Lífið

Brotthvarf Geirs og Davíðs áfall fyrir Örn Árnason

Örn Árnason og Karl Ágúst klára Spaugstofuna í mars.
Örn Árnason og Karl Ágúst klára Spaugstofuna í mars.

Örn Árnason leikari og Spaugsstofumeðlimur segist vera að kanna hverjar atvinnuleysisbæturnar séu á mánuði í ljósi nýjustu tíðinda úr pólitíkinni. Örn hefur síðustu árin farið með hlutverk Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Nú er ljóst að Geir hverfur af sviði stjórnmálanna og væntanleg ný ríkisstjórn ætlar að reka Davíð úr Seðlabankanum. „Ég fæ kannski Össur," segir Örn.

„Ég hef verið að kanna hverjar atvinnuleysisbæturnar eru á mánuði fyrir fráfarandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra þar sem ég er með tvö embætti. Ég náttúrulega heyri undir grínkjararáð og þeir ákvarða mín laun. Ég býst ekki við að þetta verði feitur biti," segir Örn sem bíður spenntur eftir að sjá hverjir koma til með að sitja í nýrri ríkisstjórn.

„Þetta er bara það sama og Pálmi upplifði þegar Steingrímur hætti og þegar Halldór fór. Það kemur maður í manns stað en ég er feginn að þurfa ekki að leika Steingrím, hann er með svo lítið hár," segir Örn og hlær.

Aðspurður hvort ekki væri ráð að kalla aftur á Randver til þess að leika Jóhönnu Sigurðardóttir sem mun spila stórt hlutverk á næstu mánuðum. „Minn tími er kominn, það skyldi þá aldrei vera," segir Örn.

Hann segir Spaugsstofumenn bíða spennta yfir því hvað kemur upp úr pokanum hjá nýrri ríkisstjórn. „Við bregðumst bara við því en það verða nú þáttalok hjá okkur í lok mars þannig að þetta er ekkert langur tími. Þetta verður svona grínstarfsstjórn hjá okkur þangað til."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.