Lífið

Richard Gere kærður fyrir kossaflensið

Dómstólar í Jaipur á Indlandi gáfu í dag út handtökuskipun á Richard Gere fyrir kossaflens sem átti sér stað milli hans og leikkonunnar Shilpa Shetty á góðgerðasamkomu fyrr í mánuðinum. Atvikið vakti mikla reiði meðal strangtrúaðra hindúa og brenndu mótmælendur um allt Indland líkneski og myndir af skötuhjúunum.

Kossar Gere og Shetty "fóru út yfir öll velsæmismörk og hafa möguleika á að spilla þjóðfélaginu." sagði dómarinn, Dinesh Gupta. Hann hafði farið yfir myndefni af atvikinu, sem hann sagði vera "afar erótískt" og stríða gegn velsæmislögum. Þá skammaði hann Shetty fyrir að hafa ekki varist kossum Gere og skipaði henni að mæta fyrir rétt 5. maí.

Verði hann fundinn sekur gæti Gere átt yfir höfði sér allt að þriggja mánaða fangelsi, eða sektir.

Gere er tíður gestur í Indlandi þar sem hann berst fyrir réttindum tíbetskra flóttamanna og starfar fyrir góðgerðarsamtök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.