Lífið

Beckham hjónin búin að finna hið fullkomna heimili

David og Victoria Beckham pósa í mars síðastliðnum
David og Victoria Beckham pósa í mars síðastliðnum MYND/Getty Images

David og Victoria Beckham hafa loksins fundið hið fullkomna hús í Beverly Hills en þau hafa lengi verið að leita að rétta heimilinu fyrir fjölskylduna sína. Ástæða húsnæðisleitarinnar er sú að þau munu flytja frá Spáni til Bandaríkjanna í sumar, þegar David fer að spila fótbolta með L.A. Galaxy.

Villan sem hjúin hafa fest kaup á er nýtískuleg, rúmgóð og með mikið af gluggum. Þrátt fyrir það þarf að taka húsið aðeins í gegn að innan. Mun Victoria hafa skrifað undir kaupsamning í L.A. á laugardag. Þá hitti hún líka innanhúshönnuði til að skipuleggja involsið, rétt áður en hún flaug heim aftur. Vinur fjölskyldunnar hefur staðfest þetta og kvað þau hafa fundið sér hið fullkomna heimili fyrir sig og fjölskylduna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.