Leikmynd Karls í The Hurt Locker meðal þeirra bestu 14. janúar 2010 06:00 Karl hefur verið tilnefndur til hinna virtu Art Directors Guild-verðlauna sem verða afhent 13. febrúar. fréttablaðið/pjetur „Þetta eru kannski þau verðlaun fyrir mig sem fagmann sem er hægt að taka mest mark á því þetta eru kollegar manns sem velja mann inn. Þetta eru svo hreinræktuð fagverðlaun,“ segir leikmyndahönnuðurinn Karl Júlíusson. Hann hefur verið tilnefndur til hinna virtu Art Directors Guild-verðlauna fyrir kvikmyndina The Hurt Locker sem fjallar um sprengjusérfræðinga í Írak. Karl segir þetta eftirsóknarverðari verðlaun en sjálfan Óskarinn. „Engin spurning, því þetta eru marktækir menn sem hafa tekið þessa ákvörðun hvað varðar mitt fag.“ Art Directors Guild-verðlaunin eru veitt í Bandaríkjunum á hverju ári fyrir leikmyndahönnun og listræna stjórnun bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Auk The Hurt Locker eru tilnefndar í sama flokki, eða myndum sem gerast í nútímanum, þær Angels & Demons, The Hangover, The Lovely Bones og Up in the Air. Karl segir að tilnefningin hafi komið sér í opna skjöldu. „Já, það gerði það því þetta er mynd sem er ekkert rosalega stór í leikmyndalegu tilliti miðað við myndir almennt. Sem dæmi má nefna að það er ekki óalgengt að meðalstór kvikmynd hafi milli 100 og 150 leikmyndir á meðan þessi hafði á milli 35 og 40,“ segir Karl, sem hefur einnig unnið við myndir á borð við Antichrist, A Little Trip To Heaven, K-19, The Widowmaker og Dancer in the Dark. Karl segir óvíst hvort hann verði viðstaddur verðlaunaathöfnina í Beverly Hills 13. febrúar. „Ég verð að sjá til. Það fer eftir því hvernig málin æxlast og hvaða verkefni ég tek fyrir næst. Það sem ég hefði mestan áhuga á að gera, vegna þess að ég er kominn svo vel af stað með það, er víkingamynd Baltasars. Ég veit ekki hvort hún verður á næstunni eða hvort það verður bið á henni. En hún verður örugglega gerð. Síðan er ýmislegt annað eins og amerísk mynd sem á að skjóta í Mexíkó sem fjallar um mexíkósku eiturlyfjamafíuna,“ segir hann. Óskarsverðlaunin verða afhent 7. mars en Karl hefur litla trú á að hann hljóti náð fyrir augum akademíunnar. „Það eru períódumyndir sem eru hvað oftast tilnefndar þar,“ segir hann og á þar við myndir sem gerast ekki í nútímanum. „Þetta er lítil mynd í amerískum skilningi. Hún er gerð fyrir litla peninga og hún hefur ekki fengið allan þennan blástur sem hinar myndirnar hafa fengið, en maður tekur því bara eins og hverju öðru hundsbiti ef það kemur.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fárveik í París Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Þetta eru kannski þau verðlaun fyrir mig sem fagmann sem er hægt að taka mest mark á því þetta eru kollegar manns sem velja mann inn. Þetta eru svo hreinræktuð fagverðlaun,“ segir leikmyndahönnuðurinn Karl Júlíusson. Hann hefur verið tilnefndur til hinna virtu Art Directors Guild-verðlauna fyrir kvikmyndina The Hurt Locker sem fjallar um sprengjusérfræðinga í Írak. Karl segir þetta eftirsóknarverðari verðlaun en sjálfan Óskarinn. „Engin spurning, því þetta eru marktækir menn sem hafa tekið þessa ákvörðun hvað varðar mitt fag.“ Art Directors Guild-verðlaunin eru veitt í Bandaríkjunum á hverju ári fyrir leikmyndahönnun og listræna stjórnun bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Auk The Hurt Locker eru tilnefndar í sama flokki, eða myndum sem gerast í nútímanum, þær Angels & Demons, The Hangover, The Lovely Bones og Up in the Air. Karl segir að tilnefningin hafi komið sér í opna skjöldu. „Já, það gerði það því þetta er mynd sem er ekkert rosalega stór í leikmyndalegu tilliti miðað við myndir almennt. Sem dæmi má nefna að það er ekki óalgengt að meðalstór kvikmynd hafi milli 100 og 150 leikmyndir á meðan þessi hafði á milli 35 og 40,“ segir Karl, sem hefur einnig unnið við myndir á borð við Antichrist, A Little Trip To Heaven, K-19, The Widowmaker og Dancer in the Dark. Karl segir óvíst hvort hann verði viðstaddur verðlaunaathöfnina í Beverly Hills 13. febrúar. „Ég verð að sjá til. Það fer eftir því hvernig málin æxlast og hvaða verkefni ég tek fyrir næst. Það sem ég hefði mestan áhuga á að gera, vegna þess að ég er kominn svo vel af stað með það, er víkingamynd Baltasars. Ég veit ekki hvort hún verður á næstunni eða hvort það verður bið á henni. En hún verður örugglega gerð. Síðan er ýmislegt annað eins og amerísk mynd sem á að skjóta í Mexíkó sem fjallar um mexíkósku eiturlyfjamafíuna,“ segir hann. Óskarsverðlaunin verða afhent 7. mars en Karl hefur litla trú á að hann hljóti náð fyrir augum akademíunnar. „Það eru períódumyndir sem eru hvað oftast tilnefndar þar,“ segir hann og á þar við myndir sem gerast ekki í nútímanum. „Þetta er lítil mynd í amerískum skilningi. Hún er gerð fyrir litla peninga og hún hefur ekki fengið allan þennan blástur sem hinar myndirnar hafa fengið, en maður tekur því bara eins og hverju öðru hundsbiti ef það kemur.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fárveik í París Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira