Lífið

Marta María hætt

Vala Matt í forsíðuviðtali Föstudags og Marta María Jónasdóttir
Vala Matt í forsíðuviðtali Föstudags og Marta María Jónasdóttir

Marta María Jónasdóttir er hætt störfum sem ritstjóri Föstudags, tólf síðna fylgiblaði Fréttablaðsins. Vísir hafði samband við Jón Kaldal ritstjóra Fréttablaðsins og spurði hann út í framtíð Föstudags.

„Marta María hefur staðið sig frábærlega við að byggja upp gott blað en Föstudagur mun framvegis vera á ábyrgð annarra deilda innan Fréttablaðsins en ekki undir sjálfstæðri ritstjórn," svarar Jón Kaldal.

Marta María á von á öðru barni í júlí og er á leið í prismanám sem er diplómanám með áherslu á listfræði og heimspeki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.