Fleiri fréttir Tónlistarmenn bera vitni í máli Jóhanns Tveir breskir lögfræðingar komu hingað lands fyrir jól og ræddu við þrjá íslenska tónlistarmenn vegna málshöfðunar Jóhanns Helgasonar gegn norska lagahöfundinum Rolf Løvland. 2.2.2009 03:00 Fékk ráðherraembætti í afmælisgjöf Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna var kynnt sem nýr menntamálaráðherra á blaðamannafundi nýrrar ríkisstjórnar fyrir stundu. Þar kom einnig fram að Katrín eryngsti ráðherrann í ríkisstjórninni en hún er 33 ára gömul í dag. 1.2.2009 16:53 Herra heilbrigði gripinn með hasspípu Sundkappinn Michael Phelps sló flestum öðrum við á Ólympíuleikunum í Peking í sumar. Hann er fjórtánfaldur Ólympíugullverðlaunahafi og sumir myndu segja táknmynd heilbrigðarinnar og mikil fyrirmynd. Breska götublaðið News of the World birtir hinsvegar mynd af Phelps í dag þar sem hann sést reykja hasspípu. 1.2.2009 10:05 Hera Björk hreppti annað sætið Söngkonan Hera Björk hafnaði í öðru sæti í undankeppni Eurovision í Danmörku í kvöld. Hera söng lagið Someday í úrslitaþættinum í kvöld ásamt fimm manna bakraddakór. Hún vakti mikla athygli og var um tíma spáð sigri. Það var Niels Brinck frá Árósum sem sigraði keppnina, en hann söng lagið Believe Again. 31.1.2009 19:27 Búsáhaldaboogie á NASA í kvöld Við þurfum hugarfarsbreytingu og róttækar breytingar á meingölluðu valdakerfi okkar sagði Hörður Torfason á 17. fundi Radda fólksins og krafðist þess að forseti Íslands myndaði utanþingsstjórn. Um 2000 manns mættu á sigurhátíð á Austurvelli í dag. 31.1.2009 18:50 Hörð barátta í Eurovision Í kvöld verður fjórði og síðasti þátturinn í fyrstu umferð Söngvakeppni Sjónvarpsins, þar sem valið verður framlag Íslands í Eurovision söngvakeppnina sem fer fram í Moskvu. Fjögur lög verða flutt í kvöld og meðal þeirra er lagið ROSES, sem er eftir Trausta Bjarnason og flutt af Höllu Vilhjálmsdóttur. Trausti hefur áður komist í úrslit Söngvakeppninnar og var lag hans Þér við hlið í öðru sæti í keppninni árið 2006. 31.1.2009 14:05 Kanadamenn velta fyrir sér að kaupa Ísland Þeirri spurningu er velt upp í kanadískum fjölmiðli í dag, hvort Kanadamenn ættu að kaupa Ísland og gera það að ellefta héraði landsins. 31.1.2009 13:08 15 ára skákmeistari Reykjavíkur Hinn 15 ára Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á Skeljungsmótinu - Skákþingi Reykjavíkur sem lauk í gær ásamt Þorvarði F. Ólafssyni. Þar sem Þorvarður er hvorki í Reykjavíkurtaflfélagi né Reykvíkingur telst Hjörvar Steinn Grétarsson vera skákmeistari Reykjavíkur. 31.1.2009 10:27 Jón Gerald sendir frá sér fjórða hlutann Jón Gerald Sullenberger hefur nú sent frá sér fjórða kaflann úr röðinni, Leppar og Leynifélög. Myndböndin hafa vakið nokkra athygli en í orðsendingu frá Jóni segir að takmarkið sé alltaf það sama. 31.1.2009 09:41 Þráinn Bertelsson í framboð fyrir Framsóknarflokkinn „Auðvitað vil ég bjóða krafta mína fram fyrir flokk sem ætlar sér að endurnýja flokkakerfið á Íslandi og gangast fyrir siðbót í stjórnmálum,“ segir Þráinn Bertelsson rithöfundur. 31.1.2009 06:00 Sýning sýninganna frumsýnd í kvöld Nemendaópera Söngskólans frumsýnir splunkunýjan söngleik í samvinnu við Íslensku óperuna í kvöld klukkan 20. Verkið ber heitið The Show Must Go On! og byggir á tónlist ur þekktum söngleikjum og dægurperlum frá ýmsum heimshornum. Söguþráður og samtöl koma úr smiðju söngvaranna sjálfra. ,,Hér er um að ræða sýningu sýninganna," segir Pétur Oddbergur Heimisson, einn af söngvurunum, í samtali við Vísi og hlær. 30.1.2009 18:30 Gwen og strákarnir - myndir Eins og meðfylgjandi myndir sýna var söngkonan Gwen Stefani, 39 ára, ásamt sonum hennar, Kingston Rossdale og Zuma Rossdale stödd í almenningsgarði í Kaliforníu. Zuma er 4 mánaða gamall og Kingston rúmlega tveggja ára. 30.1.2009 16:51 Auddi jákvæður og til í alls konar flipp Ég og Auddi ætlum að stunda mök saman í Portúgal. Ég veit að hann er jákvæður og opinn fyrir öllu. Hann er jákvæður strákur og til í alls konar flipp. Við ætlum að taka gott gott flipp á þetta," segir Störe. Ég, Auddi og fjórir heppnir förum út. En ég og Auddi ætlum að stunda mök saman í Portúgal. Ég veit að hann er jákvæður og opinn fyrir öllu, mjög jákvæður strákur og til í alls konar flipp. Við ætlum að taka gott gott flipp á þetta," segir Störe. Nei, það koma engar stelpur með en við ætlum að sjá hvort þetta verði Kasinó fyrir ellilífeyrisþegana," segir Störe. 30.1.2009 16:11 Í dúndurform á mettíma - myndir Leikkonan Rebecca Romijn var mynduð á göngu í Kaliforníu. Það sem þykir fréttnæmt er líkami leikkonunnar en hún eignaðist tvíbura í desember með leikaranum Jerrie O´Connell. Þau eignuðust tvíburastelpurnar, Dolly Rebeccu Rose og Charlie Tamara Tulip. 30.1.2009 15:34 Horuð og hamingjusöm - myndir Líkamsþyngd Angelinu Jolie er áhyggjuefni slúðurmiðla vestan hafs sem halda því fram að hún hafi lést of hratt og of mikið eftir fæðingu tvíburanna. Burtséð frá því er Angelina ánægð með lífið: „Ég veit fátt betra en að sjá Brad vakna á morgnana með börnunum okkar og hvernig að hann hlúir að fjölskyldunni." 30.1.2009 14:20 Eldrauð Renee - myndir Eins og myndirnar sýna var leikkonan Renee Zellweger, 39 ára, klædd í rautt fyrir utan Ed Sullivan leikhúsið í New York. Leikkonan var á leið sinni í þáttinn Late Show With David Letterman í gærkvöldi. Renee viðurkennir að hún er hrifin af Jimmy Carter: „Ég er skotin í Jimmy Carter og viðurkenni það fúslega. Hann er einstök manneskja sem semur ljóð," segir Renee. 30.1.2009 13:38 Marta María hætt Marta María Jónasdóttir er hætt störfum sem ritstjóri Föstudags, tólf síðna fylgiblaði Fréttablaðsins. Vísir hafði samband samband við Jón Kaldal og spurði hann út í framtíð blaðsins. „Marta María hefur staðið sig frábærlega við að byggja upp gott blað en Föstudagur mun framvegis vera á ábyrgð annarra deilda innan Fréttablaðsins en ekki undir sjálfstæðri ritstjórn,“ svarar Jón Kaldal. Marta á von á öðru barni í júli og er á leið í prismanám sem er dimplómanám með áherslu á listfræði og heimspeki. 30.1.2009 11:22 57 ára Anjelica Huston á bikiní - myndir Leikkonan Anjelica Huston sem fór með hlutverk Moritcia Addams í kvikmyndinni Addams Family var mynduð í Karabíska hafinu í gærdag. Anjelica, sem er 57 ára, lét ljósmyndara sem mynduðu hana bregða á leik á ströndinni ekki angra sig eins og meðfylgjandi myndir sýna. 30.1.2009 09:50 Á annað hundrað para á Bridgehátíð Bridgehátíð 2009 var sett á Hótel Loftleiðum klukkan 19:00 í kvöld. Mótið settu þau Elínborg Magnadóttir ráðstefnustjóri og Sveinn Eiríksson frá Bridgesambandi Íslands. 29.1.2009 21:30 Ashton Kutcher snarbrjálaður - myndband Leikarinn Ashton Kutcher og eiginkona hans, leikkonan Demi Moore, eru öskureið út í nágranna sína. Eins og myndskeiðið sýnir er Ashton brjálaður yfir því að nágrannarnir vekja hann með látum klukkan 7:00 í morgunsárið. Horfa á myndbandið þar sem leikarinn skammast út í nágrannana á heimili hans og Demi hér. 29.1.2009 16:43 Dorrit ferðast á almennu farrými Dorrit Moussaief forsetafrú vakti athygli í flugvél Icelandair á leið til Lundúna í morgun fyrir að ferðast á almennu farrými. Einnig hafa bankamennirnir Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson ferðast undanfarið á almennu farrými. Vísir hafði samband við Guðjón Arngrímsson blaðafulltrúa Icelandair til að forvitnast um notkun Íslendinga á Saga Class: „Auðvitað hafa ferðalög Íslendinga snarminnkað og þar á meðal ferðalög í viðskiptaerindum. Við byrjuðum með nýtt farrými í haust sem heitir Economy comfort en það er millistig milli almenns farrýmis og Saga class," svarar Guðjón. „Við erum að þróa þjónstuna í takt við breytingarnar sem eiga sér stað." 29.1.2009 16:19 Íslendingar opna Serrano í Svíþjóð „Við höfum rekið Serrano í sex ár á Íslandi og það hefur gengið rosalega vel en á Íslandi eru takmarkaðir möguleikar á að stækka og okkur leist best á Svíþjóð," svarar Einar Örn Einarsson sem stofnaði og rekur Serrano veitingahúsin ásamt Emil Helga Lárussyni. „Þetta hefur verið eitt og hálft ár í undirbúngi. Fyrir tveimur árum ákváðum við að fara til Stokkhólms. Það er borg sem ég kunni mjög vel við. Það var erfitt að finna staðsetninguna en við höfum verið heppnir," segir Einar Örn. 29.1.2009 15:14 Angelina ráðleggur Slumdog Millionaire-stjörnu Leikkonan Freida Pinto, 24 ára, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Slumdog Millionaire og hlaut í kjölfarið heimsfrægð, var mynduð á leið í viðtal í Los Angeles í gærdag. Eins og myndirnar sýna hafði Freida áhyggjur af því tennur hennar væru hreinar fyrir umrætt viðtal. 29.1.2009 13:23 Sjötta sætið í Bocuse d'Or Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo, hafnaði í sjöunda sæti í hinni virtu matreiðslukeppni Bocuse d'Or, sem fram fór í Lyon í vikunni. 29.1.2009 13:21 Ómáluð Uma - myndir Leikkonan Uma Thurman, 38 ára, var mynduð fyrir utan heimili sitt í gærdag á Manhattan í New York. Eins og myndirnar sýna var Uma ómáluð með húfu í síðri kápu. Í fyrstu hélt leikkonan að hún væri sloppin undan ágengum ljósmyndurum en allt kom fyrir ekki. 29.1.2009 12:25 Skilnaðaralda á Íslandi „Já það er skilnaðaralda í gangi," svarar Sigríður Klingenberg og segir: „En ég tel að 60% hjónabanda ganga saman aftur þegar fólk fer að hugsa á öðrum balans." „Ég hef aldrei frá því að ég byrjaði að vinna með skjólstæðinga mína orðið vör við svona mikið af skilnuðum," segir Sigríður. „Í öllum tilfellum má heita að það eru konurnar það er eins og þær bregðist öðruvísi við þegar hlutirnir ganga verr. Það er búið að vera mikil streita á heimilunum sem kemur niður á börnunum. Spennan er gífurleg. Ég tel samt að mikið af þessu fólki tekur saman þegar vorar því þetta er tímabundið ástand," segir Sigríður. 29.1.2009 10:57 Paris Hilton opnar sig - myndband Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Paris Hilton taka viðtal við söngkonuna Lady Gaga, 22 ára. Þær dást innilega að hvor í viðtalinu sem má sjá hér. Lady GaGa syngur lögin Just Dance og Poker Face sem hafa náð gífurlegum vinsældum beggja vegna Atlantshafsins. 29.1.2009 10:05 Leikstjóri Thriller í mál við Jackson Leikstjóri hins víðfræga myndbands Michaels Jackson, Thriller, er nú kominn í málaferli gegn tónlistarmanninum. Leikstjórinn, John Landis, telur Jackson hafa brotið höfundarrétt með því að hafa ekki veitt honum umsamda hlutdeild í tekjum af myndbandinu. 29.1.2009 08:56 Brotthvarf Geirs og Davíðs áfall fyrir Örn Árnason Örn Árnason leikari og Spaugsstofumeðlimur segist vera að kanna hverjar atvinnuleysisbæturnar séu á mánuði í ljósi nýjustu tíðinda úr pólitíkinni. Örn hefur síðustu árin farið með hlutverk Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Nú er ljóst að Geir hverfur af sviði stjórnmálanna og væntanleg ný ríkisstjórn ætlar að reka Davíð úr seðlabankanum. „Ég fæ kannski Össur," segir Örn. 28.1.2009 20:02 Mezzoforte afþakkar tónleikaboð frá Ísrael Hljómsveitin Mezzoforte fékk boð um að spila á tónleikahátíð í Ísrael seinna á árinu. Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari sveitarinnar segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að afþakka boðið vegna hernaðaraðgerða Ísraela undanfarið. Hann segir Mezzofortemenn þó vera nokkuð bjartsýna á árið 2009 en sveitin hefur spilað á 20-50 tónleikum á ári undanfarið. 28.1.2009 17:46 Dreifðu klinki við Seðlabankann Nemendur í hönnunardeild Listaháskólans lögðu á milli 13 og 16 í dag 12,793 krónur á jörðina við andyri Seðlabanka Íslands. Með þessu vildu þeir vekja athygli á þeim mikla fjölda manna sem er nú án atvinnu á Íslandi. 28.1.2009 14:03 Vísir tilnefndur sem besti afþreyingarvefurinn Íslensku vefverðlaunin verða veitt í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi þann 30.janúar næstkomandi. SVEF hefur kynnt þá vefi sem dómnefnd Vefverðlaunanna 2008 hefur valið til úrslita. Vísir er tilnefndur í flokknum besti afþreyingarvefurinn en Vísir hlaut verðlaunin í fyrra. Allar tilnefningarnar má sjá hér að neðan. 27.1.2009 21:01 Samkynhneigðir fagna fréttum af Jóhönnu Samkynhneigðir víða um heim fagna fréttum af því að á Íslandi sé lesbía að komast til valda. Á einum stærsta fréttavef samkynhneigðra í Evrópu er sagt frá væntanlegri komu Jóhönnu Sigurðardóttur í stól forsætisráðherra. Lesendur vefsins virðast taka fréttunum vel og er frábæru útliti hinnar 66 ára gömlu Jóhönnu meðal annars hrósað í hástert. 27.1.2009 20:56 Einar Kárason hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin Nú fyrir stundu voru íslensku bókmenntaverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var forseti Íslands sem afhenti verðlaunin en þetta er í tuttugasta sinn sem þau eru veitt. 27.1.2009 16:52 Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í dag Það er í nógu að snúast fyrir Herra Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands í dag. Hann afhendir síðdegis í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin 2008 á Bessastöðum. Athöfnin hefst kl. 16.00. 27.1.2009 11:12 Angelina og Brad yfirheyrð - myndband Meðfylgjandi má sjá leikaraparið Brad Pitt og Angelinu Jolie í yfirheyrslu í viðtali sem tekið var í gærkvöldi á SAG verðlaunahátíðinni. Þegar spyrill sjónvarpsstöðvarinnar E!, Giuliana Rancic, spurði Brad persónulegrar spurninga var hann fljótur að biðja um næstu spurningu. Angelina ræðir meðal annars um börnin og Brad biðst undan spurningunum. 26.1.2009 09:42 William Shatner rekur Bandaríkjamenn í frí Gamla Star Trek-brýnið William Shatner berst nú af alefli fyrir lífi bandarískrar ferðaþjónustu sem auglýsingapersóna Priceline-ferðaskrifstofunnar. 26.1.2009 08:07 Aðgerðir Breta gegn Íslendingum ófyrirgefanlegar Breski stórleikarinn Ray Winstone er einhver dyggasti stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins West Ham. Liðið er sem kunngut er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og hefur verið sagt eiga í fjárhagserfiðleikum síðan íslensku bankarnir hrundu. Winstone segist hins vegar engan kala bera til Björgólfs persónulega þrátt fyrir allt. Enda hafi þeir lyft þungum bagga af félaginu. 26.1.2009 06:45 Heimilislegra tónleikahald Áherslur í íslensku tónleikahaldi eru að breytast. Tónleikar eru orðnir smærri í sniðum en um leið fleiri. 26.1.2009 06:30 Í fyrsta sinn á Broadway Leikkonan Sienna Miller mun heyja frumraun sína á Broadway í New York næsta haust. Miller mun leika Miss Julie í einu af aðeins þremur hlutverkum í leikritinu After Miss Julie sem verður frumsýnt í september. 26.1.2009 06:00 Myndamaraþoni að ljúka Frosti Örn Gnarr Gunnarsson, stjúpsonur Jóns Gnarr, heldur úti heimasíðu þar sem hann hefur birt eina tölvugerða mynd á dag í tæpt ár. Um sannkallað myndamaraþon er að ræða því myndirnar eru orðnar 354 talsins og eiga því aðeins ellefu eftir að birtast. 26.1.2009 05:30 Samstarf á ís Lítið hefur heyrst frá Megasi eftir að hann sendi frá sér metsöluplötuna Á morgun í fyrra. Þó eru ýmsar þreifingar í gangi, meðal annars hefur Raggi Bjarna sungið inn eitt lag eftir hann, „Meinfreyjublús". 26.1.2009 05:00 Þórir framleiðir mynd um Charles Bronson Kvikmyndin Bronson í leikstjórn hins danska Nicholas Winding Refn hefur vakið mikla athygli á Sundance-kvikmyndahátíðinni sem nú er haldin í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Þórir Snær Sigurjónsson hjá kvikmyndafyrirtækinu ZikZak, er einn framleiðanda myndarinnar en gagnrýnendur hafa hrósað henni hástert og kvikmyndarýnir karlablaðsins FHM telur hana vera Clockwork Orange 21. aldarinnar. „Jú, hún hefur verið að fá prýðilega dóma," segir Þórir hógvær í samtali við Fréttablaðið en hann var staddur á Sundance til að fylgja eftir sýningum á stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, 2Birds sem aldrei þessu vant fór heim verðlaunalaus. 26.1.2009 04:00 Stefáni líkt við Edgar Allan Poe „Óneitanlega er gaman að vera líkt við Poe. Það hljómar vel. Ég hef alltaf verið Poe-maður,“ segir Stefán Máni rithöfundur. 26.1.2009 03:00 Harry í ástarsorg Á meðan Íslendingar horfðu á eftir Björgvini G. Sigurðssyni úr embætti viðskiptaráðherra þá þurfti Harry Bretaprins að horfast í augu við þá staðreynd að hann væri laus og liðugur. Kærastan hans til fimm ára, Chelsy Davy, sagði honum upp í gegnum síma fyrir nokkrum dögum segir í breska götublaðinu News of the World. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins var Chelsy búin að fá nóg af piparsveinalíferni prinsins en honum hefur þótt æði gaman að skella sér á pöbbinn með vinum sínum og djamma fram á nótt. Þau ætla þó að vera áfram vinir. 26.1.2009 02:30 Sjá næstu 50 fréttir
Tónlistarmenn bera vitni í máli Jóhanns Tveir breskir lögfræðingar komu hingað lands fyrir jól og ræddu við þrjá íslenska tónlistarmenn vegna málshöfðunar Jóhanns Helgasonar gegn norska lagahöfundinum Rolf Løvland. 2.2.2009 03:00
Fékk ráðherraembætti í afmælisgjöf Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna var kynnt sem nýr menntamálaráðherra á blaðamannafundi nýrrar ríkisstjórnar fyrir stundu. Þar kom einnig fram að Katrín eryngsti ráðherrann í ríkisstjórninni en hún er 33 ára gömul í dag. 1.2.2009 16:53
Herra heilbrigði gripinn með hasspípu Sundkappinn Michael Phelps sló flestum öðrum við á Ólympíuleikunum í Peking í sumar. Hann er fjórtánfaldur Ólympíugullverðlaunahafi og sumir myndu segja táknmynd heilbrigðarinnar og mikil fyrirmynd. Breska götublaðið News of the World birtir hinsvegar mynd af Phelps í dag þar sem hann sést reykja hasspípu. 1.2.2009 10:05
Hera Björk hreppti annað sætið Söngkonan Hera Björk hafnaði í öðru sæti í undankeppni Eurovision í Danmörku í kvöld. Hera söng lagið Someday í úrslitaþættinum í kvöld ásamt fimm manna bakraddakór. Hún vakti mikla athygli og var um tíma spáð sigri. Það var Niels Brinck frá Árósum sem sigraði keppnina, en hann söng lagið Believe Again. 31.1.2009 19:27
Búsáhaldaboogie á NASA í kvöld Við þurfum hugarfarsbreytingu og róttækar breytingar á meingölluðu valdakerfi okkar sagði Hörður Torfason á 17. fundi Radda fólksins og krafðist þess að forseti Íslands myndaði utanþingsstjórn. Um 2000 manns mættu á sigurhátíð á Austurvelli í dag. 31.1.2009 18:50
Hörð barátta í Eurovision Í kvöld verður fjórði og síðasti þátturinn í fyrstu umferð Söngvakeppni Sjónvarpsins, þar sem valið verður framlag Íslands í Eurovision söngvakeppnina sem fer fram í Moskvu. Fjögur lög verða flutt í kvöld og meðal þeirra er lagið ROSES, sem er eftir Trausta Bjarnason og flutt af Höllu Vilhjálmsdóttur. Trausti hefur áður komist í úrslit Söngvakeppninnar og var lag hans Þér við hlið í öðru sæti í keppninni árið 2006. 31.1.2009 14:05
Kanadamenn velta fyrir sér að kaupa Ísland Þeirri spurningu er velt upp í kanadískum fjölmiðli í dag, hvort Kanadamenn ættu að kaupa Ísland og gera það að ellefta héraði landsins. 31.1.2009 13:08
15 ára skákmeistari Reykjavíkur Hinn 15 ára Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á Skeljungsmótinu - Skákþingi Reykjavíkur sem lauk í gær ásamt Þorvarði F. Ólafssyni. Þar sem Þorvarður er hvorki í Reykjavíkurtaflfélagi né Reykvíkingur telst Hjörvar Steinn Grétarsson vera skákmeistari Reykjavíkur. 31.1.2009 10:27
Jón Gerald sendir frá sér fjórða hlutann Jón Gerald Sullenberger hefur nú sent frá sér fjórða kaflann úr röðinni, Leppar og Leynifélög. Myndböndin hafa vakið nokkra athygli en í orðsendingu frá Jóni segir að takmarkið sé alltaf það sama. 31.1.2009 09:41
Þráinn Bertelsson í framboð fyrir Framsóknarflokkinn „Auðvitað vil ég bjóða krafta mína fram fyrir flokk sem ætlar sér að endurnýja flokkakerfið á Íslandi og gangast fyrir siðbót í stjórnmálum,“ segir Þráinn Bertelsson rithöfundur. 31.1.2009 06:00
Sýning sýninganna frumsýnd í kvöld Nemendaópera Söngskólans frumsýnir splunkunýjan söngleik í samvinnu við Íslensku óperuna í kvöld klukkan 20. Verkið ber heitið The Show Must Go On! og byggir á tónlist ur þekktum söngleikjum og dægurperlum frá ýmsum heimshornum. Söguþráður og samtöl koma úr smiðju söngvaranna sjálfra. ,,Hér er um að ræða sýningu sýninganna," segir Pétur Oddbergur Heimisson, einn af söngvurunum, í samtali við Vísi og hlær. 30.1.2009 18:30
Gwen og strákarnir - myndir Eins og meðfylgjandi myndir sýna var söngkonan Gwen Stefani, 39 ára, ásamt sonum hennar, Kingston Rossdale og Zuma Rossdale stödd í almenningsgarði í Kaliforníu. Zuma er 4 mánaða gamall og Kingston rúmlega tveggja ára. 30.1.2009 16:51
Auddi jákvæður og til í alls konar flipp Ég og Auddi ætlum að stunda mök saman í Portúgal. Ég veit að hann er jákvæður og opinn fyrir öllu. Hann er jákvæður strákur og til í alls konar flipp. Við ætlum að taka gott gott flipp á þetta," segir Störe. Ég, Auddi og fjórir heppnir förum út. En ég og Auddi ætlum að stunda mök saman í Portúgal. Ég veit að hann er jákvæður og opinn fyrir öllu, mjög jákvæður strákur og til í alls konar flipp. Við ætlum að taka gott gott flipp á þetta," segir Störe. Nei, það koma engar stelpur með en við ætlum að sjá hvort þetta verði Kasinó fyrir ellilífeyrisþegana," segir Störe. 30.1.2009 16:11
Í dúndurform á mettíma - myndir Leikkonan Rebecca Romijn var mynduð á göngu í Kaliforníu. Það sem þykir fréttnæmt er líkami leikkonunnar en hún eignaðist tvíbura í desember með leikaranum Jerrie O´Connell. Þau eignuðust tvíburastelpurnar, Dolly Rebeccu Rose og Charlie Tamara Tulip. 30.1.2009 15:34
Horuð og hamingjusöm - myndir Líkamsþyngd Angelinu Jolie er áhyggjuefni slúðurmiðla vestan hafs sem halda því fram að hún hafi lést of hratt og of mikið eftir fæðingu tvíburanna. Burtséð frá því er Angelina ánægð með lífið: „Ég veit fátt betra en að sjá Brad vakna á morgnana með börnunum okkar og hvernig að hann hlúir að fjölskyldunni." 30.1.2009 14:20
Eldrauð Renee - myndir Eins og myndirnar sýna var leikkonan Renee Zellweger, 39 ára, klædd í rautt fyrir utan Ed Sullivan leikhúsið í New York. Leikkonan var á leið sinni í þáttinn Late Show With David Letterman í gærkvöldi. Renee viðurkennir að hún er hrifin af Jimmy Carter: „Ég er skotin í Jimmy Carter og viðurkenni það fúslega. Hann er einstök manneskja sem semur ljóð," segir Renee. 30.1.2009 13:38
Marta María hætt Marta María Jónasdóttir er hætt störfum sem ritstjóri Föstudags, tólf síðna fylgiblaði Fréttablaðsins. Vísir hafði samband samband við Jón Kaldal og spurði hann út í framtíð blaðsins. „Marta María hefur staðið sig frábærlega við að byggja upp gott blað en Föstudagur mun framvegis vera á ábyrgð annarra deilda innan Fréttablaðsins en ekki undir sjálfstæðri ritstjórn,“ svarar Jón Kaldal. Marta á von á öðru barni í júli og er á leið í prismanám sem er dimplómanám með áherslu á listfræði og heimspeki. 30.1.2009 11:22
57 ára Anjelica Huston á bikiní - myndir Leikkonan Anjelica Huston sem fór með hlutverk Moritcia Addams í kvikmyndinni Addams Family var mynduð í Karabíska hafinu í gærdag. Anjelica, sem er 57 ára, lét ljósmyndara sem mynduðu hana bregða á leik á ströndinni ekki angra sig eins og meðfylgjandi myndir sýna. 30.1.2009 09:50
Á annað hundrað para á Bridgehátíð Bridgehátíð 2009 var sett á Hótel Loftleiðum klukkan 19:00 í kvöld. Mótið settu þau Elínborg Magnadóttir ráðstefnustjóri og Sveinn Eiríksson frá Bridgesambandi Íslands. 29.1.2009 21:30
Ashton Kutcher snarbrjálaður - myndband Leikarinn Ashton Kutcher og eiginkona hans, leikkonan Demi Moore, eru öskureið út í nágranna sína. Eins og myndskeiðið sýnir er Ashton brjálaður yfir því að nágrannarnir vekja hann með látum klukkan 7:00 í morgunsárið. Horfa á myndbandið þar sem leikarinn skammast út í nágrannana á heimili hans og Demi hér. 29.1.2009 16:43
Dorrit ferðast á almennu farrými Dorrit Moussaief forsetafrú vakti athygli í flugvél Icelandair á leið til Lundúna í morgun fyrir að ferðast á almennu farrými. Einnig hafa bankamennirnir Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson ferðast undanfarið á almennu farrými. Vísir hafði samband við Guðjón Arngrímsson blaðafulltrúa Icelandair til að forvitnast um notkun Íslendinga á Saga Class: „Auðvitað hafa ferðalög Íslendinga snarminnkað og þar á meðal ferðalög í viðskiptaerindum. Við byrjuðum með nýtt farrými í haust sem heitir Economy comfort en það er millistig milli almenns farrýmis og Saga class," svarar Guðjón. „Við erum að þróa þjónstuna í takt við breytingarnar sem eiga sér stað." 29.1.2009 16:19
Íslendingar opna Serrano í Svíþjóð „Við höfum rekið Serrano í sex ár á Íslandi og það hefur gengið rosalega vel en á Íslandi eru takmarkaðir möguleikar á að stækka og okkur leist best á Svíþjóð," svarar Einar Örn Einarsson sem stofnaði og rekur Serrano veitingahúsin ásamt Emil Helga Lárussyni. „Þetta hefur verið eitt og hálft ár í undirbúngi. Fyrir tveimur árum ákváðum við að fara til Stokkhólms. Það er borg sem ég kunni mjög vel við. Það var erfitt að finna staðsetninguna en við höfum verið heppnir," segir Einar Örn. 29.1.2009 15:14
Angelina ráðleggur Slumdog Millionaire-stjörnu Leikkonan Freida Pinto, 24 ára, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Slumdog Millionaire og hlaut í kjölfarið heimsfrægð, var mynduð á leið í viðtal í Los Angeles í gærdag. Eins og myndirnar sýna hafði Freida áhyggjur af því tennur hennar væru hreinar fyrir umrætt viðtal. 29.1.2009 13:23
Sjötta sætið í Bocuse d'Or Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo, hafnaði í sjöunda sæti í hinni virtu matreiðslukeppni Bocuse d'Or, sem fram fór í Lyon í vikunni. 29.1.2009 13:21
Ómáluð Uma - myndir Leikkonan Uma Thurman, 38 ára, var mynduð fyrir utan heimili sitt í gærdag á Manhattan í New York. Eins og myndirnar sýna var Uma ómáluð með húfu í síðri kápu. Í fyrstu hélt leikkonan að hún væri sloppin undan ágengum ljósmyndurum en allt kom fyrir ekki. 29.1.2009 12:25
Skilnaðaralda á Íslandi „Já það er skilnaðaralda í gangi," svarar Sigríður Klingenberg og segir: „En ég tel að 60% hjónabanda ganga saman aftur þegar fólk fer að hugsa á öðrum balans." „Ég hef aldrei frá því að ég byrjaði að vinna með skjólstæðinga mína orðið vör við svona mikið af skilnuðum," segir Sigríður. „Í öllum tilfellum má heita að það eru konurnar það er eins og þær bregðist öðruvísi við þegar hlutirnir ganga verr. Það er búið að vera mikil streita á heimilunum sem kemur niður á börnunum. Spennan er gífurleg. Ég tel samt að mikið af þessu fólki tekur saman þegar vorar því þetta er tímabundið ástand," segir Sigríður. 29.1.2009 10:57
Paris Hilton opnar sig - myndband Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Paris Hilton taka viðtal við söngkonuna Lady Gaga, 22 ára. Þær dást innilega að hvor í viðtalinu sem má sjá hér. Lady GaGa syngur lögin Just Dance og Poker Face sem hafa náð gífurlegum vinsældum beggja vegna Atlantshafsins. 29.1.2009 10:05
Leikstjóri Thriller í mál við Jackson Leikstjóri hins víðfræga myndbands Michaels Jackson, Thriller, er nú kominn í málaferli gegn tónlistarmanninum. Leikstjórinn, John Landis, telur Jackson hafa brotið höfundarrétt með því að hafa ekki veitt honum umsamda hlutdeild í tekjum af myndbandinu. 29.1.2009 08:56
Brotthvarf Geirs og Davíðs áfall fyrir Örn Árnason Örn Árnason leikari og Spaugsstofumeðlimur segist vera að kanna hverjar atvinnuleysisbæturnar séu á mánuði í ljósi nýjustu tíðinda úr pólitíkinni. Örn hefur síðustu árin farið með hlutverk Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Nú er ljóst að Geir hverfur af sviði stjórnmálanna og væntanleg ný ríkisstjórn ætlar að reka Davíð úr seðlabankanum. „Ég fæ kannski Össur," segir Örn. 28.1.2009 20:02
Mezzoforte afþakkar tónleikaboð frá Ísrael Hljómsveitin Mezzoforte fékk boð um að spila á tónleikahátíð í Ísrael seinna á árinu. Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari sveitarinnar segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að afþakka boðið vegna hernaðaraðgerða Ísraela undanfarið. Hann segir Mezzofortemenn þó vera nokkuð bjartsýna á árið 2009 en sveitin hefur spilað á 20-50 tónleikum á ári undanfarið. 28.1.2009 17:46
Dreifðu klinki við Seðlabankann Nemendur í hönnunardeild Listaháskólans lögðu á milli 13 og 16 í dag 12,793 krónur á jörðina við andyri Seðlabanka Íslands. Með þessu vildu þeir vekja athygli á þeim mikla fjölda manna sem er nú án atvinnu á Íslandi. 28.1.2009 14:03
Vísir tilnefndur sem besti afþreyingarvefurinn Íslensku vefverðlaunin verða veitt í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi þann 30.janúar næstkomandi. SVEF hefur kynnt þá vefi sem dómnefnd Vefverðlaunanna 2008 hefur valið til úrslita. Vísir er tilnefndur í flokknum besti afþreyingarvefurinn en Vísir hlaut verðlaunin í fyrra. Allar tilnefningarnar má sjá hér að neðan. 27.1.2009 21:01
Samkynhneigðir fagna fréttum af Jóhönnu Samkynhneigðir víða um heim fagna fréttum af því að á Íslandi sé lesbía að komast til valda. Á einum stærsta fréttavef samkynhneigðra í Evrópu er sagt frá væntanlegri komu Jóhönnu Sigurðardóttur í stól forsætisráðherra. Lesendur vefsins virðast taka fréttunum vel og er frábæru útliti hinnar 66 ára gömlu Jóhönnu meðal annars hrósað í hástert. 27.1.2009 20:56
Einar Kárason hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin Nú fyrir stundu voru íslensku bókmenntaverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var forseti Íslands sem afhenti verðlaunin en þetta er í tuttugasta sinn sem þau eru veitt. 27.1.2009 16:52
Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í dag Það er í nógu að snúast fyrir Herra Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands í dag. Hann afhendir síðdegis í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin 2008 á Bessastöðum. Athöfnin hefst kl. 16.00. 27.1.2009 11:12
Angelina og Brad yfirheyrð - myndband Meðfylgjandi má sjá leikaraparið Brad Pitt og Angelinu Jolie í yfirheyrslu í viðtali sem tekið var í gærkvöldi á SAG verðlaunahátíðinni. Þegar spyrill sjónvarpsstöðvarinnar E!, Giuliana Rancic, spurði Brad persónulegrar spurninga var hann fljótur að biðja um næstu spurningu. Angelina ræðir meðal annars um börnin og Brad biðst undan spurningunum. 26.1.2009 09:42
William Shatner rekur Bandaríkjamenn í frí Gamla Star Trek-brýnið William Shatner berst nú af alefli fyrir lífi bandarískrar ferðaþjónustu sem auglýsingapersóna Priceline-ferðaskrifstofunnar. 26.1.2009 08:07
Aðgerðir Breta gegn Íslendingum ófyrirgefanlegar Breski stórleikarinn Ray Winstone er einhver dyggasti stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins West Ham. Liðið er sem kunngut er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og hefur verið sagt eiga í fjárhagserfiðleikum síðan íslensku bankarnir hrundu. Winstone segist hins vegar engan kala bera til Björgólfs persónulega þrátt fyrir allt. Enda hafi þeir lyft þungum bagga af félaginu. 26.1.2009 06:45
Heimilislegra tónleikahald Áherslur í íslensku tónleikahaldi eru að breytast. Tónleikar eru orðnir smærri í sniðum en um leið fleiri. 26.1.2009 06:30
Í fyrsta sinn á Broadway Leikkonan Sienna Miller mun heyja frumraun sína á Broadway í New York næsta haust. Miller mun leika Miss Julie í einu af aðeins þremur hlutverkum í leikritinu After Miss Julie sem verður frumsýnt í september. 26.1.2009 06:00
Myndamaraþoni að ljúka Frosti Örn Gnarr Gunnarsson, stjúpsonur Jóns Gnarr, heldur úti heimasíðu þar sem hann hefur birt eina tölvugerða mynd á dag í tæpt ár. Um sannkallað myndamaraþon er að ræða því myndirnar eru orðnar 354 talsins og eiga því aðeins ellefu eftir að birtast. 26.1.2009 05:30
Samstarf á ís Lítið hefur heyrst frá Megasi eftir að hann sendi frá sér metsöluplötuna Á morgun í fyrra. Þó eru ýmsar þreifingar í gangi, meðal annars hefur Raggi Bjarna sungið inn eitt lag eftir hann, „Meinfreyjublús". 26.1.2009 05:00
Þórir framleiðir mynd um Charles Bronson Kvikmyndin Bronson í leikstjórn hins danska Nicholas Winding Refn hefur vakið mikla athygli á Sundance-kvikmyndahátíðinni sem nú er haldin í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Þórir Snær Sigurjónsson hjá kvikmyndafyrirtækinu ZikZak, er einn framleiðanda myndarinnar en gagnrýnendur hafa hrósað henni hástert og kvikmyndarýnir karlablaðsins FHM telur hana vera Clockwork Orange 21. aldarinnar. „Jú, hún hefur verið að fá prýðilega dóma," segir Þórir hógvær í samtali við Fréttablaðið en hann var staddur á Sundance til að fylgja eftir sýningum á stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, 2Birds sem aldrei þessu vant fór heim verðlaunalaus. 26.1.2009 04:00
Stefáni líkt við Edgar Allan Poe „Óneitanlega er gaman að vera líkt við Poe. Það hljómar vel. Ég hef alltaf verið Poe-maður,“ segir Stefán Máni rithöfundur. 26.1.2009 03:00
Harry í ástarsorg Á meðan Íslendingar horfðu á eftir Björgvini G. Sigurðssyni úr embætti viðskiptaráðherra þá þurfti Harry Bretaprins að horfast í augu við þá staðreynd að hann væri laus og liðugur. Kærastan hans til fimm ára, Chelsy Davy, sagði honum upp í gegnum síma fyrir nokkrum dögum segir í breska götublaðinu News of the World. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins var Chelsy búin að fá nóg af piparsveinalíferni prinsins en honum hefur þótt æði gaman að skella sér á pöbbinn með vinum sínum og djamma fram á nótt. Þau ætla þó að vera áfram vinir. 26.1.2009 02:30