Lífið

Stafrænn stórbruni

Á myndina vantar Finnboga Pétursson.
Á myndina vantar Finnboga Pétursson.
Út er komin stafræna breiðskífan A Quiet Afternoon frá Ghostigital og Finnboga Péturssyni. Skífan hefur að geyma upptökur af tónleikum þríeykisins sem fram fóru á Iceland Airwaves í fyrra. Tónleikarnir fóru fram að Klapparstíg 33 þar sem verslunin Hamborg var til húsa og síðar Gallerí i8.

A Quiet Afternoon er eitt heilsteypt hljóðverk sem skapað var í reykmettuðu umhverfi síðdegis í Reykjavík. Tónleikarnir voru síður en svo hefðbundnir og minntu ekki síður á vettvang stórbruna nema hvað ekkert slökkvilið var sjáanlegt. Tónlistin er surgandi og ómstríður hljóðveggur sem kallast á við innilokunarkennd tónlistarmanna á borð við Brian Eno & Cluster, Chris & Cosey, Faust og áfergju hinna taktföstu Kongóbúa í Konono No. 1 sem heimsóttu landann fyrir örfáum árum.

Ghostigital skipa sem áður þeir Einar Örn Benediktsson og Curver Thoroddsen. Þeir og Finnbogi Pétursson hafa áður unnið saman. A Quiet Afternoon er fjórða útgáfan með þeim, en fyrir voru Radium I & II (2007), Sirkus Requiem (2008) og Aero (með Skúla Sverrissyni 2008).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.