Lífið

Mezzoforte afþakkar tónleikaboð frá Ísrael

Hljómsveitin Mezzoforte afþakkaði tónleikaboð frá ísrael.
Hljómsveitin Mezzoforte afþakkaði tónleikaboð frá ísrael.

Hljómsveitin Mezzoforte fékk boð um að spila á tónleikahátíð í Ísrael seinna á árinu. Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari sveitarinnar segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að afþakka boðið vegna hernaðaraðgerða Ísraela undanfarið. Hann segir Mezzofortemenn þó vera nokkuð bjartsýna á árið 2009 en sveitin hefur spilað á 20-50 tónleikum á ári undanfarið.

„Við erum með umboðsskrifstofu í Þýskalandi og þetta boð kom í gegnum hana. Við spurðum nú ekkert nánar út í hvað þetta væri þar sem það kom aldrei til greina að þiggja boðið," segir Eyþór.

Hann segir hljómsveitina nú vera að vinna að því að fylla inn í tónleikadagsrká ársins og þegar eru staðfestir einhverjir fimm til sex tónleikar.

„Þungmiðjan hefur samt verið seinna á árinu svona í október, nóvember. Við erum þegar komnir með tónleika í Þýsklandi og Rússlandi og það er meira á döfinni."

Eyþór segist ekki kvíða tónleikaþurrð en sveitin hefur verið að spila á 20-50 tónleikum á ári undanfarin ár eins og fyrr segir.

„Þetta hefur verið svona misjafnst frá ári til árs en við erum frekar bjartsýnir með þetta ár ef eitthvað er."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.