Lífið

Búsáhaldaboogie á NASA í kvöld

Við þurfum hugarfarsbreytingu og róttækar breytingar á meingölluðu valdakerfi okkar sagði Hörður Torfason á 17. fundi Radda fólksins og krafðist þess að forseti Íslands myndaði utanþingsstjórn. Um 2000 manns mættu á sigurhátíð á Austurvelli í dag.

Hörður Torfason sagði að Raddir fólksins hefðu haft 4 skýr markmið í upphafi; burt með ríkisstjórnina, burt með stjórnir Seðlabankans og fjármálaeftirlitsins og kosningar eins fljótt og unnt er. Hörður sagði að baráttan héldi áfram þrátt fyrir að áföngum hefði verið náð.

Í kvöld boða svo Raddir fólksins til sigurtónleika, Búsáhaldaboogie, á NASA. Mugison, Sudden Weather Change, Reykjavík, Erpur og XXXRottweiler og Jeff Who troða upp með tilþrifum og halda byltingunni gangandi fram á rauða nótt.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 23:00. Aðgangseyrir er kr. 1000,- og rennur óskiptur til Radda fólksins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.