Lífið

Hörð barátta í Eurovision

Halla Vilhjálmsdóttir
Halla Vilhjálmsdóttir

Í kvöld verður fjórði og síðasti þátturinn í fyrstu umferð Söngvakeppni Sjónvarpsins, þar sem valið verður framlag Íslands í Eurovision söngvakeppnina sem fer fram í Moskvu. Fjögur lög verða flutt í kvöld og meðal þeirra er lagið ROSES, sem er eftir Trausta Bjarnason og flutt af Höllu Vilhjálmsdóttur. Trausti hefur áður komist í úrslit Söngvakeppninnar og var lag hans Þér við hlið í öðru sæti í keppninni árið 2006.

Halla er kannski betur þekkt sem leikkona og sjónvarpskynnir, en hún hefur sungið frá unga aldri og komið fram í söngleikjum, auk þess sem hún hefur lært söng. Halla hefur einnig nýlokið við að leika í breskri kvikmynd, Ghost Machine, sem verður frumsýnd á næstunni.

Aðdáendur Trausta og Höllu hafa stofnað stuðningssíðu á tengslavefnum Facebook undir yfirskriftinni "Eurovision 2009 - ROSES til Moskvu" og nú þegar hafa nærri þúsund manns skráð sig á síðuna sem aðdáendur lagsins.

Stúlknabandið Elektra sem flytur lag Örlygs Smára er einnig með aðdáendasíðu fyrir sitt framlag en þar eru nú skráðir tæplega tvö þúsund aðdáendur. Það er því ljóst að baráttan í kvöld verður hörð en þessi tvö eiga nóg af aðdáendum á Facebook.

Facebook síðu Roses má skoða hér.

Hægt er að hlusta á lagið ROSES hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.