Lífið

Á annað hundrað para á Bridgehátíð

Jan Petter Svendsen - Erik Sælensminde VS Gylfi Baldursson - Jón Steinar Gunnlaugsson
Jan Petter Svendsen - Erik Sælensminde VS Gylfi Baldursson - Jón Steinar Gunnlaugsson MYND/JÓN BJARNI JÓNSSON

Bridgehátíð 2009 var sett á Hótel Loftleiðum klukkan 19:00 í kvöld. Mótið settu þau Elínborg Magnadóttir ráðstefnustjóri og Sveinn Eiríksson frá Bridgesambandi Íslands.

Keppni í tvímenningi er nú hafin og etja á annað hundrað pör kappi. Tæplega sjötíu sveitir mætast í sveitakeppni mótsins sem fram fer um helgina en mótinu lýkur á sunnudag, 1. febrúar.

Keppendur á Bridgehátíð eru um þrjú hundruð talsins og hafa aldrei fleiri erlendir gestir sótt hátíðina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bridgesambandi Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.