Fleiri fréttir Beckham hjónin búin að finna hið fullkomna heimili David og Victoria Beckham hafa loksins fundið hið fullkomna hús í Beverly Hills en þau hafa lengi verið að leita að rétta heimilinu fyrir fjölskylduna sína. Ástæða húsnæðisleitarinnar er sú að þau munu flytja frá Spáni til Bandaríkjanna í sumar, þegar David fer að spila fótbolta með L.A. Galaxy. 30.4.2007 12:01 Söngkona Sugababes handtekin Átján ára bresk stúlka, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir frá því í viðtali við breska dagblaðið The Sun hvernig nýjasti meðlimur stúlknahljómsveitarinnar Sugababes, Amelle Berrabah, réðist á hana á öldurhúsi og hélt áfram eftir að lögreglan mætti á staðinn. Dyraverðir öldurhússins þurftu að draga Amelle, sem er 23 ára, af 18 ára fórnarlambinu. 30.4.2007 11:50 Feginn að fylgja rólyndisrokkaranum Eiríki Hauks „Einfalt og heiðarlegt verður meginþemað okkar í Helsinki,“ segir Haukur Hauksson en hann hefur tekið við keflinu af Jónatani Garðarssyni sem innsti koppur í búri Eurovision-hópsins en senn líður að því að hópurinn haldi til Finnlands og keppi fyrir hönd Íslands í þessari sívinsælu söngkeppni. 30.4.2007 10:00 Ekta síðkjólaball Nú er mál að taka fram dansskóna og æfa valsinn og polkann því í kvöld verður haldið ball í Íslensku óperunni. Hið svokallaða söngvaraball er nú haldið í annað sinn en framtak þetta sló í gegn í fyrra. Ballið er haldið að erlendri fyrirmynd en á meginlandinu er rík hefð fyrir samkomum sem þessum. 30.4.2007 10:00 Áhyggjur af þyngdartapi Hjartaknúsarinn George Clooney hefur lést um tíu kíló á skömmum tíma og óttast margir að hann eigi við vandamál að stríða. Talsmaður Clooneys vísar þessu á bug og segir að leikarinn sé við góða heilsu. 30.4.2007 10:00 Vill hert götueftirlit í miðborginni „Ég er að senda vinaleg boð til borgaryfirvalda um betra götueftirlit til handa komandi æsku," segir götuspilarinn Jójó sem stendur fyrir baráttutónleikum á Kaffi Hressó á morgun. 30.4.2007 10:00 Hafdís Huld í vodkaauglýsingu Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir er í aðalhlutverki í nýjum auglýsingum fyrir Reyka vodka sem sýndar verða í Bandaríkjunum. Hafdís, íklædd lopapeysu, húfu og vettlingum, leikur þar aðallega á móti teiknuðum lundum og fer með ýmsa speki um Ísland og fólkið sem landið byggir - á ensku með sterkum íslenskum hreim. 30.4.2007 09:45 Halda Morgan Kane skákmót Hrókurinn og Skákfélag Vinjar standa fyrir skákmóti í dag. Skákmótið fer fram undir merkjum erkitöffarans Morgan Kane, en Skákklúbbur Vinjar hefur áður staðið fyrir móti til að hylla spennubókahöfundinn Alistair MacLean. 30.4.2007 09:30 Rauðhærðar konur stofna samtök „Við erum einfaldlega miklu betri en annað fólk,“ segir Þuríður Helga Jónsdóttir innanhúsarkitekt og einn af stofnendum Samtaka rauðhærðra kvenna en stofnfundur þeirra verður haldinn 11. maí næstkomandi að Ásvallagötu 59. 30.4.2007 08:45 Sauðkindin er alltaf á móti „Við erum bara sveitó og það er einfaldlega flott að vera þannig," segir Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, kosningastjóri Samtaka ungra Framsóknarmanna, en þeir notast við íslensku kindina í kosningaherferð sinni. Hafa skreytt skrifstofu, bíl og annan varning tengdan kosningabaráttunni með þessu ágæta og bragðmikla spendýri. 30.4.2007 08:30 Rætt um loftslag Skógræktarfélag Íslands efnir til opins húss og fræðsludagskrár í samstarfi við Kaupþing. Í kvöld flytur Haraldur Ólafsson veðurfræðingur erindi um loftslagsbreytingar, þróun veðurfars á Íslandi og áhrif þess á gróður, í máli og myndum. Erindið flytur Haraldur í sal N-132 Öskju og hefst dagskráin kl. 19.30. 30.4.2007 07:30 Sérverslun MAC opnar í Kringlunni Ný verslun með Mac-snyrtivörum opnaði í Kringlunni um helgina. Hún er sú eina sinnar tegundar á Norðurlöndunum. „Þessi verslun er fyrsta sérverslunin á Norðurlöndunum. Annars staðar eru búðirnar inni í deildarverslunum,“ sagði Sirrý Björnsdóttir, markaðsstjóri Mac á Íslandi, og á þar við verslanir á borð við þá sem Mac opnaði í Debenhams fyrir fjórum árum. „Í sérversluninni verður meira vöruúrval en hefur verið í boði hérna áður,“ sagði hún. 30.4.2007 06:15 Flott kvöld með Nouvelle Vague í Hafnarhúsinu Tónleikar frönsku hljómsveitarinnar Nouvelle Vague í Hafnarhúsinu á föstudagskvöld voru afar vel sóttir. Gestir nutu fallegra tóna sveitarinnar, en hún er þekkt fyrir að leika þekkt lög annarra listamanna í eigin útsetningum. 30.4.2007 06:00 Britney sleppt með viðvörun Poppprinsessan Britney Spears kann svo sannarlega að gefa í. Ekki er hún bara að taka sjálfa sig í gegn þessa dagana heldur var hún stoppuð fyrir hraðakstur á föstudagskvöld. Var hún að keyra meðfram Sunset Boulevard í Beverly Hills þegar lögreglan stoppaði hana. 29.4.2007 15:24 Úr svörtum fötum í blá „Þetta fer mér ágætlega, það er mesta furða. Þetta eru þægileg og góð föt," segir Jón Jósep Sæbjörnsson, eða Jónsi í hljómsveitinni Í svörtum fötum, sem mun klæðast fagurbláum flugþjónsfötum í háloftunum í sumar. Í fyrradag útskrifaðist hann sem flugþjónn hjá Icelandair og fór athöfnin fram á Hótel Nordica. Alls útskrifuðust 74 flugfreyjur og 11 flugþjónar eftir að hafa lagt hart að sér á sex vikna námskeiði. 29.4.2007 15:00 Sonur Ladda ósáttur við þjófnað Nýkrýndur fyndnasti maður Íslands, Þórhallur Þórhallsson, býsnast yfir því á heimasíðu sinni að Þorsteinn Þór, þátttakandi í raunveruleikaþættinum Leitinni, hafi stolið atriði frá sér. Og grætt á því áframhald í þáttunum. 29.4.2007 14:00 Samkenndin er mikil Félagið Einstök börn fagnar tíu ára afmæli sínu í dag. „Félagið var stofnað af þrettán fjölskyldum sem áttu í rauninni ekki heima í neinum öðrum starfandi félögum," sagði Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna. 29.4.2007 13:00 Eggert lemur útlending Leikarinn Eggert Þorleifsson hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir slagsmál og læti. Í vikunni sást þó til hans við einmitt þess háttar athöfn. Vegfarendum úti á Granda hefur eflaust mörgum hverjum brugðið í brún í vikunni þegar þeir sáu rólyndismanninn Eggert Þorleifsson eiga í ryskingum við útlending á Olís-bensínstöðinni. Eggert virtist hlaupa kapp í kinn og áður en leið á löngu kom til einhverra ryskinga. 29.4.2007 11:00 Aðdáandi ákærður Æstur aðdáandi leikkonunnar Söndru Bullock hefur verið ákærður fyrir að hafa reynt að keyra niður eiginmann hennar, sjónvarpsmanninn Jesse James. Aðdáandinn, sem heitir Marcia Diana Valentine og er 45 ára, var handtekinn eftir atvikið. 29.4.2007 09:00 Kate: Sambandsslitin Karli að kenna Karl Bretaprins sagði Vilhjálmi syni sínum að ef hann ætlaði ekki að giftast kærustunni, Kate Middleton, skyldi hann hætta með henni. Þetta er haft eftir samstarfsfélögum Kate í breska blaðinu Daily Mirror. Vilhjálmur mun hafa leitað ráða hjá föður sínum vegna þrýstings um að hann ætti að biðja Kate að giftast sér. 28.4.2007 16:47 Lindsay Lohan djammar vegna einmannaleika Leikkonan Lindsay Lohan, sem hefur mikið verið gagnrýnd undanfarið fyrir að vera úti á lífinu eftir að hún fór í meðferð, segir að hún djammi af því að hún sé einmanna. 28.4.2007 15:56 Simon segist ögra Paulu Abdoul í American Idol Simon Cowell virðist oft nokkuð dónalegur í dómarastöðu sinni í American Idol. Mörgum þykir hann sömuleiðis spjalla mikið við Paulu Abdul þegar keppendurnir í þættinum taka lagið. Segist hann oft vera að ögra Paulu meðan söngurinn dynur. 28.4.2007 15:41 Svala og Einar reka nýja búð Parið Svala Björgvinsdóttir og Einar Egilsson sér um rekstur Popp, nýrrar „second hand"-búðar sem verður opnuð í dag undir sama þaki og Spúútnik, Elvis og Rokk og rósir hafa sameinast undir. „Þetta er gjafavöruverslun, þó við séum með fatnað líka. Það er hægt að kaupa allt í búðinni, frá gardínunum til ljósakrónanna," sagði Svala. 28.4.2007 15:00 Sigmundur Ernir milli steins og sleggju „Ég kannast ekki við að hafa fengið neitt tiltal. Mér dettur ekki í hug að biðjast afsökunar á að segja sannleikann um þessa byggingu sem er táknmynd pólitískrar spillingar,“ segir Egill Helgason. 28.4.2007 12:00 Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28.4.2007 00:01 Reyndi að drepa eiginmann Söndru Bullock Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að eiga frægan maka. Þessu fékk maður leikkonunnar Söndru Bullock, framleiðandinn Jesse James, að kynnast um helgina þegar kona að nafni Marcia Valentine reyndi að keyra hann niður. 27.4.2007 14:57 Eve handtekin fyrir ölvunarakstur Rapparinn Eve var handtekin vegna ölvunaraksturs í Hollywood aðfararnótt fimmtudags eftir að hún hafði keyrt Maserati bílinn sinn á steypuklump. Var Eve á leið heim af næturklúbbi ásamt tveimur vinum sínum þegar slysið varð. 27.4.2007 14:40 Angelina Jolie kallar eftir aðgerðum heimsbyggðarinnar Leikkonan kynþokkafulla, Angelina Jolie, sem ættleitt hefur þrjú börn frá þremur mismunandi löndum, lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að hjálparstarfi handa munaðarlausum börnum. Á fréttamannafundi í Washington gær kynnti Angelina stofnun nýrrar hjálparstofnunar, Global Action for Children, sem safna mun fjármunum handa munaðarlausum börnum í þróunarlöndunum. 27.4.2007 14:04 Baldwin fékk ráð hjá Dr. Phil Bandaríski kvikmyndaleikarinn Alec Baldwin mun biðjast afsökunar í bandarísku sjónvarpi í dag vegna harðorðra ummæla sem hann viðhafði við dóttur sína. Sjónvarpssálfræðingurinn Dr. Phil McGraw segir að leikarinn fengið ráðleggingar hans vegna málsins. Skammarræðuna skildi Alec eftir á talhólfi dótturinnar og hún rataði inn á internetið í síðustu viku. 27.4.2007 11:18 Leiklistin og landnámið Hann hefur unnið hvert stórvirkið á fætur öðru í leikhúsum hérlendis og erlendis og fært okkur perlur heimsbókmenntanna. Viðmælandi Jóns Ársæls Þórðarsonar á sunnudaginn kemur er Kjartan Ragnarsson. 27.4.2007 10:36 Roksala á hundum í sauðagæru Allt að tvöþúsund vel snyrt og tilklippt lömb voru seld sem púðluhundar í Japan. Netfyrirtækið "Púðlar sem gæludýr" flutti inn fjölda lamba frá Ástralíu og Nýja-sjálandi og markaðssettir sem lúxusgæludýr. Þetta kemur fram á vefsíðunni metro.co.uk 27.4.2007 10:32 Jack Valenti látinn Jack Valenti maðurinn sem var hið opinbera andlit Hollywood í langan tíma lést í dag 85 ára að aldri. Valenti á heiðurinn að stigagjafakerfinu sem notað er í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum og var aðstoðarmaður Lyndon Johnson fyrrum forseta Bandaríkjanna. Hann var einnig stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Bandarísku kvikmyndasamtakanna í 38 ár. 27.4.2007 00:01 Prozac fyrir hvutta Lyfjafyrirtækið Eli Lilly, sem einning framleiðir Prozac, hefur sent frá sér fyrsta þunglyndislyf heims fyrir hunda. Lyfið er tuggutafla með nautakjötsbragði. 26.4.2007 17:43 Richard Gere kærður fyrir kossaflensið Dómstólar í Jaipur á Indlandi gáfu í dag út handtökuskipun á Richard Gere fyrir kossaflens sem átti sér stað milli hans og leikkonunnar Shilpa Shetty á góðgerðasamkomu fyrr í mánuðinum. Atvikið vakti mikla reiði meðal strangtrúaðra hindúa og brenndu mótmælendur um allt Indland líkneski og myndir af skötuhjúunum. 26.4.2007 15:30 Enga svona menn takk! Þrátt fyrir að Ástralía nútímans hafi fyrst verið byggð glæpamönnum eru þeir ekki á því að hleypa hvaða skúrk sem er inn í landið. Þannig var rapparanum Snoop Doggy Dogg neitað um landvistarleyfi í gær vegna myndarlegs glæpaferils. Rapparinn var á leið til Sidney að vera kynnir á MTV Australia Video Music Awards. 26.4.2007 12:57 Kröfuharður Spiderman Tobey Maguire ferðast nú um til að kynna Spiderman 3 en myndin er sú dýrasta sem gerð hefur verið. Í fylgdarliði Tobey eru tíu manns, þar á meðal unnusta hans, Jennifer Meyer og dóttir þeirra, Ruby. 26.4.2007 11:50 Má bjóða þér smokk með borgaranum? Hann var óvenjulegur glaðningurinn sem fylgdi með barnamáltíð hinnar nýsjálensku Maiu Whitaker. 26.4.2007 11:30 Hugh Grant handtekinn eftir baunaárás Lögregla í London handtók í gærkvöldi leikarann Hugh Grant. Honum er gefið að sök að hafa ráðist að ljósmyndara og kastað í hann baunadós. 26.4.2007 10:33 Heather dottin úr danskeppninni Þátttöku Heather Mills í raunveruleikaþáttunum Dansað með stjörnunum er nú formlega lokið. Datt hún út í gær en bæði áhorfendur og dómarar voru furðu lostnir vegna niðurstöðunnar. Eina manneskjan sem ekki undraði sig á brottrekstrinum var Heather sjálf. 25.4.2007 14:32 Kirsten Dunst ætlar aldrei deita leikara aftur Leikkonan Kirsten Dunst hefur verið að hitta söngvara hljómsveitarinnar Razorlight, Johnny Borrell. Þykir henni greinilega meira til rokkara koma en leikara þar sem hún segist aldrei ætla að deita leikara aftur. 25.4.2007 14:21 Angelina vill gefa Pax Pitt nafnið Angelina Jolie hefur óskað eftir því við dómstól í Santa Monica að nafni ættleidds sonar hennar, Pax Thien Jolie, verði breytt í Pax Thien Jolie-Pitt, og mun þá drengurinn bera nafn unnusta leikkonunnar, Brad Pitt. Óskaði hún eftir nafnabreytingunni þann 16. apríl síðastliðinn. 25.4.2007 14:05 Versache berst fyrir lífi sínu Tískuhönnuðurinn Donatella Versache hefur staðfest að tvítug dóttir hennar berjist fyrir lífi sínu vegna lystarstols. Allegra er ekki nema 32 kíló að þyngd, og er nú undir læknishendi. Ekki þó á sjúkrahúsi heldur hafa sérfræðingar verið fengnir til þess að annast hana heima. 25.4.2007 13:30 Þorsteinn Joð í veiðiferð til Indlands Þorsteinn Joð Vilhjálmsson og Einar Falur Ingólfsson eru á leiðinni í veiðiferð til Maldavi-eyja í Indlandshafi. Þeir leggja af stað í dag en það er Pétur Pétursson, leigutaki í Vatnsdalsánni, sem stendur fyrir ferðinni. 25.4.2007 10:00 Klara næsti ræðismaður Íslands á Kanaríeyjum Klara Baldursdóttir, betur þekkt sem Klara á Klörubar, hefur undanfarna tvo daga verið með opna kjördeild á bar sínum á Kanaríeyjum fyrir þá sem vilja greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir Alþingiskosningarnar 12. maí. 25.4.2007 09:15 Mel B. nefnir dóttur sína eftir Eddie Murphy Kryddpían Mel B., sem eignaðist sína aðra dóttur þann 3. apríl síðastliðinn, er búin að gefa henni nafn. Hefur stúlkan fengið nafnið Angel Iris Murphy Brown, en hún fær Murphy nafnið eftir grínleikarandum Eddie Murphy, sem Mel B. segir vera föður dóttur sinnar. Murphy hefur neitað að ganga við barninu fyrr en faðernispróf hefur verið framkvæmt. 24.4.2007 16:26 Sjá næstu 50 fréttir
Beckham hjónin búin að finna hið fullkomna heimili David og Victoria Beckham hafa loksins fundið hið fullkomna hús í Beverly Hills en þau hafa lengi verið að leita að rétta heimilinu fyrir fjölskylduna sína. Ástæða húsnæðisleitarinnar er sú að þau munu flytja frá Spáni til Bandaríkjanna í sumar, þegar David fer að spila fótbolta með L.A. Galaxy. 30.4.2007 12:01
Söngkona Sugababes handtekin Átján ára bresk stúlka, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir frá því í viðtali við breska dagblaðið The Sun hvernig nýjasti meðlimur stúlknahljómsveitarinnar Sugababes, Amelle Berrabah, réðist á hana á öldurhúsi og hélt áfram eftir að lögreglan mætti á staðinn. Dyraverðir öldurhússins þurftu að draga Amelle, sem er 23 ára, af 18 ára fórnarlambinu. 30.4.2007 11:50
Feginn að fylgja rólyndisrokkaranum Eiríki Hauks „Einfalt og heiðarlegt verður meginþemað okkar í Helsinki,“ segir Haukur Hauksson en hann hefur tekið við keflinu af Jónatani Garðarssyni sem innsti koppur í búri Eurovision-hópsins en senn líður að því að hópurinn haldi til Finnlands og keppi fyrir hönd Íslands í þessari sívinsælu söngkeppni. 30.4.2007 10:00
Ekta síðkjólaball Nú er mál að taka fram dansskóna og æfa valsinn og polkann því í kvöld verður haldið ball í Íslensku óperunni. Hið svokallaða söngvaraball er nú haldið í annað sinn en framtak þetta sló í gegn í fyrra. Ballið er haldið að erlendri fyrirmynd en á meginlandinu er rík hefð fyrir samkomum sem þessum. 30.4.2007 10:00
Áhyggjur af þyngdartapi Hjartaknúsarinn George Clooney hefur lést um tíu kíló á skömmum tíma og óttast margir að hann eigi við vandamál að stríða. Talsmaður Clooneys vísar þessu á bug og segir að leikarinn sé við góða heilsu. 30.4.2007 10:00
Vill hert götueftirlit í miðborginni „Ég er að senda vinaleg boð til borgaryfirvalda um betra götueftirlit til handa komandi æsku," segir götuspilarinn Jójó sem stendur fyrir baráttutónleikum á Kaffi Hressó á morgun. 30.4.2007 10:00
Hafdís Huld í vodkaauglýsingu Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir er í aðalhlutverki í nýjum auglýsingum fyrir Reyka vodka sem sýndar verða í Bandaríkjunum. Hafdís, íklædd lopapeysu, húfu og vettlingum, leikur þar aðallega á móti teiknuðum lundum og fer með ýmsa speki um Ísland og fólkið sem landið byggir - á ensku með sterkum íslenskum hreim. 30.4.2007 09:45
Halda Morgan Kane skákmót Hrókurinn og Skákfélag Vinjar standa fyrir skákmóti í dag. Skákmótið fer fram undir merkjum erkitöffarans Morgan Kane, en Skákklúbbur Vinjar hefur áður staðið fyrir móti til að hylla spennubókahöfundinn Alistair MacLean. 30.4.2007 09:30
Rauðhærðar konur stofna samtök „Við erum einfaldlega miklu betri en annað fólk,“ segir Þuríður Helga Jónsdóttir innanhúsarkitekt og einn af stofnendum Samtaka rauðhærðra kvenna en stofnfundur þeirra verður haldinn 11. maí næstkomandi að Ásvallagötu 59. 30.4.2007 08:45
Sauðkindin er alltaf á móti „Við erum bara sveitó og það er einfaldlega flott að vera þannig," segir Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, kosningastjóri Samtaka ungra Framsóknarmanna, en þeir notast við íslensku kindina í kosningaherferð sinni. Hafa skreytt skrifstofu, bíl og annan varning tengdan kosningabaráttunni með þessu ágæta og bragðmikla spendýri. 30.4.2007 08:30
Rætt um loftslag Skógræktarfélag Íslands efnir til opins húss og fræðsludagskrár í samstarfi við Kaupþing. Í kvöld flytur Haraldur Ólafsson veðurfræðingur erindi um loftslagsbreytingar, þróun veðurfars á Íslandi og áhrif þess á gróður, í máli og myndum. Erindið flytur Haraldur í sal N-132 Öskju og hefst dagskráin kl. 19.30. 30.4.2007 07:30
Sérverslun MAC opnar í Kringlunni Ný verslun með Mac-snyrtivörum opnaði í Kringlunni um helgina. Hún er sú eina sinnar tegundar á Norðurlöndunum. „Þessi verslun er fyrsta sérverslunin á Norðurlöndunum. Annars staðar eru búðirnar inni í deildarverslunum,“ sagði Sirrý Björnsdóttir, markaðsstjóri Mac á Íslandi, og á þar við verslanir á borð við þá sem Mac opnaði í Debenhams fyrir fjórum árum. „Í sérversluninni verður meira vöruúrval en hefur verið í boði hérna áður,“ sagði hún. 30.4.2007 06:15
Flott kvöld með Nouvelle Vague í Hafnarhúsinu Tónleikar frönsku hljómsveitarinnar Nouvelle Vague í Hafnarhúsinu á föstudagskvöld voru afar vel sóttir. Gestir nutu fallegra tóna sveitarinnar, en hún er þekkt fyrir að leika þekkt lög annarra listamanna í eigin útsetningum. 30.4.2007 06:00
Britney sleppt með viðvörun Poppprinsessan Britney Spears kann svo sannarlega að gefa í. Ekki er hún bara að taka sjálfa sig í gegn þessa dagana heldur var hún stoppuð fyrir hraðakstur á föstudagskvöld. Var hún að keyra meðfram Sunset Boulevard í Beverly Hills þegar lögreglan stoppaði hana. 29.4.2007 15:24
Úr svörtum fötum í blá „Þetta fer mér ágætlega, það er mesta furða. Þetta eru þægileg og góð föt," segir Jón Jósep Sæbjörnsson, eða Jónsi í hljómsveitinni Í svörtum fötum, sem mun klæðast fagurbláum flugþjónsfötum í háloftunum í sumar. Í fyrradag útskrifaðist hann sem flugþjónn hjá Icelandair og fór athöfnin fram á Hótel Nordica. Alls útskrifuðust 74 flugfreyjur og 11 flugþjónar eftir að hafa lagt hart að sér á sex vikna námskeiði. 29.4.2007 15:00
Sonur Ladda ósáttur við þjófnað Nýkrýndur fyndnasti maður Íslands, Þórhallur Þórhallsson, býsnast yfir því á heimasíðu sinni að Þorsteinn Þór, þátttakandi í raunveruleikaþættinum Leitinni, hafi stolið atriði frá sér. Og grætt á því áframhald í þáttunum. 29.4.2007 14:00
Samkenndin er mikil Félagið Einstök börn fagnar tíu ára afmæli sínu í dag. „Félagið var stofnað af þrettán fjölskyldum sem áttu í rauninni ekki heima í neinum öðrum starfandi félögum," sagði Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna. 29.4.2007 13:00
Eggert lemur útlending Leikarinn Eggert Þorleifsson hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir slagsmál og læti. Í vikunni sást þó til hans við einmitt þess háttar athöfn. Vegfarendum úti á Granda hefur eflaust mörgum hverjum brugðið í brún í vikunni þegar þeir sáu rólyndismanninn Eggert Þorleifsson eiga í ryskingum við útlending á Olís-bensínstöðinni. Eggert virtist hlaupa kapp í kinn og áður en leið á löngu kom til einhverra ryskinga. 29.4.2007 11:00
Aðdáandi ákærður Æstur aðdáandi leikkonunnar Söndru Bullock hefur verið ákærður fyrir að hafa reynt að keyra niður eiginmann hennar, sjónvarpsmanninn Jesse James. Aðdáandinn, sem heitir Marcia Diana Valentine og er 45 ára, var handtekinn eftir atvikið. 29.4.2007 09:00
Kate: Sambandsslitin Karli að kenna Karl Bretaprins sagði Vilhjálmi syni sínum að ef hann ætlaði ekki að giftast kærustunni, Kate Middleton, skyldi hann hætta með henni. Þetta er haft eftir samstarfsfélögum Kate í breska blaðinu Daily Mirror. Vilhjálmur mun hafa leitað ráða hjá föður sínum vegna þrýstings um að hann ætti að biðja Kate að giftast sér. 28.4.2007 16:47
Lindsay Lohan djammar vegna einmannaleika Leikkonan Lindsay Lohan, sem hefur mikið verið gagnrýnd undanfarið fyrir að vera úti á lífinu eftir að hún fór í meðferð, segir að hún djammi af því að hún sé einmanna. 28.4.2007 15:56
Simon segist ögra Paulu Abdoul í American Idol Simon Cowell virðist oft nokkuð dónalegur í dómarastöðu sinni í American Idol. Mörgum þykir hann sömuleiðis spjalla mikið við Paulu Abdul þegar keppendurnir í þættinum taka lagið. Segist hann oft vera að ögra Paulu meðan söngurinn dynur. 28.4.2007 15:41
Svala og Einar reka nýja búð Parið Svala Björgvinsdóttir og Einar Egilsson sér um rekstur Popp, nýrrar „second hand"-búðar sem verður opnuð í dag undir sama þaki og Spúútnik, Elvis og Rokk og rósir hafa sameinast undir. „Þetta er gjafavöruverslun, þó við séum með fatnað líka. Það er hægt að kaupa allt í búðinni, frá gardínunum til ljósakrónanna," sagði Svala. 28.4.2007 15:00
Sigmundur Ernir milli steins og sleggju „Ég kannast ekki við að hafa fengið neitt tiltal. Mér dettur ekki í hug að biðjast afsökunar á að segja sannleikann um þessa byggingu sem er táknmynd pólitískrar spillingar,“ segir Egill Helgason. 28.4.2007 12:00
Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28.4.2007 00:01
Reyndi að drepa eiginmann Söndru Bullock Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að eiga frægan maka. Þessu fékk maður leikkonunnar Söndru Bullock, framleiðandinn Jesse James, að kynnast um helgina þegar kona að nafni Marcia Valentine reyndi að keyra hann niður. 27.4.2007 14:57
Eve handtekin fyrir ölvunarakstur Rapparinn Eve var handtekin vegna ölvunaraksturs í Hollywood aðfararnótt fimmtudags eftir að hún hafði keyrt Maserati bílinn sinn á steypuklump. Var Eve á leið heim af næturklúbbi ásamt tveimur vinum sínum þegar slysið varð. 27.4.2007 14:40
Angelina Jolie kallar eftir aðgerðum heimsbyggðarinnar Leikkonan kynþokkafulla, Angelina Jolie, sem ættleitt hefur þrjú börn frá þremur mismunandi löndum, lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að hjálparstarfi handa munaðarlausum börnum. Á fréttamannafundi í Washington gær kynnti Angelina stofnun nýrrar hjálparstofnunar, Global Action for Children, sem safna mun fjármunum handa munaðarlausum börnum í þróunarlöndunum. 27.4.2007 14:04
Baldwin fékk ráð hjá Dr. Phil Bandaríski kvikmyndaleikarinn Alec Baldwin mun biðjast afsökunar í bandarísku sjónvarpi í dag vegna harðorðra ummæla sem hann viðhafði við dóttur sína. Sjónvarpssálfræðingurinn Dr. Phil McGraw segir að leikarinn fengið ráðleggingar hans vegna málsins. Skammarræðuna skildi Alec eftir á talhólfi dótturinnar og hún rataði inn á internetið í síðustu viku. 27.4.2007 11:18
Leiklistin og landnámið Hann hefur unnið hvert stórvirkið á fætur öðru í leikhúsum hérlendis og erlendis og fært okkur perlur heimsbókmenntanna. Viðmælandi Jóns Ársæls Þórðarsonar á sunnudaginn kemur er Kjartan Ragnarsson. 27.4.2007 10:36
Roksala á hundum í sauðagæru Allt að tvöþúsund vel snyrt og tilklippt lömb voru seld sem púðluhundar í Japan. Netfyrirtækið "Púðlar sem gæludýr" flutti inn fjölda lamba frá Ástralíu og Nýja-sjálandi og markaðssettir sem lúxusgæludýr. Þetta kemur fram á vefsíðunni metro.co.uk 27.4.2007 10:32
Jack Valenti látinn Jack Valenti maðurinn sem var hið opinbera andlit Hollywood í langan tíma lést í dag 85 ára að aldri. Valenti á heiðurinn að stigagjafakerfinu sem notað er í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum og var aðstoðarmaður Lyndon Johnson fyrrum forseta Bandaríkjanna. Hann var einnig stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Bandarísku kvikmyndasamtakanna í 38 ár. 27.4.2007 00:01
Prozac fyrir hvutta Lyfjafyrirtækið Eli Lilly, sem einning framleiðir Prozac, hefur sent frá sér fyrsta þunglyndislyf heims fyrir hunda. Lyfið er tuggutafla með nautakjötsbragði. 26.4.2007 17:43
Richard Gere kærður fyrir kossaflensið Dómstólar í Jaipur á Indlandi gáfu í dag út handtökuskipun á Richard Gere fyrir kossaflens sem átti sér stað milli hans og leikkonunnar Shilpa Shetty á góðgerðasamkomu fyrr í mánuðinum. Atvikið vakti mikla reiði meðal strangtrúaðra hindúa og brenndu mótmælendur um allt Indland líkneski og myndir af skötuhjúunum. 26.4.2007 15:30
Enga svona menn takk! Þrátt fyrir að Ástralía nútímans hafi fyrst verið byggð glæpamönnum eru þeir ekki á því að hleypa hvaða skúrk sem er inn í landið. Þannig var rapparanum Snoop Doggy Dogg neitað um landvistarleyfi í gær vegna myndarlegs glæpaferils. Rapparinn var á leið til Sidney að vera kynnir á MTV Australia Video Music Awards. 26.4.2007 12:57
Kröfuharður Spiderman Tobey Maguire ferðast nú um til að kynna Spiderman 3 en myndin er sú dýrasta sem gerð hefur verið. Í fylgdarliði Tobey eru tíu manns, þar á meðal unnusta hans, Jennifer Meyer og dóttir þeirra, Ruby. 26.4.2007 11:50
Má bjóða þér smokk með borgaranum? Hann var óvenjulegur glaðningurinn sem fylgdi með barnamáltíð hinnar nýsjálensku Maiu Whitaker. 26.4.2007 11:30
Hugh Grant handtekinn eftir baunaárás Lögregla í London handtók í gærkvöldi leikarann Hugh Grant. Honum er gefið að sök að hafa ráðist að ljósmyndara og kastað í hann baunadós. 26.4.2007 10:33
Heather dottin úr danskeppninni Þátttöku Heather Mills í raunveruleikaþáttunum Dansað með stjörnunum er nú formlega lokið. Datt hún út í gær en bæði áhorfendur og dómarar voru furðu lostnir vegna niðurstöðunnar. Eina manneskjan sem ekki undraði sig á brottrekstrinum var Heather sjálf. 25.4.2007 14:32
Kirsten Dunst ætlar aldrei deita leikara aftur Leikkonan Kirsten Dunst hefur verið að hitta söngvara hljómsveitarinnar Razorlight, Johnny Borrell. Þykir henni greinilega meira til rokkara koma en leikara þar sem hún segist aldrei ætla að deita leikara aftur. 25.4.2007 14:21
Angelina vill gefa Pax Pitt nafnið Angelina Jolie hefur óskað eftir því við dómstól í Santa Monica að nafni ættleidds sonar hennar, Pax Thien Jolie, verði breytt í Pax Thien Jolie-Pitt, og mun þá drengurinn bera nafn unnusta leikkonunnar, Brad Pitt. Óskaði hún eftir nafnabreytingunni þann 16. apríl síðastliðinn. 25.4.2007 14:05
Versache berst fyrir lífi sínu Tískuhönnuðurinn Donatella Versache hefur staðfest að tvítug dóttir hennar berjist fyrir lífi sínu vegna lystarstols. Allegra er ekki nema 32 kíló að þyngd, og er nú undir læknishendi. Ekki þó á sjúkrahúsi heldur hafa sérfræðingar verið fengnir til þess að annast hana heima. 25.4.2007 13:30
Þorsteinn Joð í veiðiferð til Indlands Þorsteinn Joð Vilhjálmsson og Einar Falur Ingólfsson eru á leiðinni í veiðiferð til Maldavi-eyja í Indlandshafi. Þeir leggja af stað í dag en það er Pétur Pétursson, leigutaki í Vatnsdalsánni, sem stendur fyrir ferðinni. 25.4.2007 10:00
Klara næsti ræðismaður Íslands á Kanaríeyjum Klara Baldursdóttir, betur þekkt sem Klara á Klörubar, hefur undanfarna tvo daga verið með opna kjördeild á bar sínum á Kanaríeyjum fyrir þá sem vilja greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir Alþingiskosningarnar 12. maí. 25.4.2007 09:15
Mel B. nefnir dóttur sína eftir Eddie Murphy Kryddpían Mel B., sem eignaðist sína aðra dóttur þann 3. apríl síðastliðinn, er búin að gefa henni nafn. Hefur stúlkan fengið nafnið Angel Iris Murphy Brown, en hún fær Murphy nafnið eftir grínleikarandum Eddie Murphy, sem Mel B. segir vera föður dóttur sinnar. Murphy hefur neitað að ganga við barninu fyrr en faðernispróf hefur verið framkvæmt. 24.4.2007 16:26