Lífið

Angelina ráðleggur Slumdog Millionaire-stjörnu

Freida Pinto og Angelina Jolie.
Freida Pinto og Angelina Jolie.

Leikkonan Freida Pinto, 24 ára, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Slumdog Millionaire og hlaut heimsfrægð í kjölfarið, var mynduð í gærdag á leið í viðtal í Los Angeles.

Angelina Jolie.

Freida sagði í samtali við tímaritið Extra að leikkonan Angelina Jolie hafi ráðlagt henni að taka opnum örmum á móti velgengninni:

„Ég sagði fátt þegar ég hitti Angelinu. Ég sá bara stjörnur þegar við hittumst og starði á hana orðlaus," segir Freida.

Freida Pinto.

„Hún var virkilega hlý og almennileg og sagði mér að taka opnum örmum á móti velgengninni og ekki láta frægðina hafa áhrif á mig persónulega heldur njóta stundarinnar," segir Freida.

Eins og meðfylgjandi myndir sýna hafði Freida mestar áhyggjur af því að tennur hennar væru hreinar fyrir umrætt viðtal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.