberg dagana 28. og 29. janúar. Á efnisskránni verða fyrstu tvær plötur KK, Lucky One og Bein leið, og með KK á sviðinu verða þeir tónlistarmenn sem spiluðu með honum á plötunum. „Það er ofsalega gaman að geta gert þetta með alla „orginal“ karlana með,“ segir KK.

Lögin á plötunum verða spiluð í réttri röð. Byrjað verður á titillaginu Lucky One og svo heldur hver slagarinn áfram á fætur öðrum.

Lucky One kom út árið 1991 og Bein Leið árið eftir og með þeim stimplaði KK sig inn í íslenskt tónlistarlíf svo um munaði. Báðar plöturnar nutu mikilla vinsælda og til að mynda voru þær báðar ofarlega í valinu á hundrað bestu plötum Íslandssögunnar.

Fyrst stíga á svið með KK á tónleikunum þau Eyþór Gunnarsson, Þorleifur Guðjónsson, Ellen Kristjánsdóttir, Matthías Hemstock og Stefán Magnússon, sem komu öll við sögu á Lucky One. Næstir á svið verða síðan Þorleifur Guðjónsson, Kormákur Geirharðsson og Jakob Frímann Magnússon, sem spiluðu undir á Beinni leið. Jakob var þá menningarfulltrúi í London en ferðaðist til Wales til að aðstoða við upptökurnar.

Tónleikarnir hefjast kl. 21 bæði kvöldin og er miðasalan hafin á síðunni Grapewire.is. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.