Lífið

15 ára skákmeistari Reykjavíkur

Hjörvar Steinn Grétarsson
Hjörvar Steinn Grétarsson

Hinn 15 ára Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á Skeljungsmótinu - Skákþingi Reykjavíkur sem lauk í gær ásamt Þorvarði F. Ólafssyni. Þar sem Þorvarður er hvorki í Reykjavíkurtaflfélagi né Reykvíkingur telst Hjörvar Steinn Grétarsson vera skákmeistari Reykjavíkur.

Hjörvar er aðeins 15 ára og er sá næstyngsti í 67 ára sögu mótsins. Metið á Þröstur Árnason, sem varð skákmeistari Reykjavíkur árið 1986 var þá aðeins 13 ára.

Í 3.-4. sæti, vinningi á eftir Þorvarði og Hjörvari, urðu Lenka Ptácníková (2249) og Ingvar Þór Jóhannesson (2345).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.