Lífið

Reyndi að drepa eiginmann Söndru Bullock

Sandra Bullock og maður hennar, Jesse James
Sandra Bullock og maður hennar, Jesse James MYND/Getty Images

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að eiga frægan maka. Þessu fékk maður leikkonunnar Söndru Bullock, framleiðandinn Jesse James, að kynnast um helgina þegar kona að nafni Marcia Valentine reyndi að keyra hann niður.

Voru hjónin að halda upp á 10 ára afmæli sonar Jesse, á heimili þeirra í Orange County í Suður-Kaliforníu á sunnudag. Um klukkan 10:40 um morguninn sá Jesse Marciu liggjandi á götunni í innkeyrslunni. Hann hafi beðið hana um að fara en þá hafi hún sest inn í silfurlitaða Mercedes Benzinn sinn og reynt að keyra hann niður, þrisvar eða fjórum sinnum. Er hún sögð hafa verið að reyna að drepa Jesse. Talsmaður lögreglunnar greinir frá þessu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Marcia Valentine kemur nálægt fjölskyldunni en hún hafði áður setið um Söndru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.