Lífið

Jack Valenti látinn

Jack Valenti mætir á Óskarsverðlaunahátíðina í Kodak leikhúsinu í Hollywood 25. febrúar.
Jack Valenti mætir á Óskarsverðlaunahátíðina í Kodak leikhúsinu í Hollywood 25. febrúar. MYND/Getty Images

Jack Valenti maðurinn sem var hið opinbera andlit Hollywood í langan tíma lést í dag 85 ára að aldri. Valenti á heiðurinn að stigagjafakerfinu sem notað er í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum og var aðstoðarmaður Lyndon Johnson fyrrum forseta Bandaríkjanna. Hann var einnig stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Bandarísku kvikmyndasamtakanna í 38 ár.

Talsmaður hans og vinur til langs tíma Warren Cowan greindi frá þessu.

Valenti fékk hjartaáfall í mars síðastliðnum og dvaldi á John Hopkins sjúkrahúsinu í Baltimore. Hann var útskrifaður þaðan á þriðjudaginn.

Valenti fæddist í Texas og gengdi ýmsum störfum á ævi sinni. Samkvæmt vefsíðunni imdb.com segir að hann hafi meðal annars gengt störfum sem sprengjuflugmaður, stjórnmálaráðgjafi og leiðtogi í kvikmyndaiðnaðinum.

Valenti fékk stjörnu á hinni frægu Hollywood Walk of Fame með nafni sínu.

Eftirlifandi eiginkona hans er Mary Margaret og eiga þau þrjú börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.