Lífið

Auddi jákvæður og til í alls konar flipp

Störe og Auðun Blöndal hafa gert ráðstafanir hvernig dvöl þeirra verður háttað  í Portúgal að sögn Störe.
Störe og Auðun Blöndal hafa gert ráðstafanir hvernig dvöl þeirra verður háttað í Portúgal að sögn Störe.

„Það er risapókermót í Portúgal eftir þrettán daga," svarar Egill Einarsson, öðru nafni Störe, aðspurður hvað er framundan hjá honum.

„Betsson á Íslandi bjóða Störe út svo ég get skilið budduna eftir heima. Þeir bjóða mér og Audda því við erum í landsliðinu í póker. Þar munu myndavélarnar elta Störe hvert sem hann fer," segir Störe.

„Nei, það koma engar stelpur með en við ætlum að sjá hvort þetta verði Kasinó fyrir ellilífeyrisþegana," segir Störe.

„Ég og Auddi ætlum að stunda mök saman í Portúgal. Ég veit að hann er jákvæður og opinn fyrir öllu. Hann er jákvæður strákur og til í alls konar flipp. Við ætlum að taka gott flipp á þetta," segir Störe.

„Já það er fátt sem ég get ekki gert. Almenningsálitið er að breytast á póker hér á landi. Áður leit fólk á þetta sem spilafíkn en nú er litið á póker sem íþrótt."

Auddi í góðum félagsskap.

„Ég kynntist Audda fyrir nokkrum árum. Þá var hann hálfchubbie hárugur grínisti en í dag er hann orðinn kjötstykki og ekki fitugramm á honum. Hann er nýr og betri maður í dag."

„Við fundum sameiginlegan áhuga okkar á póker og verðum saman á herbergi í Portúgal eins og ég sagði," segir Störe.


Tengdar fréttir

Störe á pókermót í Portúgal

„Þetta er draumur sérhvers pókerspilara, ég er auðvitað byrjaður að æfa enda ætla ég að rúlla þessum köpppum upp," segir Egill „Störe" Einarsson. Einkaþjálfaranum kunna virðast allir vegir færir því hann er á leiðinni á risastórt alþjóðlegt mót í póker um miðjan febrúar.

Gillz slátrað á Rúbín

Agli „Störe“ Einarssyni tókst ekki að sýna sitt rétta andlit á pókermóti veðmálafyrirtækisins Betsson sem fram fór á Rúbín um helgina. Fjöldi þekktra einstaklinga tók þátt í mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.