Lífið

Eve handtekin fyrir ölvunarakstur

Rapparinn Eve fékk að dúsa í steininum um stund
Rapparinn Eve fékk að dúsa í steininum um stund MYND/Getty Images

Rapparinn Eve var handtekin vegna ölvunaraksturs í Hollywood aðfararnótt fimmtudags eftir að hún hafði keyrt Maserati bílinn sinn á steypuklump. Var Eve á leið heim af næturklúbbi ásamt tveimur vinum sínum þegar slysið varð.

Er rapparinn einnig sögð hafa keyrt yfir skilti sem gaf til kynna að hætta væri á ferðum en enginn meiddist í slysinu, samkvæmt heimildum lögreglunnar í L.A.

Eve, sem er 28 ára gömul, var handtekin klukkan 2:45 um nóttina og síðar leyst úr haldi gegn 30 þúsund dollara tryggingafé klukkan 6:00 um morguninn. Það var umboðsmaður rapparans sem borgaði hana út. Ku Eve hafa verið samvinnuþýð við lögreglu á meðan handtökunni stóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.